Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
30.4.2012 | 16:07
Til skammar
Það er til skammar að þing skuli enn fara í frí lungað úr árinu í raun á þing að taka sér einn mánuð í sumarfrí eins og aðrir þetta er algjör tímaskekkja og ætti að breyta strax. Það er löngu liðin tíð að þingmenn þurfi að komast gandríðandi heim í sveit í sauðburð og þar að auki eiga þingmenn ekki að hafa þingmensku að aukastarfi.
Við skulum´nefnilega ekki gleyma kjördæmavikum og þess háttar þannig að þegar upp er staðið er viðverutíminn við Austurvöll ekki langur á hverju ári
Breyta þessu strax nóg er nú samt sem að maður þarf að horfa upp á frá því sem kallað er æðsta stofnun þjóðarinnar.þ
Kvöldfundur vegna fjölda mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2012 | 14:05
Sér til skemtunar.
Ef einhverjum leiðist þá mæli eg með smá ferð um undraheima Google þar sem orðin verðbolga hjaðnar Verðbolga hefur náð hámarki og svo framvegis eru notuð. Síðan má telja niðurstöður leitarinnar í staðin fyrir kindur þegar gengið er til svefns.
Þessi ferð sýndi mér í fljótu bragði að veðurspá er nákvæmari en fjármálagreiningar.
Telja að verðbólgan hafi náð hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2012 | 11:37
Grafalvarlegt mál
Nú þarf Mannlif að staðfesta það að þeir standi við fréttina og dómarar að staðfesta orð sín síðan þarf að rannsaka hvort sannara reynist. Hér er nefnilega ekkert smá mál á ferð.
Sé fréttin rétt er ekkert smá mál að Hæstiréttur sé margklofinn í flokkadráttum
Sé fréttinn röng er það öllu verra við erum að tala um æðsta dómstig landsins.
Það er grafalvarlegt ef rétt væri að blaðamaður skáldaði frétt um æðsta dómstól landsins og ef svo væri hver er þá trúverðugleiki þeirra í öðrum málum.
Það er líka grafalvarlegt ef að félagar Jóns Steinars hafa logið að honum og talað við blaðamann en þræta fyrir það og gefa honum heimild til að opinbera það og þar með gert orð hans og yfirlýsingu ómerka.
Því á að fara fram tafarlaus rannsókn á þessu máli og leiða hið sanna í ljós og skrýtið að ransóknarglaðir þingmenn hafi ekki þegar farið fram á það.
Þetta er nefnilega alls ekkert smá mál
Ræddi ekki við dómara Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2012 | 17:33
Erfitt líf forustunar.
Ég kenni til með forsvarsmönnum ASI þeim hefur tekist nokkuð vel og lengi að blekkja umbjóðendur sínar fyrir velferðarstjórnina, sjá um friðargæslu í partýinu á Glæsivöllum og að hægt sé að stunda þá Þórðargleði sem þar á sér stað óáreitt.
Þetta verk hefur þó orðið efiðara og erfiðara eftir því sem tímin líður og kæruleysi gesta aukist í réttu hlutfalli við lengd dvalar í gleðskapnum og er það nú að mínu mati orðið fullt verk hjá blessaðri forustu launþega að halda uppi Potekim tjöldunum sem varna því að almúginn sjái að gestirnir eru allir berrassaðir þó þeir telji sig fullklædda rétt eins og keisarinn sem reið bíspertur niður götuna í velþekktu ævintýri.
Það eru allir búnir að gleyma orsök þess að öll veisluföngin duttu í gólfið og brotnuðu 2008 og hafa hent sér á fullu í gleðskapinn aftur og sem fyr er gleðinfólgin í því að sulla á annarra kostnað.
Það er þó einn munur á en sá er að stór hluti þjóðarinnar hefur fengið sýn á málin og gerir sér grein fyrir því að þeir sem sleppa undan ýmindar gæslumönnunum og birtast spígsporandi á flötunum eru ekki í neinu. Það eina sem vantar er að einhver saklaus óvitinn sem ekki kann að segja ósatt láti orðin hljóma "En þau eru ekki í neinu"
En sé miðstjórnin ósátt við þetta þá beindi ég á tengilinn að neðan sem sýnir hverjir eru í stjórn og hverjir eiga Framtakssjóðin mér sýnist að ASI ætti að geta kippt málunum í liðin ekki hefur alla vega staðið á Gylfa að mótmæla því að tekið yrði tillit til forsendubrests á lántakendum og það hvarflar að mér að nú skilji maður hvers vegna ekki er hægt að leiðrétta lánin þegar maður sér í hvað peningurinn fer.
En verði þetta ekki lagað þá sjá allir klæðleysi forustunnar verði það laga breytist álit flestra á forustunni ekki neitt hún er í raun að mínu mati hátalarakerfi þeirrar stjórnar sem hér ríkir.
http://framtakssjodur.is/index.php?option=com_content&view=article&id=96&Itemid=261
Ósátt við hækkun stjórnarlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2012 | 21:25
Ekki að ræða það.
Við eigum að nota okkar orku sjálf og aldrei að tengja okkur við sameiginlegt orkukerfi Evrópu. Virkjunarhraði á að taka mið af fjölgun fólks og þörf fyrir innlenda verðmætasköpu.
Ég er á móti þessu til dæmis vegna þess að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og er ekki treystandi og til dæmis vegna þess að það mun hækka orkuverð hér innanlands það er ekki það gott að búa hér á hjara veraldar að það þurfi að græðgisvæða eitt af því fáa góða sem við eigum eftir og það er raforka á mansæmandi verði þó ekki fyrir alla en orkuverð á landbyggðinni er ekkert lágt og myndi bara hækka yrði tengt við Evrópu.
Virkjanir yrðu síðan byggðar af erlendu vinnuafli þvi það er búið að eyðileggja iðnmenntun hér á landi bæði vegna ástar stjórnvalda á bóknámi og þeirri staðreynd að Íslenskur iðnaður borgar ekki samkeppnis fær laun nema að hægt sé að vinna sér þau inn og flytja síðan til láglauna landa og lifa af þeim þar.
Því segi ég kemur ekki til mála að fara að selja það sem gerir Ísland byggilegt úr landi.
Hafa áhuga á orku frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |