Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
15.2.2009 | 21:07
Hefur þetta ekki heyrst áður
Ég fletti mér til gamans alveg aftur til ráðherratíðar Sighvats o jú þetta hefur heyrst oft áður og ef það hefur virkað í öll skiptin þá er svo komið nú að hér er engin lyfjakostnaður heldur lyfjainnkoma en sennilega hefur sparnaðurinn ekki virkað en þetta hljómar bara svo vel og virðist í fljótu bragði ekki lenda á neinum
Ein spurning frá því að ég hætti á bleyju (það er hafði aldur til að hlusta á útvarp) hefur aldrei mátt breyta neinu ekki einu sinni málningu á hurð í heilbrigðisgeiranum án þess að það verði allt vitlaust. Nú er þögn eins og í kastalanum eftir að Þyrnirós stakk sig á snældunni.
Hver verður prinsinn sem vekur upp andófið aftur það skildi þó ekki vera prins Ögmundur þegar að næsta ríkisstjórn tekur við og Ögmundur tekur aftur við formennsku í stéttarfélagi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum.
Lyfjaútgjöld lækka um milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2009 | 11:55
Hverju var verið að mótmæla.
Hverju var verið að mótmæla þarna seint að kvöldi og fram á nótt hélt að þegar verið væri að mótmæla einhverju þá væri reynt að skilgreina hverju væri verið að mótmæla og velja stað og stund samkvæmt því.
Mér þætti vænt um að mótmælendur hættu að kveikja elda í miðbænum heilu miðbæirnir hafa brunnið til kaldra kola út af einni rakettu, mér þykir vænt um samborgara mína í miðbænum og vill ekki að líf þeirra sé lagt í hættu að óþarfa.
Það er einnig sérstakt að þarna hafi einungis verið 100 mans segjum 200 á þeim tíma þegar þúsundir manna eru niður í bæ að skemmta sér. Það ætti að sína skipuleggjendum mótmælana að hinn almenni borgari hefur meiri áhuga á að drekka sinn lager inn á öldurhúsi en að berja ljósastaur með sleif.
Mín skoðun er sú að mótmælendur séu orðin eins og þeir sem þau mótmæla það er þekkja ekki sinn vitjunartíma það er snilld að stökkva af hestinum á réttu augnabliki en það er með þau eins og DO og JBH þau fara yfir hæðina og niður í öldudalinn í staðin fyrir að hætta á hátindinum sem að var fall stjórnarinnar annað kemur síðan að sjálfu sér.
Með því að reyna að koma af stað hér mótmælum í anda Grískra næturmótmæla eru þau einfaldlega að vinna gegn þeim stuðningi sem að þau hafa með alþýðu manna að mínu mati.
Ég mun halda áfram að mótmæla eins og ég hefr alltaf gert í kjörklefanum á kjördag en það er rétti staðurinn fyrir mótmæli að minu mati.
Bál kveikt á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 22:08
Davið?
Segir breska fjármálaeftirlitið hafa brugðist gersamlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 21:08
Bjargar lenging málunum?
Það er eins með fólk og fyrirtæki að sé ekki til fyrir lánum og launum í dag er meira en líklegt að ekki verði til fyrir launum og lánum eftir mánuð hvað þá sex mánuði. Því gæti það verið hagstæðara fyrir skuldara að fara strax í þrot heldur en að draga það í einhverja mánuði.
Ég set því mikið spurningar merki við lengingu lána það er ekkert grín að horfa fram á greiðsluþrot en það er heldur engum greiði gerður með því að framlengja kvölina.
Niðurfelling verður alltaf óréttlát nema að fellt verði niður jafnt hjá öllum og hvað á þá að gera við þá sem að ekkert skulda þetta verður aldrei líklegt til að stofna til friðar í samfélaginu.
Nú er ég engin hagfræðingur en gaman væri ef einhver nennti að mótmæla þessu það væri mikið til þess vinnandi að hægt væri að bjarga fólki en það verður þá að vera einhver alvöru björgun ekki bara lenging á þjáningu og kvöl.
Það er hægt að segja að mikið af þessum skuldum séu huglægar en ekki efnislegar einfaldlega tölur á pappír og í sumum dæmum er engin eign og hefur aldrei verið nein raunveruleg eign. Hvað með til dæmis manneskju sem keypti fasteign á 100% láni eignin hækkaði síðan þannig að einhver eign myndaðist en verðbólgan hefur nú séð um að þurrka þá eign út. Er sanngjarnt að færa skuldir niður í þessu dæmi og mynda þannig eign sem að í raun hefur aldrei verið til meðan að annar sem að lagði til eigið fé tapar hluta þess eða jafnvel öllu einfaldlega vegna þess að hann getur staðið í skilum með herkjum. Ég held að það verði aldrei friður um þannig aðgerðir.Ég held því miður að við verðum að horfast í augu við það að það er stór hópur gjaldþrota og að það er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir það.
En er ekki hægt að mýkja lendinguna. Í dag er engin sala i íbúðum þannig að það er tap fyrir skuldareiganda að sitja uppí með arðlausa íbúð. Mætti ekki hugsa sér að þetta yrði gert á þann hátt þar sem að allt er vonlaust að skuldareigandi gengur að veði sínu og tekur til sín eignina en gerir samning við skuldunaut um leigu í 1 til 3 ár leigan getur verið svipuð og afborgun af eðlilegu láni þannig fær skuldareigandi eðlilegt sjóðstreymi inn og hefur tryggt veð sitt. Eftir 3 ár getur síðan einstaklingurinn annað hvort gert nýjan samning keypt eða flutt annað og eigandi eignarinnar þá selt hana við betri markaðsaðstæður. Ég get ekki séð annað en að þetta lágmarki að einhverju leiti tap beggja.
Annað sem að mér finnst nauðsynlegt að gera það er að afnema lögin sem að halda gjaldþrota einstaklingum i svaðinu í óra tíma. Það verður hið mikla vandamál við getum ekki lifað við það að há % þjóðarinnar sé svift öllum réttindum til lána og eðlilegra fjámögnunar og í mörgum tilfellum ungt fólk.
Það er hægt að byrja á ný eftir gjaldþrot ef að fólki er gert það kleyft en ekki haldið á vanskila skrám og svörtum listum svo áratugum skiptir mér finnst að það ætti að afnema það.
Það er ekki verjandi að fólk sem varð fyrir því óláni að lenda í þeim hremmingum sem nú gangi yfir þurfi að bera þá byrði að vera dæmt vanskilafólk árum saman meðan þeir sem að settu allt sitt í eignarhaldfélög halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
En það er engin hjálp í því að lengja í þeirri hengingar ól sem komin er um háls margra að mínu mati því miður.
14.2.2009 | 00:33
Sami söngurinn
Það er eitt sem fer meira í taugarnar á mér en lætin gegn DO.
Læti sem að mér er finnst vera farin að líkjast því þegar prakkarar í barnaskóla pikkuðu einhvern út um leið og kennari kom og hrópuðu einum rómi hann gerði það hann gerði það til að fría sjálfan sig ábyrgð.
Hvað er það sem fer meira í taugarnar á mér en það jú það er hin sjálfbirgingslega afstaða margra kvenna að allt sem aflaga hafi farið í þjóðfélaginu síðustu ár sé körlum að kenna. Ég nenni ekki að halda langloku um þetta í augnablikinu enda Arnold og Jamie mikið skemmtilegri.
En ég fæ oni ó kok þegar ég heyri talað um að þetta og hitt sé allt áhættusækni karla að kenna. Hvenær ætlum við að viðurkenna að þetta var andvara leysi flestra okkar að kenna ásamt því að okkur þótti ekkert slæmt að njóta smá reyks af réttunum og á meðan létum við siðlausa einstaklinga í rekstri féfletta okkur inn að skinni.
Ég á við setningar eins og "Kemur ekki á óvart að ungir karlar í bönkunum með hjálp eldri karla úr stjórnmálum hafi valdið hruninu." Sem er nú frekar ljúf fullyrðing um okkur karlmenn miðað við margar en þetta er farið að pirra mig og ég leyfi mér sem karlmaður að finna að þessu.
Hvað finnst ykkur um fullyrðinguna.
14000 manna atvinnuleysi hér er 20000 aðfluttum að kenna sem að stjórnvöld sögðu að myndu fara þegar um hægðist en fóru ekki.
Þessi fullyrðing er jafn röng og þær sem minnst er á hér að ofan og yrði aldrei liðinn í almennri umræðu.
Hvers vegna eru þá fullyrðingar jafnrangar gegn öðrum hópum og einstaklingum liðnar.Mér er það mikið undrunar efni oft á tíðum.
Manni verður oftar og oftar hugsað til hlöðuveggjarins á Dýrabúgarðinum All animals are og svo framvegis
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009 | 09:48
Betra lýðræði ?
Það er fullyrt að allt yrði hér betra ef að öllu yrði breytt embættismenn kosnir af okkur og þeim reglum sem að við höfum lifað eftir síðan lýðveldið var stofnað hent út í hafsauga.
Er það svoleiðis hverfur öll spilling og upphefst öld guðdómlegs réttlætis ég held nú síður. Það sést best á þessari frétt. Það eru ekki kerfi sem eru spillt kerfi eru góð eða vond en þau eru kerfi það er fólk sem er spillt og spilling hverfur ekkert með kerfisbreytingum hún finnur bara nýjan farveg.
Allt sem að þarf er dash af heiðarleika og þá er allt í lagi
Dómarar tóku við mútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 23:57
Stórt er spurt
Björn og Bjarni keyptu hluta í parhúsi árið 2001 þeir áttu 35% hreina eign þegar upp var staðið. Lifðu þeir þar eins og síamstvíburar áttu hvor sinn VOLVO 240 eins og Steingrímur og létu í léttu rúmi liggja þó garðurinn væri ekki búin og að teppi væru á gólfum og ekki allt eins og í innlit útlit.
Þá hófst gandreið hins Íslenska hagkerfis. Þegar kom fram á 2005 birtust skyndilega iðnaðarmenn og á örskotstundu var garðurinn hjá Bjarna kláraður meðan Björn hélt áfram að keyra heim mold i kerru um helgar og dreifa henni í hjólbörum. Björn kláraði sinn hluta 2007 og hafði þá gert allt sjálfur til að spara hann sleppti líka heitapottinum og veröndinni og lét sér nægja smá hellu flöt sem passaði fyrir útigrillið.
Á þessu árabili tók Bjarni líka upp á því að fara með fjölskyldu sína til útlanda þrisvar fjórum sinnum á ári og meðan Björn verslaði fyrir jólin í Bónus og Rúmfatalagernum skrapp Bjarni til London og jólagjafavæddi fjölskylduna á Picadilli.
2007 keypti Björn sér bíl hann náði kjörum á gömlum bílaleigubíl frá Ingvari staðgreitt enda hafði hann önglað saman fyrir honum með því að leggja fyrir í nokkur ár. Þá stóðu á hlaðinu hjá Bjarna Landcruser og svo frúarbíll af vænstu gerð.
Þar sem að Björn taldi að hann væri ekki á afleiddum launum rýndi hann í heimilisbókhald sitt en svo for að lokum að hann gat ekki orða bundist og spurði nágranna sinn hvernig hann færi að þessu. Jú eignir Bjarna höfðu aukist fasteign hans hafði hækkað og færustu ráðgjafar höfðu ráðlagt honum að endurfjármagna lánsfé var hagstætt og ráðgjöfum bar saman um að húsnæðisverð myndi hækka áfram svo hann tók lán sem að nam 100% af verðmæti fasteignarinnar sinnar, notað dash af peningunum í bilana og til að klára húsið en setti restina í hlutabréf sem myndu vaxa og sjá honum fyrir afkomu á elli árunum.
Eftir samtalið beið Björn fram í myrkur með að bera inn plastparketið sem hann ætlaði að setja á stofuna og hafði fengið fyrir 50.000 í Mest á útsölu. Hann skammaðist sín fyrir afturhaldsemina og það fór að hvarfla að honum að hann væri dragbítur á afkomendur sína og fjárhagslega framtíð þeirra með trúboði sínu um að skuldsetja sig aldrei meira en svo að hægt væri að lifa af þó 50% afkomu brygðust. Hann fór að hugsa um endurfjármagnanir og hlutabréfakaup en þorði aldrei að taka skrefið heldur lét sér nægja að horfa í vantrú á allan fyrirganginn.
En síðan kom 2008 og þegar 2009 hélt innreið sína var staða þeirra félaga þannig að Björn skuldaði enn sitt íbúðalánasjóðslán sem verðbætur höfðu jú rifið upp en eignarhlutur hans var yfir 70% Bjarni aftur á móti var komin með neikvæða eiginfjárstöðu og staða hans orðin ansi tæp jafnvel vonlaus og hafði fengið framlengingu á bílalánunum og til þess að selja húsið myndi hann þurfa að borga með því.
Hvert er ég að fara með þessum pælingum jú ég er að velta því fyrir mér hvort að það sé réttlætanlegt ef að það á að fara í stórfellda niðurfellingu skulda að Birnir landsins skuli gjalda fyrir að hafa sýnt skynsemi og varfærni og lenda síðan í því að þurfa í raun að taka á sig mestu byrðarnar og bera verðbólgu og verðbætur bótalaust jafnvel til að réttindi Bjarnanna skerðist ekki.
Það er ekki líklegt til að hvetja framtíðar Birni og Bjarna til skynsemi og ráðdeildar í fjármálum eða lífinu yfirleitt. Einnig er það að mínu mati brot á jafnræði. Mér svíða þessi orð frá forustumanni hreyfingar sem að ég er skildaður til að vera í og birtast í frétt á Visi.is Það á ekki að hjálpa þeim sem geta staðið undir lánum sínum, að mati forseta ASÍ, sem segir inngöngu í Evrópusambandið einu leiðina til að losa lántakendur undan gengisóvissu og verðtryggingu. Ég get ekki skilið þessa frétt á annan hátt en að það eigi að aðstoða suma á kostnað annara og mér finnst það ekki rétt. ´
Þetta dæmi er ekki sett upp til að gagnrýna eða gera lítið úr lífi fólks heldur sem dæmi um þá mörgu fleti sem að eru í þessum málum.
12.2.2009 | 23:15
Þreyttur á þessu
Rökrétt að taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 22:10
Ég spyr
1 Hver eru líkindin á að maður finnist með svona sérhæfðar kröfur það er maður sem að ekki hefur unnið í föllnum fjármálageiranum eða verið viðloðandi við hann.
2. Hver eru líkindin á að það finnist maður sem enga pólitíska tengingu hefur í þetta starf.
3. Hver eri líkindin á að maður með heilbrigða skynsemi vilji leggja það á sig og sína fjölskyldu að verða skotspónn skítkasts og múgssefjunar sem að nú ríkir í þjóðfélaginu og kynnt er undið
Þetta verður ekki auðvelt ég býð spenntur.
Ég vil Ragnar Önundarson í þetta embætti mér finnst hann góður
Staða forstjóra FME auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 22:05
Enn ein ekki fréttin
Ástæða þessara orða minna er frétt um fjölskyldu þar sem að fyrirvinnan var að fara til útlanda í vinnu ekki er það ætlun mín að gera lítið úr þessu fólki heldur vil ég benda á að þetta er engin frétt að mínu mati.
í hverri viku halda til hafs hér á landi fiskiskip til úthafsveiða um borð eru allt að 30 manns sem að verða fjarri fjölskyldum sínum næstu 40 daga jafnvel lengur.
Sjálfur ber ég minningar um brottfarir þegar afkomendurnir voru skríðandi á gólfinu og endurkomur þegar þeir löbbuðu uppréttir og hefur það aldrei þótt fréttamatur. Þetta er því ekki frétt nema að því leiti að það er gott að fólk getur fengið vinnu þó að það sé ekki í heimahögum það er þó hægt að brauðfæða sig og sína og það er það sem að skiptir máli.
En þetta sýnir þó að mínu mati þá áherslu hvernig sem á því stendur sem að núna ríkir hjá fjölmiðlum en það er öll áhersla lögð á að tala allt lóðbeint niður til heljar jafnvel fréttir sem að í eðli sínu eru ekki slæmar eru túlkaðar þannig að þær verði slæmar. Ég hef mínar skoðanir á hver tilgangurinn er en læt vera að opinbera þær allav i bili