Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Þökk sé ESB og Valgerði líka ef ég man rétt

Þessa reglugerð og kostnaðarauka má þakka ESB og viljugum Íslenskum stjórnmálamönnum sem inleiddu tilskipun sem að við hefðum ekki þurft að innleiða Framsóknarmenn eiga mikla sök hér
mbl.is Gríðarleg hækkun á raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða almennings.

Um  hvaða almenning er verið að ræða þá fáu almenninga sem að fengu mest allar innistæðutryggingarnar eða almenningana í þinghúsinu eða þá útrásaralmenninginn sem að sennilega náði að flytja sitt fé úr landi og þarf audda að fá það vel ávaxtað núna.

Það er ekki verið að ræða um almenningana Jón og Gunnu eða vernda þá hér.

"Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það skyldu FME að stuðla að virku og öruggu kerfi og þessi tilmæli séu liður í því. Þegar árekstrar sem þessir komi upp sé mikilvægt að vinna í þágu almannahagsmuna"

Hvað með skildu þessa apparats að sjá til að lögum sé fylgt var það ekki vegna aðgerðarleysis þessa sömu aðila sem lögbrotið viðgekkst.

Um hvaða almannahagsmuni er verið að ræða. Ekki mína ég er  ekki með gengistryggt lán heldur verðtryggt en það er ekki mínir hagsmunir að réttlætið sé tekið frá samborgurum mínum til að gera óréttlætið sem ég þarf að bera eitthvað skárra.

Almannahagsmunir hverjum dettur þetta bull í hug þjóðin veit alveg hvað er hér að baki við könnumst flest við gamla málshætti eins og til dæmis

Æ sér gjöf til gjalda.

 


mbl.is Í þágu almannahagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er matarverð í Danmörku 35% hærra en á Íslandi ?

Hér eru nokkur atriði í fréttinni sem að vekja athyugli mína.

"Verð á matvælum á Íslandi var hlutfallslega 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins"

"Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins"

"Í könnuninni nú var verðlag hæst í Noregi, 54% hærra en meðaltalið, í Danmörku 39% hærra og í Finnlandi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands"

Samkvæmt þessu er matarverð  ca 16 % hærra í Finnlandi 35% hærra í Danmörk en hér á landi athyglisvert þó ekki sé meira sagt var það ekki Sölvi Helgason sem sagði að það væri hægt að reikna barn í konu. Hvernig væri að reikna þetta í einhverju sem virkar hamborgaravísitölu eða vinnustundum.

 


mbl.is Lítill munur á milli Íslands og ESB verðlags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð þögn.

Ég er búin að skanna fjölmiðlana og leita að einhverju meira um borgarafundin í kvöld en ekki stafur á vefmiðlunum. Afhverju ???

Blessaðir rafbílarnir.

Það er að mínu mati oft gripið til einhvers til að dreifa athygli frá öðrum atriðum svo finnst mér vera um raunin þegar farið er að tala um að rafbílavæða Reykjavík hvernig á almenningur sem að Gylfi ætlar að arðræna vel og vandlega hvernig á sá almenningur að hafa efni á að rafbílavæðast á tíu árum. Síðan gleymist eitt það er skattheimtan á eldsneyti.

Halda virkilega einhverjir að þegar tíundi hver bíll verði orðin rafbíll að ríkið þurfi ekki að bæta sér upp tekjutap og það verður gert með þungaskatti því að rafbílar slíta götunum líka. Það er því ekki hægt að reikna með því að rekstrarkostnaður svona bíls verði einungis bundin raforku verði og síðan auðvitað vill OR að rafbílar verði sem flestir því þá selja þeir orku og við vitum að þeir ætla að hækka orkuverð. Eru flestir búnit að gleyma þungaskatti á díselbíla og eilífum mælaaflestri og athugun bifreiðaeftirlits út um allt land á vegmælum díselbíla.

Rafbílavæðing er af hinu góða það sparar gjaldeyri og er endurnýjanleg orka en mér finnst það draumórar að láta sér detta í hug að það verði hægt að miða rekstrarkostnað svoleiðis bifreiðar einungis við orkuverð. Ég mæli með því að menn krefji ríkisvaldið um svör við því hvaða skattlagningastefnu á að móta á rekstur slíkra bifreiða og OR svari því hver verður gjaldskrár stefna þeirra annars er hætt við að margir gætu lent með eignir sínar í þvinguðu söluferli áður en þá varir.


mbl.is Starfsmenn OR vilja áheyrnarfulltrúa í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

???

En hvað um fórnarlömb fjármálastofnanna og aðgerðaralausra pólitíkusa. Hvar er td fjármagn til húsnæðisúrræða þeirra sem vörslusviptingarmenn hafa svipt húsnæðinu. Eiga þau fórnmarlömb þeirra engan rétt.

Ég bara svona spyr


mbl.is Um 800 milljónir vegna eldgosanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vekur mér furðu.

Það vekur mér furðu þetta tal um að flokkurinn sundrist vegna þessarar ályktunar. Það er aldrei talað um að hann gæti sundrast ef ákveðið hefði verið að fylgja ESB umsók. Er það þá vegna þess að andstæðingar ESB bera meiri virðingu fyrir lýðræðinu og fylgja þeim niðurstöðum sem að fram koma í lýðræðislegri kosningu. Eða eru fylgismenn ESB frekari en andstæðingar þess. Ekki veit eg það en það er alltaf talað um heimsendi ef einhver stendur í lappirnar gegn því batteríi en aldrei minnst á að niðurstöður í hina áttina gætu líka þýtt klofning og læti. Mér finnst það skrýtið og vera svolítið hlutlægt það skildi þó ekki vera Evrópuhalli í fjölmiðlunum
mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að níðast á millistéttinni er stefna VG.

Ég kalla það að níðast á millistéttinni Steingrímur kallar það að vinna orrustu

Í fréttinni er haft eftir fjármálaráðherra.

"Til að bæta stöðu ríkissjóðs þá hefði skattkerfinu verið breytt. Tekinn hefði verið upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem álögur á þá sem hafa laun undir 260 þúsund á mánuði hefðu verið léttar en skattbyrði aftur verið aukin á millitekjuhópa auk heldur sem hátekjuskattur hefði verið tekinn upp að nýju.

„Ég tel að við höfum unnið þessa orrystu í skattamálum algjörlega. Hún er í samræmi við okkar pólitík.“

Ég man ekki betur en að VG ætlaði að beita sér fyrir því að hinir efnameiri bæru þyngri byrðar. Það er nú ljóst að það samrýmist stefnu VG að níðast á fólki með yfir 260 000 kr í mánaðarlaun og það er í samræmi við stefnu VG að níðast á millistéttinni það er þeirra forusta og hún algjörlega unnin ef að trúa má orðum formannsins enda trúi ég honum. Ég og aðrir þeir sem hafa millitekjur í þessu landi höfum orðið áþreifanlega vör við fagnaðarerindið.


mbl.is Koma þessum draug frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttir manni lífið.

Verði Pétur kosin formaður þá léttir það manni lífið enn meir þá þarf maður ekki að hugsa einu sinni um það að greiða atkvæði sitt til Sjálfstæðisflokksins. Vegna þess að ég man enn eftir skoðunum hans um fé án hirðis ég man en eftir orðum hans um fólkið sem setti landið á hliðina með því að sýna óábyrga hegðun og kaupa sér flatskjá. Ég sé líka vel ást hans til fjármagnseiganda þó ég sé ekkert á móti því að menn elski þá. Þeir eiga bara að fara að lögum eins og við hinir.

Það er eitt sem að gæti breytt þessari skoðun minni. Það er ef Pétur lýsti því nú yfir að hann muni sækja þá til saka sem að margítrekað brutu lög með því að veita ólögleg lán, að þeir sem stunduðu ólöglega vörslusviptingar verði kærðir fyrir þjófnað og að hann muni beita sér fyrir því að nöfn þeirra 100 einstaklinga sem fengu hæstar greiðslur vegna innistæðutrygginga verði birt. Það á jú að vera gagnsæi í því hvernig fé okkar skattborgaranna er eitt. Mér leikur líka hugur á að vita hvort að það gæti verið að þar leyndust nöfn sem komu að lagasetningunni um það að bjarga hinum sömu innistæðum og voru þar af leiðandi vanhæf til að fjalla um málið.

Það er ekki það að ég telji núverandi forustu svo góða heldur það að ég tel að Pétur hafi það á móti sér að hann er of merktur af ást sinni á þeim á fjárhirðum hann er nokkur konar postuli fjármagnsins. Hann má þó eiga það að hann hefur ekki en afneitað því og stendur því skör framar nafna sínum sem afneitaði frelsara sínum kvöld eitt í Jerúsalem. Hann stendur því sem klettur í hafinu en það vill bara svo til um þessar mundir að brimalda alþýðunnar er búin að fá nóg af svona klettum í innsiglingunni til hinar nýju hafnar og vill þá burt.

En eins og segir að ofan þá léttir þetta manni lífið og nú sem stendur þá sæi ég ekki neina ástæðu til að fara á kjörstað á Íslandi til að ljá mannvali því sem heldur að það sé til forustu fallið atkvæði mitt.

 


mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun fjármagnsins.

Það er orðið lýðnum ljóst hver hin eina sanna forgangsröðun er og einnig hve fljótt valdið spillir fólki og hinir mætustu menn tala þvert á það sem að þeir sögðu áður. Ég var að lesa ræðu Gylfa sem að hann hélt á Austurvelli í vetur mér finnst hún og það sem síðan hefur skeð vera gott dæmi um það. Síðan hef ég miklar áhyggjur af Alþjóða áhyggjusjóðnum það getur ekki verið hollt að hafa svona miklar áhyggjur þeir hafa áhyggjur af Icesave og bönkunum og svo miklu fleiri málum en þeir eru alveg lausir við að hafa áhyggjur af fólki sem er kannski gott þegar að a annað borð menn eru svona áhyggjufullir. Ég held við ættum bara að létta þeim lífið og gefa þeim spark í afturendann og senda þá yfir Atlandsála þeir hafa svo sem lítið gert hér annað en að hafa áhyggjur að óþarfa. Síðan hefjum við tiltektina og til þess þarf að skipta um hreingerningaliðið það kann ekki að halda á tusku eru eiginlega öll hálfgerðar dulur.
mbl.is AGS hefur áhyggjur af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband