Ofar mínum...

Eins og oft áður þá er Íslenskt þjóðfélag í dag ofar mínum skilning eða er minn skilningur neðar þjóðfélaginu hmmm geri mér ekki alveg grein fyrir því en veit þó að nú um stundir er ég ótrúlega oft alveg bit, hlessa, gapi af undrun, má varla mæla, skil ekki upp eða niður, haus eða sporð og  ótalmargt annað sem Íslensk tunga lýsir svo vel.

En mál dagsins
Ég velti einu fyrir mér eftir lestur þessarar og annarra frétta núna undanfarið sem bornar hafa verið á borð fyrir okkur í von um að því að ég held að vér höfum gleymt hruninu og nú sé hægt að læða brotna bollastellinu út í tunnu án þess að við verðum vör við en svo er ekki við munum þetta flest öll all vel enn.

Málið er að einu sinni var sagt til að verja mikil laun í ákveðnum geirum sérstaklega bankakerfinu að mikil laun þyrfti vegna mikillar ábyrgðar ég gleypti það. Nú sagt að allt hafi verið einhverjum öðrum að kenna jafnvel bara engum. Því er mér spurn var þá engin við stjórn í bönkunm  og ef engin var við stjórn fékk þá engin engin laun fyrir að sitja í stjórn eða var engin stjórn í bönkunum kannski bara engir bankar ?? Eitt er víst "Ekki benda á mig segir ...... ég var einhvarstaðar allt annarstaðar og gerði ekkert þó ég réttlætti kaupið mitt með því að ég gerði allt


mbl.is Sími Sigurðar hleraður í 9 vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband