Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ódýrt vinnuafl ?

Var ekki verið að deila um réttindi rafiðnaðarmanna frá Hamri  sem að unnu við uppsetningu búnaðar í álverinu. Ég tel að það þurfi að koma fram hvort að þetta er afleiðing þess eða ekki.
mbl.is Fékk í sig rafstraum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesturbæjarstörfin

80% starfa í Reykjavik í vesturhlutanum er sagt. Er þá 80% af allri starforku Reykjavikur eytt í stjórnsýslustörf, kennslu, þjónustu og ummönnun.  Getur það verið að minna en 20% íbúanna starfi við framleiðslu og beina verðmætasköpun? Það er að segja áþreifanleg verðmæti ekki pappírsverðmæti.
Fari flugvöllurinn tel ég lika sjálfsagt að Landspítalin fari einnig og þá til Egilstaða eða Akureyrar þar sem að menn líta enn á samgöngur sem hlut af lífinu og sjálfsagða þjónustu. Húsavik gæti einnig verið góð og gæti spítalin þá komið í sta álvers.

Sjálfstæðismenn eru ekki í lagi

Flugvöllurinn á að vera þar sem hann Gísli Marteinn segir "að 80% starfa  í borginni væru í vestari hluta borgarinnar. Í dag væri fólk að keyra úr austari hluta borgarinnar til vinnu, en með því að byggja í Vatnsmýrinni drægi úr þessum fólksflutningum kvölds og morgna. Að setja 15 þúsund manna byggð austast í borginni yki á mengun, en með því að staðsetja hana í Vatnsmýrinni dragi úr mengun" Ég vil svör við eftirfarandi  spurningum
Á í framhaldi af því að neyða þá íbúa sem að núna keyra vestur í bæ til að flytja í nýjabyggð svona eins og Stalin gerði og Mao
Verða þeir sem ekki flytja reknir.
Þeir sem að flytja í austurbæinn eftir að hann hefur verið tæmdur hvar eiga þeir að vinna ?

Ég held að hluti sjálfstæðismanna ætti að taka sér veikindafrí og ég vona að Ólafur hviki hverki og flugvallamálið verði kosningamál aftur í næstu kosningum þannig að meirihlutin geti sagt sitt álit.


mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var nemendum gefið frí til að mæta í ráðhúsið

Mikið vildi ég að einhver rannsóknarblaðamaðurinn fyndi nú út fyrir mig hvort að rétt er það sem gengur fjöllum hærra að kennarar hafi í sumum tilfellum gefið frí svo nemendur gætu mætt í Ráðhúsið. Mig langar til að vita hvort þetta sé rétt vegna þess að ég tel að skrílslæti séu ekki á námskrá skólanna og einnig að kennarar séu skyldir til að gæta fyllsta hlutleysis gangvart nemendum sínum. Sem þó er mikill misbrestur á eins og sést í hvert skipti sem að kjaramál þeirra eru í hámarki og nemendum beitt fyrir vagninn. Ég beini því til háttvirts menntamálaráðherra að hún beiti sér fyrir rannsókn á því hvort að þetta sé rétt og sé svo skal þegar færa fjarvist í þá kladda sem það á við og einnig að mínu viti draga þennan frítíma af launum viðkomandi kennara. þar sem að hann var ekki við vinnu sína þennan tíma þetta er það sem er í gildi hjá venjulegu fólki á vinnumarkaði. Eins með alþingismenn hafa þeir enga vinnuskildu heldur, það er spurning hvort við launagreiðendur þeirra ættum ekki að fara fram á stimpilklukku hjá þeim. Það eru Íslensk fyrirtæki þar sem menn fá kort og svo er lesari við dyrnar þannig að hægt er að fylgjast með viðverunni þetta mætti taka upp við Austurvöll.

 


Ræningjarnir rændir.

Stórmerkilegt að sjá hvað menn geta sannfært sjalfan sig um að það sem þeir geri séu björgunaraðgerðir en geri aðrir það sama þá er það glæpur. Allir virðast hafa gleymt vinkilbeygju Svandísar og því hvernig hún náði sáttum við sjálfan sig Margét á í alvarlegri tilvistarkreppu hún er að verða uppiskroppa með politísk date.  Svo að lokum hefði mátt halda að það væri verið að taka upp þáttin ertu skarpari en skólakrakki á pöllunum. Ég vona að flestir sem voru þar hafi fengið skróp í kladdann og kalla skrilslæti lýðræði er einum of. Ef að ég hefði rekið augun í afkomendur mína þarna hefi þau fengið tilsögn í mannasiðum og síðan verið látin borga heim það hlutfall af fasteignasköttum og öðrum gjöldum sem rekja má til gjaldagleði vinstri manna. Ég spái því að fylgi hins nýja meirihluta verði komið vel yfir 50% á vordögum og óska Ólafi til hamingju með kjarkinn.


mbl.is Ólafur kjörinn borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og til var stofnað.

Það var alveg magnað að horfa á imbann í kvöld og sannkristna hneykslun tilvonandi fráfarandi og verðandi minnihluta til að hneykslast á því sem að þau sjálf gerðu fyrir 100 dögum síðan.
Einnig minnist ég þess ekki að sjónvarpið hafi gert mikið af því að finna  gömul viðtöl við menn til að reyna að hafa skoðanamyndandi áhrif á fólk, hefur þó oft verið ástæða til að gera það þegar menn hafa snúist um möndul sinn í Íslenskri pólitík.
Það var leiðinlegt þegar að spyrill margtuggði að það væri ekki venja eða siður að gera ákveðin hlut það væri í raun starfsregla að gera hann ekki en síðan braut hann þessa reglu. 
Það er eins og ganga að manni og segja að venjulega lemji maður ekki fólk en rota hann síðan auðvitað í almannaþágu.
Okkur kemur ekkert við veikindi fólks í fortíð það hefur enginn tryggingu fyrir því að sjá morgundaginn hvorki viðmælandi spyrilsins spyrillinn sjálfur eða þá ég. 
En upp úr stendur það að sjá fólkið sem að henti bumerangnum fyrir 100 dögum fá hann í hausinn aftur. Svo er spurning hvort að tilvonandi fráfarandi meirihluti og verðandi minnihluti hefur skilið rýtinginn sem að lenti í bakinu á gamla góða Villa eftir á glámbekk eða hvort að  til þessa bakstungumáls eitthvað af þeim fjölmörgu hnífasettum sem að í baki hreinlynds Framsóknarmanns standa hefur verið notað
Ekki veit ég það en ég þakka okkar ástkæru pólitíkusum fyrir það að stytta skammdegið fyrir mér.

Og lækka svo fasteignagjöldin NÚNA! og muna eins og þú sáir svo muntu og uppskera.


Má þetta

Hélt að ekki mætti segja hverrar þjóðar afbrotamenn væru. Það gæti alið á kynþáttahatri. Og svo eru þau kyngreind líka hmmm og fleiri konur en karlar. Svo er spurning hvort að rétt er að segja frá þjóðerni fórnarlamba. Samkvæmt hlutleysis reglum ætti þetta að vera svona. Persónur handtóku þrjár pesónur þær persónur eru ekki af sama kyni en þessar persónur eru grunaðar um að hafa rænt persónu sem er leitað en óttast er að sú persóna sé ekki lengur meðal vor.
mbl.is Rændu dönskum ellilífeyrisþega í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrum

Hvað bráðnuðu margir milljarðar tonna af ís umfram nýmyndaðan ís
Bráðnar stöðugt meiri ís vegna þess að það er stöðugt meiri ís að myndast.
Hér er mjög góð grein sem að fjallar um hækkun sjávar á faglegum nótum
En sem fyrr ætla ég að halda í lopapeysuna og hef ekki uppi áætlanir um að flytja á hærri
stað eða kaupa sundfit

http://www.mitosyfraudes.org/Calen7/MornerEng.html


mbl.is Heimskautaísinn bráðnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska innrásinn

Er þetta bara ekki afleiðing af innrás Íslenskra athafna manna á markaðinn hjá Dönum emd komin tími til að Danir verði mergsognir líka.
mbl.is Mikil hækkun á matvælaverði í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband