Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
26.6.2012 | 18:34
Að axla ábyrgð
Ef að Reykjavíkurborg vill axla ábyrgð þá fer ég fram á það að það verði sett stofn sérdeild innan sorplöggunnar sem að hefur það verksvið að hlaupa um ganstéttir og þefa upp i hundaskít sem er að fara með borgina í hundana. Það hins vegar er ekki inn því að hundahald þykir fínt og svona svolítið elítulegt að mínu mati. Það má ekki trufla þó að við hinir borgarbúarnir lendum í að stíga ofan í viðbjóðin um alt. Það er regla frekar en undantekning þegar labbað er um bæinn að maður rekst á hálfbeygða hunda út um hvippinn og hvappinn að ganga örna sinna meðan að eigendurnir horfa blístrandi á hálofta ferðir millilandaflugvéla og þykjast ekkert sjá áður en þeir læðast í burtu og líta í hina áttina.
Nei fyrst vill ég sjá hundadrella löggu áður en að ég sé í afturendana á Stasi upp úr öskutunninni hjá mér.
Þetta er síðan ekkert annað en aukin skattheimta á okkur borgarana en það hefur Gnarrinn og hans hirð verið fljót að nema enda Samfylkingin afburða góður kennari í því hvernig á að jafna lifistandardinn hjá fólki með því að taka af sumum en því er nú sjaldnast dreyft til annrra.
Sorplöggurnar aðeins reyksprengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |