Ég er fylgjandi uppbyggingu iðnaðar hér á landi.

Ég er fylgjandi uppbyggingu iðnaðar hér á landi en ég sé ekkert grátlegt við þá umræðu að fólk sé ekki sátt við að athafnamaður sem að átti stóran hlut í fyrirtækjum sem voru þess valdandi að hér fór allt á hliðina fái ívilnanir til að reisa hér fyrirtæki. Mér finnst eiginlega eðlilegt að fólk sé tortryggið á athafnasemi viðkomandi hann á jú sú athafnasemi hefur sé eitthvað að marka fréttir leitt hlutar sem að kallaður er Icesave og valdið því að allur árangur sem náðst hefur í afkomu fólks síðustu 15 ár er horfin og gott betur. Þessi sama athafnasemi kemur til með að verða ein af orsökum þess að lán okkar íbúðaeigenda hækka um 13,4 miljarða núna eftir áramótin og greiðslubyrði eftir því.

Ég sé ekkert grátlegt við það að fólk sé tortryggið í þessu máli og tortryggnin eykst þegar hver á fætur öðrum er ber að ýmsum tenginum eg til dæmis lít öðrum augum á allt sem að Vilhjálmur sagði í Silfri Egils eftir að þær tenginar sem hann hefur við ákvarðanir í þessum málum komu í ljós.

Það getur vel verið að þetta sé allt hið besta mál en ég held að þeir sem sjá um þesi mál ættu að láta vera að tala niður til þjóðarinnar sem þarf að borga brúsan af öllu bullinu sem  hér var í gangi

Er virkilega ekki hægt að siðvæða þetta þjóðfélag á friðsaman hátt.


mbl.is „Grátleg umræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband