Taka börnin úr skólunum

Ef að ég væri með börn í skóla í dag myndi ég taka þau úr skólanum og ekki senda þau þangað aftur þangað til tryggt væri hvaða ábyrgð ég bæri og hver ábyrgð skólans er. Hversvegna flúði barnið inn í skáp henni sinnaðist við aðra nemendur var enginn að fylgjast með börnunum. ?
Einelti hefur lengi viðgengist í skólum hver er ábyrgð skóla gagnvart þeim einstaklingum sem að verða fyrir því er hún engin ??.  Það stendur ekki á því að láta okkur vita um ábyrgð þegar kemur að launabaráttu en er ábyrgðin okkar þegar á reynir ?.  Bæturnar eru líka fáránlegar ég og örugglega fleiri þekkjum manneskjur sem lent hafa í slysum og fengið kannski 2 til 3 milljónir fyrir varanlega örorku. Það væri líka gaman að bera þetta saman við greiddar dánarbætur í slysum. En eins og ég sagði hér fyrr þá skora ég á foreldra að taka börn sín úr skólunum og senda þau ekki aftur í þá fyrr en ábyrgð og réttarstaða er á hreinu. Einnig skora ég á þá sem fengið hafa smánarbætur fyrir líkamsmeiðingar og ofbeldi til að athuga hvort ekki er hægt að taka málin upp aftur þessi dómur hlýtur að vera fordæmisgefandi. Eða eru bætur lægri þegar gerandi er ofbeldismaður útlendingur eða eiturlyfjaneytandi. Skiptir máli hvort greiðandi er tryggingarfélag ? það sem ég veit til slysabóta vegna bílslysa þá eru þær óravegu frá þessari upphæð. Það verður eiginlega að virða mér til vorkunnar að ég skil þetta ekki.  Og að lokum konan er í vinnunni hún er tryggð í vinnunni eða ætti að vera það hún vinnur með börn hún slasast vegna viðbragða barns sem er það sem hún vinnur með hvers vegna bætir vinnuveitandi ekki skaðann eins og í öðrum starfsgreinum.

 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála með að taka börnin úr skólum, hafa kennarar ekki vinnutryggingu?

beb (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður edru eða fullur :) ég ól mín börn upp líka og þau eru bara í góðum málum en það er ekki punkturinn hjá mér punkturinn er hvar ábyrgðinn liggur og hvernig skólar eru tryggðir. Ef að þu sendir bílinn þinn á verkstæði og bifvélavirkinn gleymir að setja hann í gír svo að hann rennur ofaní gryfjuna og örkumlar starfsmann ert þú þá ábyrgur. Þú skildir bílinn eftir í umsjá verkstæðisinns börnin eru skilin eftir í skólanum og á ábyrgð skólans og starfsmanna þeirra að mínu áliti og það' er ábyrgð sem að þeir eiga að standa undir og atvinnuveitandi þeirra á að sjá um þeirra tryggingarmál einnig að mínu áltiti

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.3.2008 kl. 18:11

3 identicon

Fullur,

Ég á 3 börn, eitt af þeim er með greiningu á einhverfurófinu, Asperger heilkenni.  Ég hef ekki hinar minnstu áhyggjur af þessum 2 sem eru heilbrigð og ófötluð.  En ég hef áhyggjur af þessu fatlaða.

Ég tel mig vera góðan uppalanda, en það er alveg sama hversu góður uppalandi ég er ég get ekki alið fötlunina úr barninu mínu.  Hann mun alltaf vera með Asperger heilkenni, þunglyndi og kvíða alveg sama hversu mikið ég vanda mig við uppeldið.

Að skella þessu slysi á skort á uppeldi er mjög vanþroskað og lyktar af fordómum og þekkingarleysi á fötluðum börnum, börnum með sérþarfir eða geðraskanir.

Ef þú vilt skella skuldinni á einhvern þá skaltu skella skuldinni á skólakerfið sem ekki hefur tekist að koma til móts við börn með sérþarfir, skellir þeim í almennar skólastofur með 30 öðrum nemendum í bekk og engum stuðningi.   Og hrópar svo hátt SKÓLI FYRIR ALLA, SKÓLI ÁN AÐGREININGAR.

Móðir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Landfari

Móðir er hér með punkt sem ég hef verið að spyrja um. Hver er ábyrgur fyrir að barn með sérþarfir er ekki í skóla fyrir börn með sérþarfir eða þá að sérþörfum þess er ekki sinnt í þessum skóla.

Ef ég ætti börn í skóla myndi ég frrekar taka þau úr skólanum til að tryggja öryggi þeirra frekar en annað.

Fyrst fullorðinn gat orðið 25% öryrki af þessu höggi hvað hefði orðið um barn sem hefði lent fyrir því.

Landfari, 14.3.2008 kl. 23:05

5 identicon

Þessi dómur er hneisa og sýnir það sem mig grunaði, að það er ekkert réttlæti í dómskerfinu, það er bara þarna, eins og einhver guð, til að dæma lifendur og dauða!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er enn ekki búin að ná þessu og er maður ýmsu vanur! Algjör og einungis firra! Bestu kveðjur til þín frá mér.

Heiða Þórðar, 16.3.2008 kl. 00:24

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ef að þessi dómur er réttur þarf að breyta lögum

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband