Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Margföld skattahækkun

Bið forláts á þessari blogg leti sem hefur heltekið mig en sennilega er mín nú ekki sárt saknað en nú skal taka til hendinni aftur og hætta að hanga á Fésinu.

Tilefni mitt núna er skatturinn í útreikningnum koma fram greiðslur til Rúv um 17000 kr ef ég man rétt þá var rukkað fyrir Rúv fjórum sinnum á ári síðast um 8000 kr semsagt ca 32000 kr á heimili. Nú þekki ég til á heimili þar sem eru fjórir einstaklingar sem að nú bera útvarpsgjöld tveir í skóla einn atvinnulaus  og einn með vinnu.  Skattheimta af þessu heimili fer úr 32000 kr á ári í  i ca 68.000 kr á ári.

Mér er spurn hvað hækka tekjur Rúv við þetta og annað fær Ruv þetta allt eða ætlar ríkið að ganga í þetta eins og hinn leyniskattinn sem við greiðum alltaf fyrsta ágúst og heitir gjald í framkvæmdasjóð aldraðra sem að nú þurfa að greiða tekjutengda húsaleigu sem tekin er fram fyrir framfærslu og samsköttun hjóna 

 


kynleg hagstjórn

Má ekki bara einbeita sér að einhverri hagstjórn svona til að byrja með áður en menn fara út í flóknari hluti
mbl.is Boðar kynjaða hagstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar til að vita

Írar segja að þeir séu ekki í neinni hættu af því að Seðlabanki Evrópu stendur á bakvið þá. Mig langar til að vita eitt og yrði þakklátur ef einhver fróður einstaklingur uppfræddi mig.

Ef Seðlabanki Evrópu lánar Írum ótakmarkað fé þurfa þeir þá ekki að borga það til baka aftur ?

Ef þeir þurfa ekki að borga það aftur hvernig fjármagnar þá Seðlabanki Evrópu sig.


mbl.is Segir samlíkingu við Ísland fáránlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ vekur furðu mína

Það er mikið að ASI apparat launamanna vaknaði loksins af blundinum og sagði skoðun sína á gjörningi sem að hefur verið í fréttum síðustu daga.
Mér hefur fundist undanfarið að þetta  batterí hafi algjörlega misst sjónar á tilgangi sínum sem er að vinna fyrir verkafólk i landinu.
Hlutverk ASI er ekki að bergmála skoðanir Samfylkingarinnar hvorki í Evrópu málum eða öðru Hlutverk ASI er að gæta hagsmuna launafólks gagnvart atvinnurekendum á Íslandi. 
Það eru stórlega skiptar skoðanir milli meðlima ASI um ESB aðild og svona breiðfylking á að halda sig frá því að taka stöðu með hluta félagsmanna gegn öðrum félagsmönnum sem eru annarrar skoðunar.


mbl.is Forseti ASÍ lýsir furðu á arðgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta í lagi

Ég er latur við að blogga þessa daganna ekki að það sé neitt að ske heldur frekar vegna þess að ég held að það megi passa sig á að sogast ekki inn í þunglyndis hringiðu þá sem að heltekur okkur Frón búa nú um stundir. Eitt hefur þó ýtt við mér sem að telst til góðrar frétta en það er arðgreiðsla Granda til eigenda sinna það er þá ekki allt á hvínandi kúpunni hér.

Enn hvernig stendur á því að menn eru svo lokaðir á þessum tímum að þeir greiða sjálfum sér arð í þessu hlutfalli það kom í fréttum að þetta hefði dugað til að  borga starfsmönnum Granda laun í átta ár og þetta er eins árs arðgreiðsla. Men fara hér um fjöll og hæðir í að tala niður stóriðju en þó borguðu álverin sem berjast mega við fall á mörkuðum starfsmönnum sínum launauppbætur um síðustu áramót. Það skildi þó ekki vera að erlendir auðhringir hugsi betur um Íslenska alþýðu en Íslenskir kvótaeigendur. Hvað finnst  ykkur það hvarflar að mér.

Ef að þessi arðgreiðsla jafngildir 8 ara launum starfsfólks eins og sagt var í fréttum þá fyndist mér að það væri réttlátt að starfsfólk fengi 1/8 af arðinum í sinn hlut fyrir vel unnin störf um það gæti myndast sátt. En ef að það fara að berast fréttir um stórfelldar arðgreiðslur fyrirtækja núna á vordögum er ég hræddur um að það gæti rofið friðinn.

Ég spyr svo bara hvar er ASI núna er það ekki fært um neitt nema að álykta um inngöngu í ESB 

Tek það framm að mér er sama þó menn hafi arð af fyrirtækjum sínum en mér finnst ekki ástæða til að gefa eftir samninga til þetta vel stæðra fyrirtækja.


Kyrrstaða

Kyrrstaða er engin framþróun lífríki þróast og breytast hvernig ætla menn að halda því fram að líffræðilegur fjölbreytileiki hafi minnkað hér með innflutningi allra þeirra nýju tegunda sem hingað eru komin af fjölmörgum gerðum og tegundum.


Svo er annað sem er stórhættulegt móður jörð og þróunn náttúrunnar það er hvernig einhver hliðarflokkur mannapa að heldur að hann sé þess umkomin að ákveða hvað er rétt og rangt fyrir heila jörð að hann einn eigi að hafa allt um það að segja hvernig þróunin er. 

Kannski er það bara hluti af eðlilegri þróun að fjölbreytileiki minnki eða aukist það hlýni eða kólni og það verður jafn eðlilegur hluti þessarar þróunar þegar þar að kemur og jörðin náttúran og hin endalausa þróun ákveða að nú sé tími þessarar apategundar lokið á jörðinni. Og innan 1000 ára eftir að tíma hennar líkur verða öll ummerki um hana horfin eða svo til.


mbl.is Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er jafnræði tryggt.

Mér hefur orðið hugsað til þess undanfarið þegar að fréttist að bankar séu að leysa til sín eða endurfjármagna stór fyrirtæki hvort að jafnræðis sé gætt. Nú eru til dæmis að koma fram útboð þá eru þeir sem að bjóða metnir samkvæmt greiðslu sögu og fjármagnsstöðu. Hver stendur þá vörð um þau fyrirtæki sem að sýnt hafa fyrirhyggju og eru enn á floti með herkjum þrátt fyrir allt of háa vexti.

Segjum að fyrirtæki A og B séu í sama rekstri fyrirtæki A lenti í uppsveiflunni var selt nokkrum sinnum og eigið fé þess mjólkað og sent til Timbuktu í dag er það komið i nokkurskonar gjörgæslu og endurfjármögnun hjá arftaka bankans sem að lánaði fyrir hrunadansinum.

Fyrirtæki B barðist áfram var aldrei selt enda fékk það aldrei lán nema í formi yfirdráttar eða skammtíma lausna en hefur samt haft þetta af. Þetta fyrir tæki nær enn að standa í skilum við bankakerfið og sama banka og fyrirtæki A skiptir við en er þó þungt haldið af háum vöxtum og þeirri staðreynd að lánafyrirgreiðsla til þess taldist aldrei eðlileg. 

Nú er boðið út verk sem bæði þessi fyrir tæki bjóða í fyrirtæki A sem þekkt var á uppgangs tímanum fyrir að bjóða langt undir kostnaðarverði í verk og fá þau og fyrirtæki B sem að yfirleitt var með verð rétt um kostnaðarverð.

Hvað er líklegt að skeði hvort ætli fyrirtæki A eða B bjóði lægra og ef að þau væru jafn há er þá ólíklegt að bankinn myndi frekar gæta hagsmuna þess fyrirtækis sem að þegar er komið í hans vörslu og endurreisn.  Ég held það og ég myndi gjarnan vilja fræðast um það hvernig menn hafa hugsað sér að standa vörð um jafnræði fyrirtækja núna þegar að má búast við að stór hluti þeirra verði í raun ríkisrekinn. 

Hvernig á síðan að velja hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki deyja ætti til dæmis ekki hlutfall innlendra starfsmanna að skipta máli eiga fyrirtæki sem að segja upp innlendum starfmönnum en halda erlendum nokkurn rétt á hjálp í formi peninga sem teknir eru af sameiginlegum forða landmanna. Mín skoðun er að svo sé ekki.


Þetta er ekki rétt

Ég er á móti kynjakvótum í hvaða átt sem að þeir virka. Þetta voru valdir hæfustu einstaklingarnir og þeir eiga að fá að njóta þessa stuðnings annað er skrumskræling á lýðræði. Nú er kvennabyltinginn farin að éta börnin sín


mbl.is Siv efst í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið sem flýr land.

Það dynur á okkur núna að unga fólkið muni flýja land Fólk með langa háskólamenntun muni flytja hér burt í umvörpum. Ég er ekki alveg sammála þessu og hvers vegna.

Hingað hafa komið aðilar frá útlöndum sem bjóða fólki flýtimeðferð á atvinnuleyfum vinnu fyrir maka og önnur góð boð vilji viðkomandi flytja til Kanada til dæmis eða Noregs. Eftir hvaða fólki er verið að sækjast jú iðnmenntuðu fólki fólki með réttindi í faggreinum ég sé ekki að það sé mikið verið að sækjast eftir löglærðum eða fólki með menntun á viðskipta sviði. 

Það er því mun meiri hætta á  landflótta miðaldra karlmanna frá landinu vegna þess að í þeim hópi eru flestir þeir sem faglærðir eru hér á landi. Það hefur ekki verið í tísku að læra iðn eða stunda störf sem að krefjast handþvottar eftir vinnu hér á landi síðustu árin. Það er síðan líklegt að fólk í námi snúi ekki heim á næstunni en við skulum hafa í huga að það er kreppa úti líka og sömu vandræði herja þar að miklu leiti.

Ég tel því mun meiri hættu á skorti á iðnaðarmönnum hér í framtíðinni heldur en fólki með langskólamenntun og að það verði mun meira vandamál að fá gert við vaskinn hjá sér heldur en að fá einhvern til að lögsækja náungan.


Fjallið tók jóðsótt

Var ekki einhvertíma sagt að fjall hefði tekið jóðsótt og út komið lítil þúfa. Mér finnst ekki mikið til þessa frumburðar vinstri manna koma. Segi eiginlega eins og börnin er þetta jókur?
mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband