Kveikjum á kertum

„Við höfum síðan tekið ennþá lengra fram úr öðrum þjóðum eftir að Fjarðarál komst í fulla framleiðslu. Samt heimta hagsmunasamtökin ASÍ og SA að atvinnustigi í landinu verði haldið uppi með byggingu fleiri virkjana. Hvenær ætli orkuframleiðsla í landinu verði orðin nægilega mikil að mati þessara samtaka?“ segir Guðmundur á bloggi sínu

Hvað er að því að við notum mikla orku hér er dimmt góðan  hluta úr árinu svo við lysum göturnar okkar við kveikjum helling af jólaljósum við látum ljós loga í öllum herbergjum í skammdeginu og hvað með það. Að mínu mati er orkuframleiðsla nóg þegar við fullnægjum þeirri orkuþörf sem þarf til að halda uppi fullu atvinnustigi og framleiðum auk þess umframmagn sem dugir ef ein virkjun dettur út við skulum nefnilega ekki gleyma því að virkjanir geta bilað

Að mínu mati er hið besta mál að við notum mikið af orku það veitir yl og birtu ásamt því að skapa verðmæti og ég held að þjóðinni sé ekki of gott að hafa mikið af einhverju þjóð sem er að nálgast það að vera sú skattpíndasta í veröldinni býr við ofurhátt matarverð fáránlegt lánakerfi í formi vísitölutryggingar. Það er engin furða að þjóð sem byr við þær aðstæður sem að Íslendingar búa í dag vilji láta ljósin loga til að bægja burt myrkrinu.

Hvernig stendur á því ef við notum svona mikla orku sem hlýtur að skapa verðmæti að lífskjörum er ekki betur skipt í landinu og það undir stjórn velferðaraflana. Er það næsta stefnumál umhverfisráðuneytis að draga úr orkunotkun landsmanna með kolefnsskatti á vatnsorkuna til að pína Íslendinga til að fara að lesa við kertaljós aftur

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Mesta orkunotkun á mann í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Orkunotkun almennings og venjulegra fyrirtækja hér á landi er um 1/5 af heildarnotkun. Þó allir íslendingar myndu hafa öll ljósaseríur í gangi allt árið þá myndi það ekki hafa nein teljandi áhrif.

Það er stóriðjan sem er að drekka til sín alla þessa orku.

Sumarliði Einar Daðason, 12.1.2011 kl. 23:56

2 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Við getum verið hreykin af því að þetta mikla magn af orku sem við notum sé endurnýtanleg.

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 13.1.2011 kl. 02:13

3 identicon

Innilega sammmála bloggaranum hér, og og tek undir spurninguna hans. En svona annars Jóhannes B. þetta er hálf klúðurslegt hugtak sem þú sem að nota "endurnýtanlegt" í sambandi við orkuframleiðslu, það er engin orka endurnýtanleg í sjálfu sér, þú ert t.d. ekki að sömu orku og framleidd í fyrra og var notuð til einhverra hluta þá, aftur núna. Og jafnvel þar sem það hugtakið á rétt á sér, t.d. í ferli þar sem gömlum pappírskýrslum , hugsanlega upprunnum í Umhverfisráðuneytinu , væri breytt í skeinipappír , þá værir þú ekki að endur nýta gamlar tuggur úr því ráðuneyti, heldur bara efnismassa pappírsins sem var ,(hugsanalega "illa" eða að óþörfu) notaður til að koma einhverjum tólgarkerta boðskap úr þeirri áttinni á framfæri.

Og þó svo að haldi að ég skilji vel hvað þú ert að fara ( og sé sennilega sammála því ), þá er ég ekki að hnýta í það, ég er bara að agnúast út í að það fylgir smá hugsanaskekkja þessu orði þegar það er notað á þennan hátt, og mælast til að með að það sé reynt ð sleppa við að nota þetta orðskrípi svona.

En það er annars fyndið að ef uplýsingafulltrúinn Guðmundur Hörður Guðmundsson skammstafaði nafnið sitt á eftirfarandi hátt "GHG" myndu flestir sem eiga engilsaxnesku að móðurmáli álíta að þar væri á ferðinni " Green House Gas ". ( ég gat ekki stillt mig um hetta ) sem mun vera samheiti yfir lítinn hóp lofttegunda af ýmsum uppruna , eins og t.d. þesa sem má finna smávegis af í loftinu sem lungun á þér skila frá sér eftir notkun ( við útöndunina ) og sumir fá martraðir af að heyra minnst á.

Bjössi (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 06:48

4 identicon

það var smá klúður hjá mér í fyrri athugasemd , þá vantar aftan á eina setninguna  hjá mér , þar sem ég sagði

" .... Og jafnvel þar sem það hugtakið á rétt á sér, t.d. í ferli þar sem gömlum pappírskýrslum , hugsanlega upprunnum í Umhverfisráðuneytinu , væri breytt í skeinipappír , þá værir þú ekki að endur nýta gamlar tuggur úr því ráðuneyti, heldur bara efnismassa pappírsins sem var ,(hugsanalega "illa" eða að óþörfu) notaður til að koma einhverjum tólgarkerta boðskap úr þeirri áttinni á framfæri.... " 

átti að standa

"Og jafnvel þar sem það hugtakið á rétt á sér, t.d. í ferli þar sem gömlum pappírskýrslum , hugsanlega upprunnum í Umhverfisráðuneytinu , væri breytt í skeinipappír , þá værir þú ekki að endur nýta gamlar tuggur úr því ráðuneyti, heldur bara efnismassa pappírsins sem var ,(hugsanalega "illa" eða að óþörfu) notaður til að koma einhverjum tólgarkerta boðskap úr þeirri áttinni á framfæri,  á orðið háfilla við , ég mæli eindregið með að það sé ekki notað  þennan hátt, "

Bjössi (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband