Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ég er ósammála

Ég er ósammála Al Gor og öðrum heimsenda spámönnum sem að spá heimsendi fyrir góða þóknun. Enda er ég þannig gerður að ég efast alltaf um spámennsku þegar hagnaður hangir á spýtunni og svo er í mörgum tilfellum öfgaspádóma um loftslagshlýnun að mínu mati.

En það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér og mér mun þá refsað með því að sökkva í Atlandshafið sem hækka mun um einn metir fyrr en varir. (þó er athyglisvert að Al keypti sér hús á sjávarbakka) Það sem ég meina að mér verður þá refsað fyrir skammsýni mína þegar ég svamla út frá landinu sem fer í kaf bót í máli er að þá verður sennilega ef spámenn hafa rétt fyrir sér bara þægilegt að synda hér vegna hita.

En ég geld fyrir fávisku mína ef það er fáviska að trúa ekki á það að maðurinn sé þessi stór orsaka valdur í hlýnun jarðar.

Mér er aftur á móti spurn hvort að heimsenda spámennirnir gjaldi fyrir það ef skoðanir þeirra eru rangar. Ef svo færi að það myndi koma í ljós að maðurinn er enn bara maur í alheiminum og ekki fær um að breyta neinu svo að nokkru nemi. Segjum að það komi í ljós að fyrri spádómar voru réttari og það er að koma Ísöld og að hin raunverulega hitastjórn jarðar er sólin.

Ættu þá ekki þeir sem hafa jafnvel valdið hungri hækkandi matvæla verði og öðru sem valdið hefur mannfólki þjáningu vegna ákvarðanna tekna á röngum forsendum sem að þeir töldu fólki trú um að væru réttar.
 Ættu þeir ekki einhvernvegin að bera ábyrgð á því ef að þeir hafa rangt fyrir sér myndi það ekki gera umræðuna ábyrgari og menn ekki eins yfirlýsinga glaða.

Ef ég man rétt þá er ég búin að lifa að minnsta kosti þrjú endalok móður jarðar og við erum enn hér bæði tvö það er ég og jörðin. 


mbl.is Gore segir örlagastund nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslæmt

Þetta er arfaslæmt mál og allt að því skelfilegt því að þó að þessi pest verði vonandi ekki mannskæð þá kemur hún sennilega til með að hafa stór áhrif á ferðamennsku þetta sumarið ef hún breiðist hratt út. Hún gæti gjöreyðilagt afkomu ferðaþjónustu þetta árið ef settar verða á ferðatakmarkanir á næstu mánuðum.
mbl.is WHO hækkar viðbúnaðarstig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reddar ESB atvinnuleysinu

Auðvitað vilja stjórnmálamenn í ESB það opnast möguleikar á tugum ef ekki hundruðum nýrra starfa sem hægt er að planta í þeim sem að þarf að forða frá því að vinna við framleiðslu störf og aðra gjaldeyrisskapandi vinnu. Launakostnaður þeirra verður svo bara enn einn pakkinn sem lendir á baki þeirra sem reyna að skapa gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið. Eða þannig lýtur þetta út fyrir mér. Því það er óskiljanlegt að umsókn um ESB og evru leysi öll okkar mál það breytist ekkert við erum jafn skuldug jafn fá búum enn á sama stað það er eitthvað annað þarna á bakvið svona eins og öngullinn sem falin er bak við beituna. Það gerir enginn eitthvað fyrir ekkert ekki ESB frekar en aðrir einhverstaðar er svarti Pétur í þessu öllu saman.
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standa við stóru orðin

Bendi á að það er ekki nóg að vera svokallaðir sigurvegarar kosninganna. Fyrir kosningar voru öll vandamál auðleysanleg og mest lá á að fjalla um greiðslur til manna. Nú eftir kosningar virðist vígahamurinn vera að fara af mönnum. Við sem að ekki aðhyllumst stefnu hinna svokölluðu sigurvegara kosninganna eigum heimtingu á því að þeir standi við stóru orðin. Vega þess að þeir með sigri sínum komu í veg fyrir þá möguleika sem að við sem töpuðum teljum að henti betur.
mbl.is Atli: Atvinnuleysið er þjóðarböl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

37% fylgi við ESB

Samfylkingin 29,7 Bogaraflokkurinn 7,2% þetta er hinn mikli sigur Evrópusinna að mínu mati.
Fyrir kosningar sögðu vitringarnir að ESB stefna Framsóknar með sínum skilyrðum jafngilti því að flokkurinn væri á móti ESB. VG eru á móti ESB og Sjálfstæðiflokkurinn líka þannig að 63% þjóðarinnar er á móti samkvæmt þeirri skilgreiningu og skiptir litlu máli hvað margir sameiningar sinnar eru dregnir í Evrópusilfrið þá tala þessar tölur fyrir sig sjálfar.
Það er greinilegt að þjóðin hefur sagt sitt álit og ef að það er staðreynd að allir eurokratar Sjálfstæðisflokks hafi farið og kosið Samfylkinguna þá eru þeir nú ekki mjög margir. Því er engin ástæða fyrir VG að láta neitt undan eða Sjálfstæðisflokk að breyta stefnu sinni og hvað þá Framsókn að slá nokkuð af sínum kröfum. 

Síðan leikur mér enn einu sinni hugur á að vita hvað ætlar Samfylkingin að gera ef þjóðin segir nei hvert er þá mál B hjá henni til að bjarga okkur og líka hver er áætlun B ef að umsókn og aðildarviðræður leiða ekki til þessa stórkostlega efnahagsbata sem á að skella á um leið og þær hefjast.


mbl.is Stranda ekki á Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vont mál

Það virðist sem að Danir eigi í síauknum erfiðleikum með að hemja glæpagengi og eru fréttir af skotárásum þar í landi að verða alltof algengar. Þetta er synd vegna þess að Danmörk hefur verið í fararbroddi í velferð og umburðarlyndi. En kannski hafa þeir verið of umburðarlyndir og eru að súpa seiðið af því í dag. Það er mikið vitnað í hin norrænu velferðarmódel hér á landi þessa dagana þau byggjast á velferð og samhjálp en þau eru norræn velferðar módel vegna þess að velferðin og samhjálpin byggir á norrænum hugsunar hætti og hefðum. Þessa hugsunar  hætti og hefðir þurfum við að standa vörð um í sífellt vaxandi alþjóða væðingu og samþættingu heimsins.
mbl.is Mótmælt á Norðurbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurvegarar kosninganna

Sigurvegari kosninganna er ekki Samfylking heldur VG þeir bættu sig vel og óska ég þeim til hamingju með það þó ég sé ekki fylgismaður þeirra.
Því er það augljóst að næstu stjórn ætti Steingrímur að leiða.  Síðan hefst nú hin seinni barátta og það er gegn inngöngu í ESB það hefur ekki komið fram í umræðunni allavega er því ekki haldið á lofti að það er meirihluti þjóðarinnar sem er á móti svo ef að Framsókn vill fremja pólitískt harakiri þá berst hún fyrir inngöngu. Enn er nefnilega meirihluti þjóðarinnar með trú á sjálfan sig trúir því að með samstöðu og vilja komumst við yfir vandamálin. Það er bágt að leiðtogarnir hafi ekki sömu trú á sjálfum sér eða þjóðinni.

En nú er kosningum lokið til hamingju þeir sem komust inn. Munum síðan að menn verða dæmdir af efndum og verkum sínum en ekki loforðum sem oft vilja gleymast.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjört áhrifaleysi

Það sem Kristján Vigfússon segir um algjört áhrifaleysi Íslands er athyglisvert og fólk ætti að lesa það vel.

Auðvitað verður það notað sem afsökun fyrir umsókn að þá fáum við að ráða einhverju. En er ESS samningurinn ekki samningur ríkja um samstarf og er það samstarf að áhrifaleysi Íslands er algjört?.

Síðan fannst mér alveg vanta eins spurningu i nótt hvað ætla ESB flokkarnir að gera ef þjóðin fellir ESB segja af sér mér findist það rökrétt því að þá er það yfirlýsing um að þeir hafi miskilið umboð sitt sem er það að endurreisa landið en ekki að koma því undir yfirþjóðlegt vald.


mbl.is Óljóst með samþykkt ESB-laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kvöldi kosninga dags

Þá styttist í að maður setjist yfir sjónvarpið og láti spennuna taka völdin í tilefni dagsins ætla ég að brjóta á aðhaldinu í umbreytingunni í Nýja Jón og fá mér snakk og smá lögg svona wisky lögg enda er margt í vínskáp mínum komið á síðasta söludag. Kannski ég opni flöskuna sem að ég fékk í fertugs afmælisgjöf hún telst orðið til eðalvína í dag eða á ég að geyma hana og selja til að lifa af vinstri stjórnina. Við sjáum til læt vita af því á morgun hver niðurstaðan verður.

Meðan ég keyrði á kjörstað og var að gera upp hug minn þá varð mér hugsað til þess að í kosningabaráttunni hefur lítið verið fjallað um Ísland hvernig við viljum vernda sögu okkar og arfleið og þau gildi sem að hér hafa verið öldum saman. Kosningabaráttan hefur að mestu snúist um rökræðu um að eina björgunin sé í því fólgin að kasta öllu á glæ og flýja undir yfirþjóðlegt vald.

Mín skoðun erð að það vantar greinilega Íslandssinnaðan hægri flokk flokk (það er víst skammarlegt í dag að  nota orðið þjóðernissinnaðan) sem að vill efla það sem Íslenskt er standa vörð um arfleiðina menninguna og um leið frelsi þegnana frá helsi ríkisafskipta. Það vantar flokk sem að setur Ísland ofar sjalfum sér. Með því að gera það setur hann einnig fólkið í forgang. Það er nefnilega tóm vitleysa að hér hafi ríkt einhver frjálshyggja það sem hér skeði var einkavinavæðing ef hér hefði ríkt frjálshyggja hefðu bankarnir einfaldlega farið á hausinn á eigin ábyrgð.

Ég tel að það sé í þessu sóknarfæri ég er tilbúin að fullyrða það að ekki eru 4 ár til næstu kosninga því tel ég að allgóð nýsköpun gæti verið fólgin í stofnun hreyfingar af þessu tagi sem að setur hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum og skammast sín ekkert fyrir að halda í gömul gildi sem eru jú undirstaða menningar vorar í dag. Einhver flokkana gæti líka einfaldlega fært sig til á skalanum og hætt þessu miðjumoði og fært sig til hægri og tekið upp mótvægisstefnu við VG sem að eru sennilega eini flokkur landsins í dag þar sem að fólk veit hvað það er að kjósa ef það kýs hann. Þó virðist ilmurinn af steikinni eitthvað geta afvegaleitt hið besta fólk miðað við hvernig ísköld afstaða þeirra til ESB er að þiðna.

Meira síðar nú ert tími til að horfa á imbann og ef einhver heldur eftir að hafa lesið þessi orð mín að eg hafi stolist í að opna eðalvinið þá er það ekki rétt.

Óska öllum flokkum til hamingju með sigurinn því þegar við heyrum í talsmönnum þeirra á eftir eru þeir allir sigurvegarar að eigin mati. Það góða í pólitík er nefnilega að engin tapar.


Influensa

Það skyldi þó ekki hafa verið heilsufræði sem úthýsir svínum viða í trúarbrögðum. Aðferð til að koma þekkingu áfram til afkomenda trúarbrögð eru jú að miklu leiti handbók um lífið þegar búið er að taka síðari tíma vibætur stjórnvalda út úr þeim. Þetta er hinsvegar grafalvarlegt mál ef veikin er komin upp í New York þá er hollt að muna að það er beint flug þaðan og hingað. Væri gott að heyra í kvöldfréttum að sóttvarnarlæknir sé komin í viðbragðsstöðu
mbl.is Mikill viðbúnaður hjá WHO vegna svínainnflúensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband