Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

ASI styður skattahækkanir

Að mínu mati er orðið ljóst að ASI styður skattahækkanir á félagsmenn sína.
Skattur er peningur sem tekinn er af okkur og ráðstafað án þess að við höfum eitthvað um það að segja, lífeyrissjóðsgreiðslur eru því ekkert annað en skattur að mínu mati því þetta á við um þær.

Þvi er ljóst að með því að krefjast hækkunar lífeyrisgreiðslna styður ASI skattahækkanir.
Það er líka ljóst að þessar hækkanir dragast frá launahækkunum sem að fólki veitir ekkert af til að eiga fyrir salti í grautinn og fyrir hækkandi lánum.
Fyrirtækin hafa bara ákveðið bolmagn til launahækkana og þessar hækanir koma þar til frádráttar.
Það má muna þátt forustu ASI í því að hindra að komið væri böndum á verðbolgusprengjuna í hruninu það má eiginlega aldrei gleymast að samtök okkar skildu standa ámóti því að hemill yrði settur á vítisvélina.

Ég er ekkert hissa á að ASI og SA nái vel saman um þetta atvinnurekendur geta þá slegið sér á brjóst vegna gæða við almúgann en eru að borga í sjóði sem að þeir hafa  umráð yfir með verkalýðsforustunni í stjórnum þeirra  meðan hinn almenni lífeyrissjóðseigandi hefur ekkert um þetta að segja.  

Ég veit ekki til þess að ég hafi léð máls á því við mitt félag að ég setti fram kröfu um hærri greiðslur til lífeysisjóða.
Ég set fram kröfu um hærra kaup svo ég geti greitt af lánunum mínum.
Ég set fram kröfu um höft á vírisvél verðtryggingar.
Ég set fram kröfu á að ASI standi vörð um hagsmuni félagsmanna sinna.
En ég hef aldrei sett fram kröfu um að ég borgi meira í lífeyrissjóð og það er samtökum launafólks vel lýst að þau skuli einmitt setja þá kröfu á oddinn.

Þeir eru búnir að vera áskrifendur að hluta launa minna alla mína starfsævi lofað öllu fögru og vilja nú meira ég segi NEI.

Því er haldið fram að þetta sé til að ekki þurfi að koma til skerðingar á greiðslum til mín þessi greiðsla verði til þess að þess þurfi ekki.
Ég segi skerðið þið bara og þessi greiðsla fer í séreignasjóð það kemur í sama stað niður ef þið eruð að segja satt núna.
Ef þið hafið ekki getað gætt þeirra peninga sem ég hef afhent ykkur af brauðstriti mínu þá læt ég ykkur ekki hafa meira.

Málið er nefnilega að það er ekkert traust lengur á þessum apparötum og enn minna á þeim sem eru við stjórn í þeim.

Sennilega þurfa launþegar að fara að velta því fyrir sér að nýta félaga frelsið og flykkja og ganga  í Verkalýðsfélag Akranes.

Það er síðan talmönnum hreyfinga launþega til háborinnar skammar mörgum hverjum að í hver sinn sem þeim er mælt í mót ásaka þeir þá sem svo gera um skort á samkennd gagnvart  öryrkjum og eldra fólki sem er algjör rökleysa þegar verið er að mótmæla þeirra eigin getuleysi og hugsunarleysi gagnvart umbjóðendum sínum.


mbl.is Þing ASÍ felldi tillögu um séreign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hissa á því.

Auðvitað útilokar Jóhanna það ekki og meira en líklegt að það verði gert.

Þessi stjórn hefur ekki farið að vilja umbjóðenda sinna í einu einasta máli að mínu mati svo að það væri stílbrot að hún gerði það núna.


mbl.is Vill breytingar þó þjóðin segi nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona gott

Er það gott að 590 fleiri fluttu frá landinu en til þess ekki finnst mér það. En atvinnulausum fækkaði um 400 það er gott. 

Þannig að  fjöldi atvinnulausra jókst því um 190 á timabilinu séu þessar tölur réttar atvinnuleysi minnkaði ekkert.
Það væri gott að einhver fjölmiðill skoðaði nú málið og þessar tölur.

300 fleiri útlendingar fluttu til landsins en frá því hvernig kemur það heim og saman við veitt atvinnuleyfi sem að þá gefur til kynna hvort að aukning hafi orðið á svartri vinnu en að visu gæti þetta þýtt að 110 þeirra hafi fengið vinnu en 190 lent á atvinnuleysisskrá

Mér finnst að það mætti skoða þessar tölur frá fleiri sjónarhornum en gert er. Fjölmiðlar hafa alla vega flestir básúnað að atvinnuleysi minki og þjóðinn fjölgi meðan að mér sýnist að staðan sé önnur í raun .

Kannski skipta staðreyndir ekki orðið máli.


mbl.is Betri niðurstaða en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofar mínum...

Eins og oft áður þá er Íslenskt þjóðfélag í dag ofar mínum skilning eða er minn skilningur neðar þjóðfélaginu hmmm geri mér ekki alveg grein fyrir því en veit þó að nú um stundir er ég ótrúlega oft alveg bit, hlessa, gapi af undrun, má varla mæla, skil ekki upp eða niður, haus eða sporð og  ótalmargt annað sem Íslensk tunga lýsir svo vel.

En mál dagsins
Ég velti einu fyrir mér eftir lestur þessarar og annarra frétta núna undanfarið sem bornar hafa verið á borð fyrir okkur í von um að því að ég held að vér höfum gleymt hruninu og nú sé hægt að læða brotna bollastellinu út í tunnu án þess að við verðum vör við en svo er ekki við munum þetta flest öll all vel enn.

Málið er að einu sinni var sagt til að verja mikil laun í ákveðnum geirum sérstaklega bankakerfinu að mikil laun þyrfti vegna mikillar ábyrgðar ég gleypti það. Nú sagt að allt hafi verið einhverjum öðrum að kenna jafnvel bara engum. Því er mér spurn var þá engin við stjórn í bönkunm  og ef engin var við stjórn fékk þá engin engin laun fyrir að sitja í stjórn eða var engin stjórn í bönkunum kannski bara engir bankar ?? Eitt er víst "Ekki benda á mig segir ...... ég var einhvarstaðar allt annarstaðar og gerði ekkert þó ég réttlætti kaupið mitt með því að ég gerði allt


mbl.is Sími Sigurðar hleraður í 9 vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband