Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Jóhönnur þessa heims

Þær eru margar Jóhönnur þessa heims og sumar þeirra hafa sett mark sitt á söguna og þeirra er minnst fyrir margar hluta sakir. 

Við munum flest  Jóhönnu sem kölluð var mærin frá Orleans sem að barðist fyrir þjóð sína og lét síðan líf sitt fyrir. Hún fórnaði sér fyrir þjóðina.

Ég verð að viðurkenna það að mér finnst okkar Jóhanna fara öfugt að við Meynna  frá Orleans sem fórnaði sér fyrir þjóðina, okkar Jóhanna lætur þjóðina bera bagga sína og samstarfsmanna sinna í stjórngeiranum að mínu mati og mér finnst einhvern vegin að ekkert sé fjarlægara þeim hópi fólks en að taka á með þjóðinni að einhverju leiti.

 

Neðan greint finnst mér síðan algjör öfugmæli lesið með það í huga að það er skrifað af forsvarsmanni ríkistjórnar sem svikið hefur eiginlega allt ef ekki allt sem hún hefur lofað.

„Fátt er mikilvægara fyrir hag almennings og fyrirtækja en að áframhaldandi friður ríki á vinnumarkaði og að sátt náist sem fyrst um sanngja...rnar og raunhæfar kjarabætur. Ríkisstjórnin mun leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið," segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni.



 


mbl.is Gæti hófs í kröfugerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveikjum á kertum

„Við höfum síðan tekið ennþá lengra fram úr öðrum þjóðum eftir að Fjarðarál komst í fulla framleiðslu. Samt heimta hagsmunasamtökin ASÍ og SA að atvinnustigi í landinu verði haldið uppi með byggingu fleiri virkjana. Hvenær ætli orkuframleiðsla í landinu verði orðin nægilega mikil að mati þessara samtaka?“ segir Guðmundur á bloggi sínu

Hvað er að því að við notum mikla orku hér er dimmt góðan  hluta úr árinu svo við lysum göturnar okkar við kveikjum helling af jólaljósum við látum ljós loga í öllum herbergjum í skammdeginu og hvað með það. Að mínu mati er orkuframleiðsla nóg þegar við fullnægjum þeirri orkuþörf sem þarf til að halda uppi fullu atvinnustigi og framleiðum auk þess umframmagn sem dugir ef ein virkjun dettur út við skulum nefnilega ekki gleyma því að virkjanir geta bilað

Að mínu mati er hið besta mál að við notum mikið af orku það veitir yl og birtu ásamt því að skapa verðmæti og ég held að þjóðinni sé ekki of gott að hafa mikið af einhverju þjóð sem er að nálgast það að vera sú skattpíndasta í veröldinni býr við ofurhátt matarverð fáránlegt lánakerfi í formi vísitölutryggingar. Það er engin furða að þjóð sem byr við þær aðstæður sem að Íslendingar búa í dag vilji láta ljósin loga til að bægja burt myrkrinu.

Hvernig stendur á því ef við notum svona mikla orku sem hlýtur að skapa verðmæti að lífskjörum er ekki betur skipt í landinu og það undir stjórn velferðaraflana. Er það næsta stefnumál umhverfisráðuneytis að draga úr orkunotkun landsmanna með kolefnsskatti á vatnsorkuna til að pína Íslendinga til að fara að lesa við kertaljós aftur

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Mesta orkunotkun á mann í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsleg umræða

Undirritaður er frekar fylgjandi samfélagslegri umræðu.

En hví ekki að taka samfélagslega umræðu um verk umrædds ráðherra og afstöðu hennar til atvinnuumbyggingar í landinu við þá umræðu má bæta við afstöðu samstjórnarmanna hennar til alþýðu landsins. Það væri gott að vita af hverju hér skal allt fara norður og niður því ekki er annað að sjá að það sé stefnan og stefna er sjaldnast keyrð nema verið sé á vegferð að einhverju marki.

Því tel ég meiri þörf á því að það fari fram samfélagsleg umræða sem snýr að því að bæta hag fólksins í landinu. Síðan verður fróðlegt að sjá hvort að hraun og klettar eigi hraðari leið gegnum ríkisstjórnina en þegnar þessa lands. Það er hinir venjulegu miðstéttar þegnar sem að ríkisstjórnin er að reyna að útríma.


mbl.is Þörf á ítarlegri umræðu um stjórnsýslu Orkustofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna fagnar

Það er alltaf gaman þegar einhver hefur ástæðu til að fagna og fagna ég því með Jöhönnu.

En hver er skoðun hennar og hve mikið fagnar hún undirskriftum gegn veggjöldum.


mbl.is Jóhanna fagnar undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er maður að gera hér.

Ég verð að viðurkenna að þó komin sé á gamalsaldur og vilji hvergi annarstaðar vera en hér enda eitt ævinni á skerinu þá er farið að hvarfla að mér að það sé ábyrgðarleysi að selja ekki það sem verðtryggingin er ekki búin að éta af mér nú þegar og bregða undir mig betri fætinum og nota reyturnar til að koma mér fyrir annarstaðar á hnettinum ásamt afkomendum mínum. Í æsku gleypti maður í sig sögu vesturfaranna og lofaði það að þessir tímar væru liðnir en ekki datt manni þá í hug að á tuttugustu og fyrstu öldinni ætti maður eftir að standa í sporum þeirra og íhuga hvort að afkomendum manns sé ekki betur borgið annarstaðar á hnattkringlunni. Það sem er þó öðruvísi núna er það að ástandið í dag er mannanna verk en þá voru það náttúruöflin sem hröktu menn og konur úr landi. Það er þeim sem starfa á hinu háa Alþingi til ævarandi skammar að þau hafi ekki rofið hringrás verðtryggingarinnar heldur láti hana rúlla áfram.

Ég hefði sætt mig við 20% leiðréttingu á launum fyrir hálfum mánuði síðan nú kemur ekkert annað til greina en 50% þó er ég viss um að hin lélega forusta okkar lútir í gras og semur um 2% og þá er eins gott að fara að hypja sig.


mbl.is Skeljungur hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oreiðumaður í fjármálum.

Ég hef reynt að halda mig frá þessum miðli undanfarið enda lítið út úr því að hafa nema geðvonsku að láta sér detta í hug að hér breytist eitthvað sjálfsblekkingin lygin græðgin og óréttlætið ríður hér röftum sem aldrei fyrr og það versta er að stjórnvöld og fjölmiðlar keppast við að dásama allan pakkann.

Ég fékk nábít þegar fjallað var um ríflega sölu á rándyrum jeppum og sá sem vitnað var í sagði einhvern vegin svona að það væri til allra hamingju þó nokkuð af fólki sem að ætti pening fólki sem lagt hefði fyrir og sparað og væri nú að njóta þess.

Ekki ætla ég að hnýta í sparnað og að fólk njóti þess sem það hefur aflað en mér langar til að vita nokkur atriði.
1. Hvað margir af þeim sem að nú fjárfesta í 12 000 000 jeppum eru hluti af þeim 2% sparifjáreigenda sem áttu yfir 10 000 000 og kostaði 1.736 000 000 000 að tryggja miljarða sem teknir eru frá 98% landmanna.
2 Hvað margir af ofantöldum seldu sín hlutabréf og verðbréf síðustu mánuðina fyrir hrun og settu á bankabækur.
3 Hvað margir af þeim sem tilheyra báðum hópum hér að ofan unnu á því svæði í stjórnsýslunni þar sem að þeir hefðu getað haft upplýsingar um að til stæði að bjarga innistæðum á bankareikningum en láta annað rúlla.
4. Hvað margir í ofantöldu hópunum hafa fengið afskrifaðar skuldir í bönkunum og hvað mikið.

Auðvitað er þetta allt mælt af öfundsýki í hjarta óreiðumans sem að ekki sparaði og ekki kunni fótum sínum forráð í uppsveiflunni eða hvað. Nei hér er maður sem að borgaði sitt húsnæðislán og setti inn á það sem hægt var til að minka skuldir átti ágætis eignarhlut í sínu húsnæði sem var í raun hans sparnaður endurnýjaði ekki bíl er enn á nú 20 ára gömlum bíl notaði aukapening til að gauka einhverju að annarri kynslóð frá honum kominni. Er það óreiða.?

5 spurning er því hvers vegna sparnaður í húsnæði er ekki talin sparnaður það er jú sparnaður sem eikur verðmæti skapar vinnu og skilur eftir sig áþreifanleg verðmæti meðan spil með peninga er ekkert annað en syndarveruleiki með tölur.

Ég veit það ekki en í grófum dráttum er búið að hirða af viðkomandi og fleirum sem í raun er sú manntegund sem að minnstan þátt tók í uppsveiflunni, búið að hirða af þessum hópi fólks á tveimur árum afrakstur margra ára vinnu.
Upphæðir sem heyrast nefndar eru til dæmis 126 000 000 hjá Lífeyrissjóðum ég hef hvergi fundið eigna aukningu IBL. Hinir svokölluð fjármagnseigendur lifa kónga lífi þessa dagana eins og púkin á fjósloftinu.

Forsvarsmenn okkar kalla okkur hina forsmáðu fjármagnseigendur þegar við viljum sækja réttlæti en sá munur er að við þessi hópur fjármagneigenda ræður ekki yfir því fjármagni sem við eigum. Einn gáfusprotinn sagðri að hver maður ætti að meðaltali 15 000 000 í lífeyrissjóð en á hann það ég held nú síður ef viðkomandi geispar golunni þá hirðir sjóðurinn það og borgar hann erfðaskatt nei en er þó sennilega stærsti erfingi landsins fá afkomendurnir eitthvað nei er svarið en hafi viðkomandi geispað golunni þannig að greitt hafi verið einhverjum dögum of mikið þá er það rukkað svikalaust jafnvel þó að það hafi allt verið notað í lyfjakaup fyrir þann dauða áður en hann yfirgaf táradalinn.

Nei ég er ekki að ná þessu alveg en veit þó að ég er óreiðumaður í fjármálum alla vega segja fjölmiðlar, stjórnmálamenn og hálaunaðir vitringar úr mentakerfinu það og verð ég þá bara ekki að trúa því. Mér er þó varla alls varnað því að ég er að kaupa 12 000 000 jeppa hægri vinstri eða þannig sko það eru einhverjir aðrir að kaupa þá fyrir peninga sem teknir eru úr mínum vasa

Peningar verða nefnilega aldrei til úr engu einhver þarf alltaf að tapa og hér á landi eru það þeir sem reistu sér ekki hurðarás um öxl og borga daginn út og daginn inn af stökkbreyttum lánum sínum og eru kallaðir óreiðupésar að launum það eru þeir sem láta fé rakna til jeppa kaupa þessa daganna.

Hvað segir í kvæðinu "Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá" eða eitthvað svoleiðis

Sveiattan.

 

 

 

 


Bestalausnin

Þetta er besta lausnin til að dylja  skattheimtu það er dregið úr sorphirðu vegna minnkandi sorpmagns þannig að það hlýtur að sparast peningur en besta þykir samt best að auka álögur á borgarbúa enda gáfu þeir langbesta loforðið um að standa ekki við bestu loforðin, svo verður hægt að setja peninginn í eitthvað annað kannski menningar tengt eða þá til að launa kjörnum fulltrúum betur sín vanþakklátu störf.

Þessi aðgerð kemur síðan  verst niður á þeim sem verst eiga með að ýta tunnunum á móts við bestu sorpbílana en það er það besta við málið að það kemur ekki niður á þeim best stöddu heldur sennilega meir á þeim sem ekki eru best staddir.

Það verður síðan fróðlegt þegar vorar og ýtt verður út á göturnar þúsundum sorpíláta sem að standa í útsynningnum og vorhretunum á gangstéttum og taka síðan til við að fjúka um bæinn og ruslið dreifist um götur og torg og rúllandi tunnur mæta mönnum á Miklubrautinni nema náttúrulega að fólk mæti ekki í vinnu á sorphirðudögum heldur skipti liði og taki sér ekki frí vegna starfsdags í leikskólum heldur vegna rusladags til að passa tunnurnar en að mæta í vinnu er eitthvað sem að sumum þykir best að vita ekkert um enda vinna afburðaleiðinlegt fyrirbæri til að stunda að bestra manna mati. 

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta ekkert annað en eitt dæmið um aukna skattheimtu lélega stjórn ekkert aðhald og það að velta byrðunum yfir á borgarana í stað þess að leggja á sig að finna leiðir sem að hægt væri að fara án þess að stinga gírugum krumlunum í vasa sem að þegar eru orðnir tómir.

En í Íslenskum stjórnmálum og stjórnvisku er það alltaf besta lausnin eð taka pening frá fólkinu það er frá hinum ekki mér eða okkur.


mbl.is Um helmingur gæti þurft að borga meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lendum undir Kína með viðkomu í ESB

"Kaup Kínverja á spænskum ríkisskuldabréfum eru nýjasta dæmið um vaxandi hlutverk Kínverja við að tryggja stöðugleika innan evrusvæðisins, að mati blaðsins Wall Street Journal."

Eru Kínverjar að tryggja stöðugleika eða halda evruni uppi til að tryggja samkepnisstöðu sína og eru þeir ekki síðan enfaldlega að tryggja sér eignarhald á Spáni þeir eiga stærstan hluta af skuldum USA nú er það Evrópusambandið.


Svo voru menn að finna að Kína vegna mannréttindabrota hvað ætla menn að segja þegar að Kínverjar eiga þá orðið.

Við endum sennilega í Kínverska alþýðulýðveldinu með viðkomu í Evrópu ef við pössum okkur ekki


mbl.is Kínverjar hjálpa evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðal efnahagsaðgerðin.

Það virðist vera aðalefnahagsaðgerð velferðarstjórnarinnar að veifa séreignasparnaðinum framan í fólk sem ostur væri og við mýs.

Þetta er gert til að hægt sé að ljúga að hér sé hagvöxtur og í þeirri von að fólk noti síðustu aurana til að kaupa í matinn í velferðinni.

Það má ekki skattleggja séreignasparnaðinn því að það voru ekki þeir heilögu sem að stungu upp á því að gera það þess vegna er lausnin að hirða bara nógu mikið af liðinu þá verður það að taka út sparnaðinn og þá er hægt að skattleggja hann.

Þá geta stjórnvitringar sem virðast hafa týnt jarðsambandinu  skrifað hástemdar greinar um  réttlætið jöfnuðinn velferð og ástúðina í landinu þar sem að velferðin ríkir og sem er fyrir ofan Senegal í spillingu.

Já og mér lýst vel á tillöguna um að útrýma röðunum eftir mat með því. "Bara að breyta reglunum"

Auðvitað dettur engum í hug reyna að breyta ástæðunni fyrir röðinni það er of erfitt og kannski gætu einhverjir orðið af einhverju sem að einhverjir voru búnir að lofa einhverjum að einhver fengi  í einhvern vasa sinn einhvern tíma og þvi má engu breyta enda allt í góðu lagi við erum jú enn fyrir ofan Senegal svo að það er ekki enn á botninn komið.


mbl.is Heimild til taka út lífeyrissparnað hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eg var rændur í nótt.

Í nótt var farið um afrakstur vinnu minnar síðasta árs og undanfarinna ára ránshöndum, árið 2011 byrjar því á svipaðan máta og undanfarin ár. Ég á eftir að meta tjónið en sé það á næsta greiðsluseðli frá Íbúðalánasjóði. Ránshöndin sem fór um afrakstur vinnu minnar heitir vísitölubinding lána sem er aðferð uppfundin af mönnum til að færa eignir á milli hópa eftir forsendum sem að þeir búa til sjálfir. Fyrir þá sem hafa lífeyrissjóðslán hafa þeirra eigin sjóðir nú um miðnættið fært dágóða summu af efnahagsreikningi félagsmanna sinna yfir á sína eigin og framtíðin ein á síðan eftir að leiða það í ljós hvort að nokkuð af því næst til baka.

Af hverju set ég þetta hér þar sem fjallað er um hækkun á eldsneytisverði jú eldsneytisverð er í vísitölunni og allar hækkanir á því hækka lán okkar landsmanna og við skulum hafa í huga að þetta eru hækkanir afsakaðar með erlendum hækkunum við eigum enn eftir að sjá hækkanir af völdum stjórnvalda koma inn í eldsneytisverð.

2011 byrjar ekki gæfulega en frekar Íslenskt


mbl.is Eldsneytisverð hækkaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband