7.12.2009 | 13:44
Enn er bullað
Er þetta sama fólkið og vill ekki taka skatt af inngreiðslum í lífeyrissjóði vegna þess að það hafi áhrif á framtíðina.
Ég sé engan mun á því nema kannski á verri veg að ætla að ráðstafa tekjum einhverra fyrirtækja allt til 2018 með sama áframhaldi verður ekkert fyrirtæki hér 2012 ef þessi stjórn ríkir mikið lengur.
Hvað á að koma í stað þessara skatta á þessum árum og er það tilviljun að stjórnin velur þau ár sem koma strax að loknu kjörtímabili hennar ef hún tórir það lengi sem að ég vona að æðri máttavöld forði oss frá.
Mig langar að vita hvað er hagstæðara við þessa aðgerð heldur en skatt af inngreiðslum í lífeyrissjóði sem að tíðkaðist árum saman og við lifðum ágætlega við.
Sjóðirnir hafa heldur ekki sýnt þá afkomu snild í ávöxtun að mínu mati að þeir eigi skilið að fá þessa peninga sem er betur varið í að greiða niður skuldir ríkisins.
Að mínu mati enn ein aðgerðin sem sýnir nauðsyn þess að skipta þessu fólki út núna!
Greiða fyrirfram vegna raforku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.