18.12.2009 | 21:12
Menn eða mýs
Á tímum eins og við lifum nú kemur svo berlega í ljós hvort fólk er það sem oft er kallað menn eða mýs og þá átt við hver við erum í raun. Erum við innhverf og sjálfselsk föst í því sem að kemur okkur best og látum líf meðbræða okkar okkur engu varða eða gefum við af okkur lítum til með öðrum og sínnum þeim sem minna mega sín alúð og gefum þeim af okkar tíma.
Í þessu tilfelli fer ekki á milli mála hvor tegundin var á ferðinni það var sá hluti tegundarinnar sem að gerir mann hreykin af því að tilheyra mankyninu fólk sem tekur sig til og gefur öðrum af sínum tíma nú á aðventunni þegar flestir eru önnum kafnir í hlaupum á eftir fánýti.
Ég mæli með að þessar konur komi til greina sem kanditatar fyrir menn ársins því nú sem stendur þurfum við á eins mörgum að halda af þessari tegund eins og mögulegt er til að vega á móti músarhluta tegundarinnar sem allur virðist hafa þjappað sér í stjórnsýslunna og dettur ekki í hug að gefa neitt eftir af því sem að tekist hefur að sölsa undir sig.
Tryggðu vistmönnum elliheimilis jólatré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.