Mannkærleiki ríkisstjórnarinnar

Ég á ekki orð til að lýsa kærleika þeim sem að stjórnvöld sýna almúga þessa lands. Þau umvefja fólk með alúð og hjálpsemi létta byrðunum af öryrkjum og öldruðum með því að hirða allt úr veskjum þeirra. Þau forða fólki frá því að láta skera á sig göt með því að loka skurðstofum og síðast en ekki síst eru þau í herferð til að sjá til þess að fólk þurfi ekki að borga hita og rafmangsreikninga með því að taka af þeim þá byrði sem eign á húsnæði er.

Þess vegna kemur það eins og skrattinn úr sauðalegnum þegar að  dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir, segir í dag  í samtali við fréttastofu í dag að frekari frestun uppboða  sé ekki inni í myndinni en reynt verði að fresta uppboðum í kringum jólin.

Veit þessi ríkisstjórn ekki að jólin eru hátíð kærleika og því að stoppa kærleiksverkin þá þegar þau hljóma við tilgang dagana.

Sennilega er hér einungis um það að ræða að ríkisstjórn með vonda samvisku er að friða sjálfan sig með því að sína fólki þá gæsku að leyfa því að halda jól innan dyra og henda því svo út á götu til að bankarnir og vinir þeirra þar fá sitt að kvöldi 2 janúar.

Hvenær ætlum við hin raunverulega alþýða þessa lands að mæta niður á Austurvöll og stöðva þennan ósóma ekki með því að berja potta og pönnur heldur með því að bylta núverandi stjórnvöldum og koma á stjórn hinna vinnandi stétta sem kemur hér atvinnulífi og lífskjörum á réttan kjöl aftur.

Ég er glaður  yfir því að ég mætti aldrei á Austurvöll og barði þar potta heldur hélt upp vörnum fyrir þá lögformlega stjórn lýðveldisins sem rænd var völdum. Miðað við þær aðgerðir sem hingað til hafa verið gerðar af þeirri stjórn sem komið var á með pottaglamri verður það ekki nokkur maður sem viðurkennir að hafa verið á Austurvelli síðasta vetur þegar tímar líða.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband