Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
31.12.2011 | 14:56
Á hraðri útleið
Hvað kemur það kosningum við þó að Landsóms málið sé tekið fyrir í vor ég vil kosningar í vor líka.
Landómsmálið snýst um það að það á að draga einn fyrir dóm fyrir sök margra en kosningar snúast um það að vér þjóðin ætlum að lúskra á hópnum og helst sjá til þes að það verði ca 95% endurnyjun á þingi það að blanda þessu tveimur saman er lyðskrum.
Þetta er afburðarklaufalegt af Margréti að hræra þessum málum saman en örugglega vel meint eins og fyrri klaufaskapur hennar. EN ég held að hún geri sér grein fyrir því ásamt öðrum þingmönnum Hreyfingarinnar að þau eru á hraðri útleið annað getur greiningardeild mín ekki lesið úr daðri þeirra við velferðarstjórnina minnir helst á besta vin mannsins þegar hann dillar rofunni í von um bita af borðinu. Þeir sem að fylgst hafa með gjörningunum á Austurvelli trúa varla frekar en ég að þar hafi bara verið um kaffispjall að ræða Jóhanna væri ekki svo kotroskin sem hún er ef svo væri en miðað við hvað hún er kotroskin er greinilegt að áður en skellt var stáli í bak Árna var búið að tryggja eitthvað annað bak við tjöldin
Svo er nú það
Gott að fá kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2011 | 09:47
Góðu tímabili lokið ?
Nú þegar að dynja yfir mann fréttir um að Vegagerðin eigi ekki meira fé fyrir snjómokstri að fallið hafi mesti snjór í Reykjavík og fréttamenn fara um götur og torg í hinum vanabundna æsifrétta stíl þegar maður hlustar á þetta hvarflar að manni hvort að það góðviðraskeið sem við höfum fengið að njóta síðustu árin sé að líða undir lok eins og Páll Begþórsson spáði um ef ég man rétt.
Veturinn núna er ekkert merkilegri en margir aðrir sem að undirritaður hefur lifað á hálfrar aldar ævi. Hvort snjór er 1 cm dýpri eða grynnri tel ég ekki skipta höfuðmáli eða hvort að það eru fleiri eða færri dagar í einum mánuði sem að bera snjó þetta er þó gott til að geta reiknað út meðaltöl en meðaltöl verða aldrei neitt annað en það og þau breytast eftir þeim grunni sem að þú miðar meðaltalið við. Það sem virðist vera að ske er að við höfum venjulegan Íslenskan vetur sem að við höfum verið blessunarlega laus við undanfarið.
Það sem að mér finnst þó að mætti skoða er það að mér finnst skrítið að Vegagerðin hafi skki safnað í sjóði til að mæta vetrum sem að velflestir landsmenn vissu að kæmu aftur og jafnvel margir í röð. Sama um Reykjavíkurborg. Fólk leggur fyrir til að mæta óvæntum útgjöldum og ef að ekki þarf að eyða fjárveitingu í eitthvað þá á að geyma hana til að mæta seinni tíma áföllum en ekki alltaf að bjarga málefnum fyrir horn.
Þar sem að flestir okkar stjórnenda koma nú um stundir úr röðum æðri menntastofnanna er því spurn að mínu viti hvort að ekki vanti kennslu í hasýni og rádeildarsemi á þeim bæjum ásamt skorti á öðrum greinum.
Síðan og ekki síst er það svolítið skondið að allan þann tíma sem að við höfum verið laus við venjulegan vetur þá höfum við agnúast út í það með alskyns heimsenda hugsunum eins og það sé í eðli mansins að halda að allt sé að fara til helvítis ef hann upplýfir eitthvað gott
Unnið að hreinsun vega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2011 | 16:02
Verið að forða fengnum
Gæti verið að þeir sem setið hafa á mjaltastólunum við að þurmjólka landsmenn séu búnir að sjá að lítið sé orðið vermætt í hræinu og farnir að huga að því að koma peningum sínum í eitthvað annað og hvað er betra en fasteignir sem búið er að hrekja fólk úr.
Gæti verið að þetta sé hlutur sem að hefur verið kenndur við stærð ákveðinna líffæra karlmanna eða vöntun á henni vöntun sem talin var leiða til þess að menn keyrðu á stærri dekkjum en aðrir. Nú gæti verið komin þörfin til að sýna hvað ég er ógisslega ríkur og kaupa alveg ógisslega stóra villu til að sýna ogisslega miklu peningana sem að ég hef náð af helv luserunum í landinu sem að voguðu sér að reyna að skapa sér og sínum framtíð á skerinu það er vitlausa launafólkinu.
Þetta er alla vega ekki merki um uppsveiflu segir greiningardeild mín.
Af hverju ekki
Jú Bak við þetta eru eingöngu 6600 samningar og sleppum við árunum eftir hrun 2009 2010 þa finnast ekki færri samningar þó farið sé aftur til 1996 og lengra og þó að veltan hafi aukist þá er þetta engin vísbending um bætta tíð heldur sýnir þetta að fólk sem að hefur lifað eins og blóm í eggi og sumt getað stundað sjáftöku á kostnað okkar hinna er að fjárfesta í dýrum eignum til að koma auðnum fyrir.
Þetta gæti líka verið merki um að verið sé að kaupa upp stærri eignir eða fjölbýli til að geta farið að stunda útleigu því að hrægammarnir gera sér grein fyrir að þegar verður búið að ná húsnæðinu af fólkinu fá þéir sjálfdæmi um leiguokur á markaðnum og miðað við reynslu mína af þjóðfélaginu fara Lífeyrissjóðir okkar og bankar þar fremstir í flokki.
Þannig að þessi frétt ætti að vera um það hvers vegna það er 45 % veltuaukning þegar það er óhemju samdráttur í fjölda seldra eigna jafnvel þó að farið sé 15 ár aftur í timan. Fréttinn gæti alveg eins verið 1528 færri Íslendingar sáu sér fært að kaupa húsnæði fyrir sig og f´jölskyldu sína árið 2011 heldur en árið 1996 og það þó að landsmönnum hafi fjölgað mikið síðan og landflótti sé ekki meiri en í öðrum góðærum vinstrimanna
Svo er nú mín skoðun á þessu
Veltuaukningin 45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2011 | 16:22
Gleðileg Jól
Óska öllum Gleðilegra Jóla.
23.12.2011 | 14:54
Að skilja hismið frá kjarnanum
Kleist hittir naglan á höfuðið þegar hann segir
Ef við innleiddum alla löggjöf ESB myndum við þurfa 56 þúsund manns einungis til þess að stjórna 56 þúsund manns,
Hinu megin við sundið eru stjórnálamenn sem að ólmir vilja að 50 til 70000 manns fái vinnu við skriffinsku við að stjórna 300 000 sem að fer þó ört fækkandi. Það er nefnilega draumur elítunar í hnotskurn að komast í ESB til að fá nice job með nice útsýni á nice launum teknum af síminnkandi tekjum almennings.
Þetta er blauti ESB draumurinn í hnotskurn
ESB með augastað á grænlenskum auðlindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2011 | 13:03
Skortur ?
Skortur á lúxuseinbýlishúsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2011 | 15:25
Þursinn vaknar
Mér hefur í gegnum tíðina fundist að Neytendavernd á Íslandi væri í skötulíki óg þegar að samtökin börðust fyrir afnámi verðmerkinga og uppsetningu einhverra snarbilaðra skanna sem að alla vega þegar ég hef prófað virka sjaldnast þá varð ég strax þeirrar skoðunar að hér væri um neytendaslys að ræða sem myndi leiða til hærra vöruverðs .
Ég varð einnig var við það á pyngju minni að svo var og hef ritað um það.
Ég tel að nær hefði verið að krefjast verðmerkingar á hverju einasta eintaki af vöru og fylgja því eftir að rétt sé verðmerkt.
Ég fór um daginn í verslun og sá á verðmiða verð á áleggi sem að ég gat sætt mig við en var það álegg við verðmiðann ó nei það var ekki einu sinni í hillunni. Rangar merkingar eru þjófnaður úr vasa neytandans og ættu að leiða sjálfkrafa til kæru eins og segir í öllum verslunum í dag að allur þjófnaður sé kærður.
En þjófnaður í formi rangra vörumerkinga er aldrei kærður en reglulega skammast út af honum.
Kannski að Securitas bjóði neytendum upp á öryggisvörð sem fylgir þeim um verslunina til að sjá til þess að þeir séu ekki rændir. Kannski hægt að stofna svoleiðis sprotafyrirtæki hef trú á að það sé markaður fyrir það
En gott er nú að Neytendasamtökin hafa vaknað af blundi sínum en hræddur er ég um að þau sofni fljótt aftur og ekkert skeði.
Verðmerkingum hætt og verð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2011 | 18:20
Tær snilld.
Sala losunarheimilda er tær snilld og ekki furða ef rétt er að Al Gore hafi gerst hluthafi í batteríinu. Þarna eru peningaöflin búin að finna söluvöru sem ekki nokkur maður getur fest hönd á. Gjöld þessi munu síðan fara beint út í verðlag og hækka vísitölur og tryggja eigendum fjármagnsins bjarta tíð með blóm í haga.
Mun þetta breyta einhverju ekki veit ég það en ég átti tal við erlendan mann sem verið hafði í einu fjölmennasta ríki veraldar og þar hafði stjórnvöldum dottið í hug að stöðva framleiðslu rafmagns úr mengandi orkuveri ákveðin hluta sólarhringsins til að draga úr losun. Fólkið sem háð var rafmagninu þurfti sem fyrr að brauðfæða sig og sína hvað sem tiktúrum yfirvalda leið. Því fór svo að þegar að rafmagnið fór af þá upphófst mal ótal smárra rafstöðva út um allt héraðið og framleiðslan hélt áfram og mengunin sennilega enn meiri heldu en ef ekkert hefði verið gert. Okkar ástkæru leiðtogar eru nefnilega flestir búnir að gleyma braustritinu eftir að þeir ánetjuðust sjálftöku úr vasa fólksins.
Var ekki til dæmis í fréttum að hækkun orkugjafa til húshitunar hefði leitt til þess að fólk í hinum fátækari ríkjum fór að brenna öðrum orkugjöfum til að geispa ekki golunni úr kulda og niðurstaðan var meiri mengun.
Ég er þeirrar skoðunar að í raun sé hér komið skrímsli sem að ekkert hefur að gera með það að draga úr losun lofttegunda heldur sé hér um þægilega leið fyrir peningaöflin til að ávaxta sitt pund og stjórnmálamenn til að seilast enn lengra í vasa almúgans.
Síðan er það áleitin spurning og það er hver borgar ef framtíðn leiðir síðan í ljós að þetta var bara venjuleg náttúrusveifla. Það er líka vont að þessar auknu álögur minnka getu fyrirtækja til framþróunnar og geta í raun leitt til þess að þau spari í raunverulegum mengunarvörnum til að standast samkeppni.
En eitt er víst að þetta leiðir til hækkunar fargjalda sem síðan hækka vísitöluna sem svo hækkar brauðið sem síðan dregur úr getu fólks til framkvæmda sem kallar á meiri skattahækkanir sem síðan valda hækkun brauðs sem hækkar vísitöluna og svo framv Og þetta sennilega afgreiðir restina af þeim lífeyrissparnaði sem margir landsmenn áttu í þvi sem kallað var eigin húsnæði en er að verða sagnfræði hugtak hjá allt of stórum hópi fólks.
Icelandair kaupir losunarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2011 | 18:01
Á sanngjörnu og viðráðanlegu verði.
Vantar fjölbreyttari úrræði að mati BSRB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2011 | 17:43
Ekkert erfitt.
Það er ekkert erfitt að gera sér grein fyrir þessu Íslenskir höndlarar hafa að því að mér finnst verið um mína ævi allavega all lagnir við að skrúfa upp vöruverð og þarf ekki neina greiningardeild til að sjá það að hér eru bara systkinin Gróði og Græðgi á ferð og nota sér það að fólk á erfiðara með að halda um budduna yfir hátíðarnar
Þarf ekki heila greiningardeild til að spá í því
Velta kostnaðarhækkunum yfir á neytendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |