Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Enn er mótmælt

Skora á skipuleggjendur mótmælana að reyna að sjá til þess að þau fari ekki út í öfgar. Bendi að öðru leiti á síðustu færslu mína.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En rennur upp mótmæla laugardagur.

En á ný rennur upp laugardagur því miður held ég að þetta verði laugardagur sem að verður í manna minnum og það ekki af góðu ég held að það sjóði upp úr í dag, en vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Af hverju held ég að það sjóði upp úr, vegna þess að mótmælin hafa svo til eingöngu verið fólgin í því að vilja  bera út lýðræðiskjörna stjórn landsins og skipta um stjórn í seðlabankanum hvað á að koma í staðinn hefur vantað.
Ef mótmælin eiga að ganga áfram þá verða þau eins og önnur mótmæli að hafa eldsneyti til að kynda undir ólgunni það dugar ekki til lengdar að hrópa vilja sinn fyrr en seinna vill fólkið sem að hrópar aðgerðir og í því er hættan á að sjóði upp úr falin.
Atburðirnir við lögreglustöðina á Hlemmi í síðustu viku eru dæmi um slíkar aðgerðir sem hefðu getað farið illa úr böndunum og við eigum í raun að hrósa lögreglunni fyrir að halda ró sinni í þessu tilfelli.

Það er líka að koma í ljós að í raun er sennilega mun minna fylgi með því að henda núverandi stjórnvöldum út heldur en fólk hélt, að sumu leiti er það vegna þess að það eru engir valkostir og að öðru leiti er það vegna þess að þetta er lýðræðiskjörin stjórn sem að á að sinna verki sínu hvort sem að það er erfitt eða létt og á að bæta fyrir misgjörðir sínar með því að taka til eftir sig og skila búinu af sér þegar búið er að sigla í gegnum það versta.
Þegar ljóst er að krafan um stjórnaskipti mun ekki fram ganga er hætta á því að svokallaðir aktivistar muni reyna að koma af stað atburðarrás sem leitt gæti til þess að hugmyndir þeirra næðu fram að ganga nokkurs konar Íslenskum Bastilluatburðum því annars er hætta á að mótmælin hreinlega deyi hægt og rólega.
Ég tel því að skipuleggjendur mótmælanna á morgun ættu að afboða þau það hafur sýnt sig að það er ekki hægt að hafa stjórn á atburðarrásinni og þetta mæta fólk setur sjálft sig í hættu með því að taka ábyrgð á samkomunni. 
Ég tel að ekki hægt að afsegja ábyrgð á ákveðnum hópum sem taka þátt í mótmælunum  ef að fólk er boðað á staðin til að mótmæla. Skipuleggjendur hljóta að bera ábyrgð á öllum pakkanum að mínu mati.
Ég er einn af þeim sem flokkast sennilega undir hugleysingja að mati mótmælenda því að ég mæti ekki og ætla ekki að mæta á þessar samkomur.
Það er ekki af því að ég sé ekki reiður það er ekki af því að ég vilji ekki mótmæla heldur vegna þess að ég sé ekki gagnið í að mótmæla með því að hrópa stjórnina burt Davíð burt berum þá út og henda síðan eggjum í Alþingishúsið, verja það að Bónusfáni sé dregin þar að hún og brjóta upp hurðir á lögreglustöð.  
En ég er tilbúin í önnur mótmæli eins og til dæmis kröfu um að þeir sem týndu öllum peningum Gildis sæti ábyrgð að krosseignatengslum og fjármálahringekjum útrásarvíkinga verði mætt með því að hætta að versla við fyrirtæki þeirra, bensínverði verði mótmælt með því að hætta að skipta við eitt félag eða þá að skortur á vilja banka til að upplýsa um það sem mætti kalla grunsamleg viðskipti verði svarað með því að almenningur taki peningana sína út út viðkomandi stofnun. 
Það er af nógu að taka til að mótmæla og margt af því mun meira áríðandi, heldur en því sem hefur verið mótmælt hingað það er til dæmis forkastanlegt að fyrsta verk peningastofnunar sem að gefið er í skyn að hafi gert eitthvað rangt er ekki að leggja spilin á borði og sanna sakleysi sitt heldur að hefja skipulega leit að sökudólg og kynna það að það sé glæpsamlegt að kjafta frá.
Eða að útrásarvíkingur sem að enn hefur lánstraust fyrir miljörðum skuli ekki hreinlega upplýsa um það hvar lánstraustið liggur ef að allt er á hreinu þá get ég ekki séð skaða af því heldur miklu frekar réttsýni og virðingu fyrir fólki sem að hefur stutt viðkomandi. 
En tók eitthvert okkar peninginn okkar eða það sem eftir var af honum út úr bankastofnuninni til að leggja áherslu á skoðun okkar og hefur nokkurt okkar breytt því hvar við verslum til að leggja áherslu á það að við viljum fá öll spilin upp a borðið. Svarið er nei.
Ég tek það fram að ég vil fá spilin upp á borðið hjá öllum fjármagnsfurstunum það voru jú þeir sem að tóku við peningunum okkar notuðu þá og ættu að vita hvar þeir eru.
En ég vona að ég hafi rangt fyrir mér með daginn í dag og hvet þá sem að ætla að mæta að halda stillingu sinni og muna að sagan dæmir atburði líðandi stundar og foreldra vil ég hvetja til að gæta að börnum sínum og kenna þeim að það er engin stíll yfir því að mæta með lambhúshettur á höfðinu til að segja skoðun sína í lýðræðisríki ekki þá nema til varnar gegn kulda.
Sjálfur hefði ég ekki farið með börn mín í þær aðstæður sem geta skapast á svona samkomum enda hef ég alltaf talið að mér bæri að sjá til að þau nytu alltaf fyllsta öryggis og væru ekki sett í óþarfa hættu.
Góða helgi


Veljum Íslenskt

Ég er þeirrar skoðunar að þessi jól ættum við kurteislega að afþakka jólatré frá vinabæjum sem eru í þeim ríkjum sem kúguðu okkur til að ganga að afarkostum og setja upp Íslensk jólatré í staðin. Það myndi sýna það að okkur er misboðið við gætum bent vinum okkar á að láta andvirðið renna í sjóði til hjálpar fátækum og hungruðum.


mbl.is Ljósin tendruð á jólatré Húsvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg lög eða hvað

Það er ekki hægt að búa við svona  maður þarf að fara með farseðilinn í bankann til að fá gjaldeyri heyrði ég í útvarpinu í dag og það er svo niðurlægjandi og fleira var sagt á ljósvakamiðlinum meðan ég keyrði heim.
Hvað er að fólki stærstur hluti banka heimsins liggur fárveikur og nærist á peningainngjöf í æð hjá þeim stjórnvöldum sem að það geta.
Það stór sér á Norska olíusjóðnum, Rússar eru búnir að grípa til vara forða af peningum Lettar eru að falla einnig sennilega Ungverjar og fleiri en við Íslendingar teljum að heimurinn sé búin ef að við þurfum að taka með okkur farseðil út í banka eða fáum ekki allt það sem að við viljum.
Þetta er orðið eins slæmt og kringum 1990 sagði annar ég man bara ekki að það hafi verið svo slæmt í kringum 90 þó var hér kreppa þá. 
Nei þjóðin er orðin svo spillt eftir góðærið að ef að allt sem að hún vill kemur ekki upp í hendurnar á okkur er heimurinn vondur.
Fólk þarf að vakna og átta sig á því að sú ímyndunar veröld sem að hefur ríkt síðustu ár kemur ekki aftur meðan við lifum, ekki hér og ekki út í löndum og ekki þó að stjórnvöld fari eða Davíð það kemur ekki til með að breyta því sem orðið er.
Nú fara í hönd ár þar sem að verðmætin að baki peningunum skipta máli en ekki einhver ímyndaður veruleiki. Ég vorkenni ekki fólki sem þarf að hætta að gefa  vélsleða í jólagjöf eða verður að minnka utanlandsferðir í eina á ári eða skera niður annann þann óþarfa sem að við vöndum okkur á á góðu árunum.
Ég hef meiri áhyggjur af þeim sem stóðu illa fyrir öryrkjum öldruðum einstæðum foreldrum og öðrum sem þegar lifðu við kröpp kjör. Um þau verður að standa vörð.
Mér finnst þessi lög vera eitt af fyrstu dæmunum um það að stjórnvöld séu að vakna og farin að vinna í því að þétta skútuna og ná henni af skerinu.
Og það er fráleitt hjá fólki að láta eins og heimurinn sé að farast út af þessum lögum þau gera stjórnvöldum einfaldlega kleyft að grípa ínn í ef að útstreymi verður of mikið ekki ólíkt því sem að Lilja Mósesdóttir vildi að yrði gert.
Síðan má athuga hvort að Vilhjálmur Egilsson hafi verið að hvetja til lögbrota með ummælum sínum um viðbrögð atvinnuveganna og er þetta kannski viðurkenning á því að þeir hafi einfaldlega hagað sér eins og þeir vildu og ef lög voru ekki að þeirra skapi þá var beytt þrýstingi uns þeim var breytt eða farði framhjá þeim. Það skildu þó ekki einhver kaffibaunamál vera í gangi núna.
Næsta skref væri að endurskoða viðreisnarpakka almennings hann er minna enn ekki neitt og fróðlegt verður að sjá atvinnuvega pakkann. 
En eins og einhver sagði einhvern tima það er þó betra illt að gera en ekki neitt. 


mbl.is Gagnrýni of harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af ASÍ

Hin nýi formaður fer nú hamförum í að gera ASÍ að pólitískum samtökum með hinum mörgu yfirlýsingum sínum ég sem meðlimur þessara samtaka vil benda enn einusinni á það að þetta eru samtök Íslenskra launþega hvar í flokki sem að þau eru og eiga því að mínu mati að standa utan við pólitískt arga þras og sinna sínu starfi sem er að verja hag okkar en ekki að stunda það sem að ég tel pólitískt framapot. Ég er orðin þeirrar skoðunar eftir ummæli okkar nýja formanns um mörg málefni þar á meðal verðtryggingu og þessi nýju lög þar sem að hann er algjörlega sammála forustu atvinnurekanda hvort hagsmunum okkar launþega gæti verið betur komið með nýjum formanni.


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun

Ætti hin góði biskup ekki að byrja á að reyna að koma í veg fyrir endalaus ofbeldisverk bræðra sinna í Afríku en þeir kvu aflífa hvorn annan á all grimmúðlegan máta og gera bara all nokkuð af þvi. Svo mætti hann fræða þá á því að samfarir við hreinar meyjar lækna ekki alnæmi og alveg ótrúlega margt sem kallinn gæti gert sem að mér mörlandanum finnst meira áriðandi en að stöðva hvalveiðar. Hinir þekktu einstaklingar sem að styðja Tutu að málum í þessu ættu einnig að snúa sér að velferð sinnar eigin tegundar fyrst áður en þeir snúa sér að hvalveiðum þeim peningum sem að eitt verður í það mætti örugglega eyða í að gefa hungruðu fólki að borða og þá jafnvel hvalkjöt sem er afburða holt.
mbl.is Tutu berst gegn hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna

Hvers vegna þarf ég að horfa á Norskan þátt til að fá einhverja greiningu á Íslenskri atburðarrás.
Hvers vegna ríkir þögn í fjölmiðlum um útrásar víkingana.
Hvers vegna snúast mótmæli almennings svo til eingöngu gegn stjórnvöldum.
Hvers vegna minnast formælendur mótmælendana sjaldan á þá sem fóru offari í Íslenskum fjármálaheimi
Hvers vegna vill ASI ekki verðtrygginguna í burt
Hvers vegna hóta bankar starfsmönnum sínum óbeint allt að 2 ára fangelsi ef að þeir rjúfa svokallaða bankaleynd.
Þetta eru örfáar af þeim spurningum sem að eru að brjótast innra með mér þessa dagana. Að horfa á úttekkt Norðmanna á Íslenska fjármálaheiminum varð mér áfall því að sú umfjöllun opinberar þann sannleik að hér hefur þannig umfjöllun eiginlega verið á núlli.
Ef við hugsum málið aðeins þá hefur ekkert skeð hér annað en það að menn rífast um hvort að stjórnin eigi að vera eða fara hvort eigi að skipta um gjaldmiðil eða ganga í ESB ef þetta er ekki að drepa málinu á dreif þá veit ég ekki hvað það er.



Norski þátturinn

Ef mig brestur ekki minni var þetta in vino sanitas in aqua veritas það er sannleikurinn í víninu en heilbrigðið í vatninu. Getur vel verið að þetta sé kolruglað hjá mér enda óralangt síðan ég sat í latínu hjá Rangheiði Torfa og einkunnir mínar eftir þann vetur eru geymdar á stað sem að ekki finnst fyrr en ég hef horfið til forfeðra minna. 
Ég fór að hugsa um þetta núna áðan þegar ég skipti yfir á Norska stöð til að sjá umfjöllun um Ísland umfjöllun rétta eða ranga sem var fólgin í einhverju öðru en spurningum og upphrópunum eins og ætlarðu að hætta, ætlarðu að segja ef þér, berðu ekki ábyrgðina, ætlarðu virkilega ekki að hætta og heyrru göngum við svo ekki örugglega í ESB og tökum upp evru.
Ég sakna umfjöllunar eins og í Norska sjónvarpinu hún þarf ekki að vera stóri sannleikur en það er þó reynt að safna upplýsingum draga ályktanir og komast að niðurstöðu réttri eða rangri.
Það er gerð krafa á áhorfendan að hann hugsi. Maður hefur aðeins séð af því hjá Agnesi Braga enn það þarf mikið meira af efni sem að reynir að kafa dýpra í þessa atburði.
Fjölmiðlum er þó kannski svolítil vorkunn því almenningur virðist ekki kalla eftir þessari umfjöllun, heldur gera sér að góðu að koma saman og hrópa slagorð gegn stjórnvöldum og fara síðan heim kaupa í matinn í Bónus á leiðinni, segja börnunum að koma heim í gegnum gsm símtal, hlusta á Bylgjuna í bílnum og enda dagin yfir stöð 2 og hafa þá í raun eitt deginum í boði útrásarinnar ekki slæmt það

Áfram eða afturábak

"það verður aldrei hægt að halda því fram að ESB-aðild yrði skref fram á við fyrir sjávarútveginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA." 

Er ekki alltaf verið að segja okkur að ESB tæki okkur opnum örmum og við myndum örugglega ná flestum okkar málum í gegn. En þegar innganga yrði skref afturábak fyrir undirstöður atvinnugrein landsmanna ber okkur að segja hingað og ekki lengra ekkert ESB takk fyrir. Menn eru sem sagt til í að fórna meiri hagsmunum fyrir minni að mínu mati. Ég geri nú bara eins og aktivistarnir (hroðalegt orð) Bandit og leyfi mér að mótmæla því að við göngum í Evrópu batteríið.


mbl.is Yrði illt að sjá á eftir LÍÚ úr Samtökum atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að axla ábyrgð

Það er ekki annað hægt að segja en að helgin hafi verið viðburðarík stór fundur í miðbænum brotnar rúður í lögreglustöðinni. Ég var ekki á Austurvelli því að ég hef tekið upp þann sið að taka vinnu á laugardögum ef hún býðst. Sið frá eldri kreppum sumum jafnvel undir stjórn vinstrimanna eins og Ólafs Ragnars og Steingríms J kreppum þegar þjóðin lék á reiðiskjálfi vegna þess að Steingrími H þótti grjónagrautur bara hreinlega góður og kennt var að hantéra tindabikkjubörð í útvarpinu vegna þess að kílóverðið var 15 kr og ASI rak lágvöruverslun upp á höfða en þetta man enginn í dag.

Ég horfði á mótmælin í tölvunni minni eftir vinnu og sé ekki annað en að þetta sé replay frá fyrri helgum með nýjum andlitum "Stjórnin burt  Jáááááááá Davíð burt Jááaáááaá burt með spillinguna Jáááááá. En en minna um hvað á að koma í staðin litlar lausnir að mínu mati en örugglega ágætis útrás fyrir reiðina sem skiljanlega býr innra með fólki vegna liðinna atburða.

Að mínu mati var hvatt til mótmælana við lögreglustöðina á fundinum á Austurvelli. Þau mótmæli fóru úr böndunum það varð húsbrot og tjón á eignum, fólk varð fyrir miska og þurfti aðhlynningu ég tel þennan atburð mikil mistök.
Mér finnst því að ef fundarboðendur á Austurvelli eru samkvæmir sjálfum sér hljóta þeir nú að íhuga hvort þeir axli ábyrgð á þeim atburðum og borgi þær skemmdir sem urðu á lögreglustöðinni og jafnvel stígi til hliðar eins og þeir vilja að stjórnvöld axli sína ábyrgð og segi af sér vegna atburða sem að þau eru talin bera ábyrgð á. 

Mér finnst einnig athyglisvert að sumir mótmælendur virðast ekki alveg sannfærðir um að málstaðurinn sé þess virði að opinbera sig fyrir hann, mér finnst það skrítið því hvað er göfugra en málstaður þeirra sem að vilja byggja nýtt þjóðfélag það er engin þörf á að fela andlit sitt þegar maður berst fyrir þeim málstað. Og maður axlar þá ábyrgðina sem að því fylgir.
.
Ég hefði ekki viljað vera foreldri þeirra barna sem að voru að henda eggjum í Alþingishúsið það er varla þáttur í að kenna virðingu fyrir lifandi og dauðum hlutum að láta afkomendur sína komast upp með þannig athæfi það gæti orðið erfitt seinna að útskýra fyrir þeim hvers vegna ekki má krota á vegg eða henda eggi í bílinn sem leiðinlegi kallinn í næsta húsi á. Ég er kannski gamaldags en mér finnst þetta ekki rétt.

Á forsíðu fréttablaðsins er mynd af sérsveit lögregluna æstum mótmælendum frelsishetju sem að hylur andlit sitt já og barni sennilega 11 til 12 ára með andlitsgrímu þeirrar gerðar sem er borin af skæruliðum og hryðjuverkamönnum myndin hneykslaði mig. 

Foreldrar áður en að þið samþykkið að börnin ykkar mæti með skíðagrímur á andliti í mótmæli já og áður en þið yfirleitt leyfið börnunum ykkar að fara á mótmæli hugsið þá hvaða starfi þið gegnið þið eruð uppalendur og ábyrgðarmenn þessara sömu barna og ykkur ber skylda til að sjá til þess að þau séu aldrei í hættu.
Þið eruð líka ábyrgðarskyld gagnvart því sem að þau gera sé miðað við dóm þegar foreldri veiks barns var dæmt til að greiða skaðabætur til kennara sem að barnið hafði slasað í óvitaskap sínum samkvæmt þeim dómi berið þið alla ábyrgð á því ef að þau valda slysi af óvitaskap. Það er ábyrgð sem að getur verið erfitt að axla.

Það er réttur allra að mótmæla en það er líka réttur allra að gengið sé af virðingu um sameiginlegar eignir þjóðarinnar og ef að við berum ekki virðingu fyrir lýðræðinu er ekkert gefið að það vari að eilífu.
Það er nefnilega lýðræðið sem að lokum gefur ykkur færi á því að segja skoðun  ykkar á gjörðum ráðamanna.
 Góða vinnuviku. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband