Lýðskrum

Auðvitað á Kjararáð að gegna skildu sinni og laun þessara hópa að fylgja launum viðmiðunarhópa annað er ekkert réttlæti en það á að afnema allar aukasporslur.

Mín skoðun er sú að hér sé á ferðinni lýðskrum sem að á að ganga vel í okkur síðan er raðað í nefndir útdeilt bitlingum og launaþróunin er bak við tjöldin sem er hættulegt lýðræðinu því að þá fá óþekkir þingmenn ekki þau embætti sem að skaffa aur í búið.

Ríkisstarfmenn eiga að fá laun sín samkv taxta sem á að fylgja öðrum en ekki samkvæmt tvöföldu launakerfi þar sem óunnin yfirvinna og dagpeningar spila stóran þátt í afkomunni.


mbl.is Banna launahækkun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

hvernig væri þá að hækka lægstu laun og atvinnuleisisbætur upp í þá upphæð að fólk geti lifað af án þess að þurfa að leita til kirkjunar um mat. giska

á að það megi alls ekki. svo eru alþingismenn nógu margir nú þegar, hvað eru þeir 63, og meðal laun óbreitt alþingismans er um

550 þúsund á mánuði, það er engni smá kostnaður við að borga þessu fólki laun - svo eru þeir það margir að þeir þvælast bara fyrir hvor öðrum með endalausu

málþófi, og gera ekkert nema rífast meðan skipið sekkur, sem segir allavega mér að þeir eru ekki 550 þús króna virði per mánuð. 

GunniS, 20.12.2009 kl. 12:40

2 identicon

Þú ert náttúrulega hálfviti Jón Jónsson

jon petursson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:50

3 identicon

Ég er ríkisstarfsmaður og fæ laun eftir kjarasamningi starfsmannafélags ríkisins - en þar eru engir dagpeningar né aðrir aukabitar.  Bara hreinn launataxti.

 Afhverju ættu sumir ríkisstarfsmenn að hafa þetta eitthvað öðruvísi?  Stjórnmálamenn ættu t.d. bara að fá greitt fyrir þá nefndafundi sem þeir mæta á, ef þeir mæta ekki þá fá þeir ekkert.

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér finnst nú mikið í lagt ef að ég fæ að bera sæmdarheitið hálfviti. Held að þið náið ekki alveg því sem að ég er að segja en það er að þetta er sýndarmennsku frumvarp ætlað til að slá ryki í augun á okkur meðan að aðallaunagreiðslur eru fólgnar í sporslum og bitlingum. Auðvitað eiga lægstu laun að duga til framfærslu en um það fjallar ekki þetta frumvarp það var í síðustu viku dæmi þar sem að á að manneskja telst ekki hafa nóga framfærslu af launum sínum hér á landi til að geta fengið búsetu það er hinsvegar annað mál. Þetta mál snýst um að telja okkur trú um að þingmenn séu að taka á sig byrgðar sem að er í bestafalli ekki rétt. Það á síðan að virða kjarasamninga þeirra eins og annarra því að þó þeir telji allt í lagi að brjóta okkar samninga þá þurfum við ekki að fara á sama plan er það.

Síðan en ekki síst er hættan á að þessar bittlinga launagreiðslur leiði til þess að þingmenn verði fylgisspakari við frumvörp af ótta við að missa spón úr aski sínum með því að fá ekki réttu sætin í réttu nefndunum. Það er til dæmis athyglisvert að ó öðrum stjórnarflokkinum hallmælir engin  Icesave meðan í öðrum flokkum menn eru á móti og með er það vegna þess að Samfylkingin er einn hugur ein hönd eða er það eitthvað annað samkvæmt öllum meðaltalsreglum ættu skoðanir að vera skiptar þar líka ekki satt.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.12.2009 kl. 13:00

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Jóhannes og það á að virða samninga þeirra eins og annarra ríkisstarfmenn eru líka fólk. Það sem þarf að laga er auka takan.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.12.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband