Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Vændi mannsal og miðaldra Íslenskir karlmenn.

Það hefur í nokkurn tíma verið talað um mannsal og vændi hér á landi og oft á tíðum dregin upp mynd af miðaldra þétt holda Íslenskum karlmönnum sem gerendum í þeim málum Mér finnst því athyglisvert að í þeim tveim málum sem að hafa verið í umfjöllun núna koma miðaldra þéttholda Íslenskir karlmenn ekki mikið við sögu. Í öðru tilfellinu virðist vera að kona af erlendu bergi brotin sé grunuð um að hafa verið framkvæmdarstýra í málinu og í hinu málinu er verið að leita að mönnum af því bergi brotnu sem að ekki má nefna svo maður verði ekki kallaður rasisti.

Það er sorglegt að við í taumlausri viðleitni okkar við að vera svo góð erum vað glata því sem að hefur gert land okkar að yndislegasta landi í heimi. Það er land með lítilli glæpatíðni land þar sem  menn þurftu ekki að óttast um líf og limi og gátu lengi vel gengið frá híbýlum sínum ólæstum en þetta er allt að breytast og það hratt. Því miður.

Eitt breytist þó ekki þegar rætt er við fræðinga sem margir hverjir tilheyra því kyni sem að nú stundar kraftakeppni í Smáralind, og flestir hverjir langt frá því að geta talist þéttholda. Það sem ekki breytist er það að enn er hinn algengasti sökudólgur á öllu því sem miður fer hér á landi hinn Íslenski miðaldra þéttholda karlmaður.

Mér finnst síðan athyglisvert að það er ekki hægt að Blogga við fréttina um leitina að Litháunum. Það sem að ég er að velta fyrir mér varðandi það er hvort að það sé vegna þess að við Bloggarar gætum ekki orða okkar nógu vel til þess að okkur sé treystandi til að fjalla um það mál án þess að fara yfir strikið. Eða er það vegna þess að menn óttast þær skoðanir sem að gætu komið þar fram. Ég man eftir fréttum þar sem menn innlendir hafa verið grunaðir um slæm verk og ekki verið lokað fyrir blogg um það. Eða kannski er vafrinn minn bara bilaður.

Sé raunin sú að menn óttist hömluleysi bloggara þurfum við bloggarar að taka til í okkar ranni því ætiíð skildi gæta aðgátar í lífinu og fara varlega með það afl sem að hið ritaða orð veitir okkur. En sé það vegna þess að menn óttist þær skoðanir sem að gætu komið fram verða menn að hugsa til þess að vandamálin hverfa ekki við það að ekki er fjallað um þau. Um það geta margir strútar á himnum vitnað sem að ákváðu að stinga höfðinu í sandinn þegar vandamálin steðjuðu að.
En sé það vegna þess að vafrin minn sé bilaður þá bölva ég Bill Gates.

 


Þolinmæðina þrýtur.

Ég segi fyrir mig að þolinmæði mín gagnvart þeirri glæpaöldu sem nú rýður yfir er þrotinn. Að fólk sem að hefur lagt á sig að safna hlutum til að við hin getum notið þeirra skuli ekki fá frið með þessa hluti það er ekki eins og að skortur sé á grjóti  hér á landi og ekki hefur þetta verið borið burtu í vösunum.

Réttast væri þegar þessir aðilar fyndust að setja grjótið í vasa þeirra og láta þá stökkva fram af bryggjusporði og ná síðan í grjótið seinna.

Andvaraleysi okkar og aumingjadómur er að verða allt of mikill það má engan styggja það má ekki tala um hlutina eins og þeir eru því þá gætum við sýnt fordóma. Staðreyndin er sú að Íslensk og erlend glæpagengi eru að skjóta hér rótum og ekkert er að gert stór hluti af öllu því sem hér er stolið er flutt úr landi því ef það væri selt innan lands væri engin sala í þessum hlutum því markaðurinn væri mettur. Það þarf strax að hefjast handa og berjast á móti þessu aðskilja innlenda og erlenda glæpamenn og helst senda þá erlendu heim með stimpil á rassgatinu og endurkomu bann og vista þá innlendu í tjaldi á Kolbeinsey

Og hana nú.


mbl.is Um 500 steinum stolið á Teigarhorni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ragna

Ragna Árnadóttir er okkar besti ráðherra og ég styð hana heilshugar. Í þessum málaflokki þarf einfaldlega að sýna ákveðni það eru ekki allir sem hingað hafa komið, komið hingað í góðum tilgangi einum saman hver man ekki eftir eftirlýsta manninum frá Brasilíu. Svo finnst mér hjákátlegt þegar látið er eins og það sé mansmorð ef að á að vísa einstaklingum til Grikklands. Grikkland er jú hluti af Evrópusambandinu og þá hlýtur allt að vera í lagi þar ekki satt svo er okkur allavega sagt að þar verði okkur best borgið. Annars fer þetta ekki í fyrsta eða síðasta sinn sem þessi staða kemur upp hver man ekki eftir Gervasoni eða þá Kio Briggs báðir með geislabaug og vængi ef ég man rétt. Éfram Ragna og hvergi kvika.
mbl.is Gerðu hróp að ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifrétt

Í öllu því svartsýnisböli sem að á okkur dynur þessa dagana er hér smá sólargeisli. Ég get gert mér í hugarlund gleði foreldrana þegar drengurinn fannst og sennilega hefur þessi yfirlætislausa frétt vakið mikinn fögnuð um heimsbyggðina því ég er viss um að hugur margar hefur verið við það hver hefðu orðið  örlög hans meðan að hann faldi sig á háaloftinu.


mbl.is Drengurinn fannst á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýgur Jóhanna?

Jóhanna segir
"Það er óþolandi fyrir Ísland að þessi tvö lönd geti haldið endurskoðun efnahagsáætlunar landsins hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í gíslingu,“

Þeir segja.
"Talsmenn bæði breskra og hollenskra stjórnvalda vísa aðdróttunum um slík tengsl hins vegar á bug."

Annar aðilinn er ekki að segja satt sé það forsætisráðherra vor ber það vott um algjört virðingarleysi gagnvart þjóðinni en séu þeir að skrökva þá ber að tukta þá til fyrir að ljúga upp á ráðamann fullvalda ríkis.

Jóhanna þarf síðan að hlusta á auglýsingu frá Intrum sem að dynur á þegnum hennar og fara eftir henni eins og hún ætlast til að landsmenn geri.
En í umræddri auglýsingu segir (feitletrun undirritaðs)  EKKI GERA EKKI NEITT


mbl.is Segjast ekki tefja endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðsskrum

Menn hafa gegnum tíðina ætlað sér að gera svo ótal margt og sett sér hin yndislegustu markmið öll mjög metnaðarfull. Í svipinn man ég nú ekki eftir nema einu sem að hefur gegnið eftir og það er markmiðið að þeir ríku verði ríkari og þeir fátæku fátækari. Og því miður sýnist mér að bak við helgigrímu loftslagmálana sé fátt annað en viðskipti og gróða von sem að enn mun hjálpa markmiðinu um að þeir ríku verði ríkari og þeir fátæku fátækari. Kannski það sé hið eina raunsanna markmið mannkyns. Hvur veit.

 


mbl.is Finnar dragi úr losun um 80% fram til ársins 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannkærleiki ríkisstjórnarinnar

Ég á ekki orð til að lýsa kærleika þeim sem að stjórnvöld sýna almúga þessa lands. Þau umvefja fólk með alúð og hjálpsemi létta byrðunum af öryrkjum og öldruðum með því að hirða allt úr veskjum þeirra. Þau forða fólki frá því að láta skera á sig göt með því að loka skurðstofum og síðast en ekki síst eru þau í herferð til að sjá til þess að fólk þurfi ekki að borga hita og rafmangsreikninga með því að taka af þeim þá byrði sem eign á húsnæði er.

Þess vegna kemur það eins og skrattinn úr sauðalegnum þegar að  dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir, segir í dag  í samtali við fréttastofu í dag að frekari frestun uppboða  sé ekki inni í myndinni en reynt verði að fresta uppboðum í kringum jólin.

Veit þessi ríkisstjórn ekki að jólin eru hátíð kærleika og því að stoppa kærleiksverkin þá þegar þau hljóma við tilgang dagana.

Sennilega er hér einungis um það að ræða að ríkisstjórn með vonda samvisku er að friða sjálfan sig með því að sína fólki þá gæsku að leyfa því að halda jól innan dyra og henda því svo út á götu til að bankarnir og vinir þeirra þar fá sitt að kvöldi 2 janúar.

Hvenær ætlum við hin raunverulega alþýða þessa lands að mæta niður á Austurvöll og stöðva þennan ósóma ekki með því að berja potta og pönnur heldur með því að bylta núverandi stjórnvöldum og koma á stjórn hinna vinnandi stétta sem kemur hér atvinnulífi og lífskjörum á réttan kjöl aftur.

Ég er glaður  yfir því að ég mætti aldrei á Austurvöll og barði þar potta heldur hélt upp vörnum fyrir þá lögformlega stjórn lýðveldisins sem rænd var völdum. Miðað við þær aðgerðir sem hingað til hafa verið gerðar af þeirri stjórn sem komið var á með pottaglamri verður það ekki nokkur maður sem viðurkennir að hafa verið á Austurvelli síðasta vetur þegar tímar líða.

 

 

 


Sprengja dagsins

Er yfirlýsing Dofra í Silfrinu að hætt yrði við Helguvíkur framkvæmdir. Þá er fátt annað fyrir okkur félagmenn í VM en að yfirgefa skerið. Það góða fyrir okkur er að vinnuframlagi okkar er vel tekið allstaðar annarstaðar en í Íslenska Alþýðulýðveldinu. En einhvern tíma er komið nóg og verði hætt við allar þær framkvæmdir sem nú eru í pípunum er sjálfshætt hér. Hvernig eigum við annars að halda uppi hinni stórmerkilegu elítu sem að alt veit nema það hvernig er að framfleyta sér af vinnu sem krefst líknalegs atgervis. Nei það er best að fara að huga að brottför og skilja fræðinga eftir á skerinu þeir þurfa þá kannski að fara að setja upp fræðasetur um hvernig eigi að afla sér matar.

Ég tel það stórmerkilegt ef að það verður ekki kafað dýpar ofan í þessi orð sem að mínu mati eru með því ábyrgðarlausasta sem að ég hef lengi heyrt sé engin fótur fyrir þeim. En það alvarlegasta sem ég hef heyrt í langan tíma séu þau sönn.

 


mbl.is Telja ákvörðun Svandísar ólögmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að toppa sjálfan sig.

Nú finnst mér umhverfisráðfrú vor hafa toppað sjálfan sig. Það er ekkert rangt við það að ungmenni fái að segja sína skoðun á umhverfismálum en af hverju er þá ekki stofnaður rágjafa hópur ungmenna um útivistar tíma aldurstakmark á útihátíðum bílprófsaldur og ótalmargt fleira.

Það er vegna þess að við hinir fullorðnu berum ábyrgð á ungmennunum að þau fái fæði klæði uppihald húsaskjól menntun og uppeldi sem að skilar þeim út í lífið sem best undir það búnum. En núverandi stjórn með umhverfisráðfrúna í fararbroddi og sú umhverfisráðfrú sem á undan var var síst betri vinnur hörðum höndum gegn öllu því sem að gæti hjálpað okkur hinum fullorðnu til að framfleita afkomendum okkar.
Afkomendum sem í mörgum tilfellum telja sig nú vera ungmenni fram á fertugsaldurinn og hanga heima við góðan kost frítt fæði og húsnæði en telja sig samt vel til þess komin í skjóli föðurhúsanna að segja okkur til hvernig best sé að haga öflun bjargarinnar sem að færir mat á diskinn þeirra, meðan þau sötra kaffi late og leysa heimsvandamálin í miðbæ  Reykjavíkur.

Mér finnst það í raun lýsandi dæmi um starfsemi þessarar ríkisstjórnar að ráðherra sem hlustar ekki á atvinnulífið hlustar ekki á verkalýðinn og er föst í einhverjum sjálfhverfum turni afturfars til náttúrunnar skuli nú gefa yfirlýsingu um það að hún ætli að leita til ungmenna landsins um rágjöf.
Af hverju ætti hún frekar að hlusta á ungmennin? 
Hún er kannski frelsarinn endurborin hann sagði jú leyfið börnunum að koma til mín því þeirra er guðsríki. Það skildi þó ekki vera að framtíðar ríki VG sé einskonar guðsríki þar sem einungis hinir syndlausu fá aðgang því hina verður búið að flæma af landi brott.

Það er þó tvennt sem þarf að muna áður en af því alþýðulýðveldi verður. Verði engin uppbygging engin iðnaður ekkert gert þá verður ekkert á diskum ungmenna né annarra hér á landi. Í öðru lagi þá ættum við að minnast að sé horfið nógu langt aftur þá voru konur heima hlóðu niður börnum elduðu mat meðan menn veiddu því þá var það vöðvaaflið sem að réði því hver skaffaði ég trúi því varla að VG og aðrir talmenn forréttinda kvenna vilji taka upp þá liðfanarhætti aftur í skiptum fyrir ósnortna náttúru.

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að ríkisstjórnin sé svo gjörsamlega rúin getu til að vinna fyrir þjóð sína  að hún afsali sér þeim losunar kvóta sem við höfum. Því losa þurfum við og þá þurfum við að borga fyrir það sem við afsöluðum okkur. Þar eru mikil verðmæti á ferð sem einhver fær. Ekki veit ég hver græðir en vildi þó gjarnan vita það því að mér finnst vera orðin megn ýldulykt af öllu þessu umhverfishjali því að þegar málin snúast um peninga þá er stutt í skítaklyktina það ættum við Íslendingar að vita manna best þessa dagana.


Amen.


mbl.is Ungmenni til ráðgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og?

Og hvað með það segi ég. Það hljómar kannski miskunnarlaust en ég sé ekki alveg punktinn nema að hann sé að sá fræi sektar hjá okkur í stanslausri herferð sem að núna gengur yfir landið til að mýkja okkur í Icesave.  Hver væri staða þessara ágætu hjóna ef þau hefðu keypt hlutabréf fyrir peninginn hvað hefðu þau tapað miklu á því. Þau völdu áhættu fjárfestingu og eru nú hluti af hóp sem vil kalla til ábyrgðarmenn til að bæta sér tjónið. Ábyrgðarmenn sem aldrei skrifuðu upp á ábyrgðina og sem að ég tel stóran vafa á að beri yfirleitt nokkra ábyrgð. Ef maður fjárfestir i einhverju sem er of gott til að vera satt þá má maður reikna með gróða en líka tapi.

Hefði einhver af þeim sem að núna vilja láta þjóðina borga sér tjónið verið reiðubúin að greiða þjóðinni hluta af ágóðanum ef ekkert hrun hefði orðið. Eg er viss um að svarið er nei í næstum hundrað prósent tilfella.


mbl.is Töpuðu öllu hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband