7.12.2009 | 19:00
Byrjað að undirbúa samþykki
Ég hef lengi haft mætur á Atla þó að ég sé honum ósammála um nokkurn vegin allt en ég hef talið þar fara mann sem trúr er sannfæringu sinni og viss um að það sem að hann gerir sé rétt.
Sé það tilfellið að hann sé að fara í frí til að þurfa ekki að vinna samkvæmt sannfæringu sinni þá get ég með góðri samvisku fækkað um einn í þeim hóp manna sem að ég hef talið vera í fyrirmyndarhópi stjórnmálamanna okkar.
Ég get ekki annað en tekið orð hans trúanleg um það að þetta hafi verið löngu undirbúið en þetta hefur sáð efa í huga mans og ekki verður hann minni ef hin fara nú að týnast í burtu. Eina ráðið í stöðunni er að staðgengill Atla greiði atkvæði á sama hátt og Atli hefði greitt.
Það myndi það slá á þessar hugrenningar ef Atli lýsti því yfir hvernig hann ætlaði að verja atkvæði sínu og staðgengillinn greiddi síðan atkvæði á sama hátt. Sama gildir um aðra þingmenn á Alþingi sem verða í fríi meðan Icesave er afgreitt hvar í flokki sem þeir eru. Þjóðin á rétt á því að vita hvaða nöfn eiga heima á minnismerkinu um þá sem að greiða samningum atkvæði svo að ekki þurfi að byggja annað til að minnast þeirra sem hlupu undan merkjum.
Atli í leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.