3.12.2009 | 21:24
Löngu vitað
Ég held að þetta hafi verið hverjum þeim sem vita vill ljóst um nokkuð skeið. Hinir miklu snillingar okkar geta verið hreyknir af sjálfum sér fyrir að hafa eyðilagt eitt af betri þjóðfélögum í heimi og skipað sér sess í sögunni. Að mínu mati gætu þeir lent á svipuðum stað og Nero
Þeim verður varla líkt við menn sem að voru þjóð sinni til gagns.
Naglann í kistuna rekur síðan himnasendingin úr Norðausturkjördæmi sem búin er að skattleggja allt hér til andskotans og er ekki stoppaður enda er enn 21 dagur til jóla og því 21 möguleiki á að gleðja þegnanna.
Ég spái því að eftir að hafa etið jólakvöldverð og notið þá muni háttvirtur átta sig á því að hann hefur gleymt að leggja á sprengigjald kolefnisgjald eldspýtnagjald hreinsunar gjald og hávaðaskatt á flugelda og muni laga það í einum grænum fyrir áramótin.
Þessi sending úr Norðausturkjördæmi er ein og sér nógu góð rök til að breyta landinu í eitt kjördæmi og minnka vægi landbyggðarinnar á þingi.
Ég mæli með að þessari ríkisstjórn verði hjálpað til að skilja að hennar tími er komin og farin því fyrr því betra fyrir land og þjóð
Lifi frjálst og fullvalda Ísland ekkert f Icesave né ESB
Ísland stefnir í greiðsluþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kann að vera Skattgrímur gleymi að leggja á eldspýtnagjald fyrir áramót. En hitt er ljóst að hann fer í einu og öllu eftir ráðleggingum ,,Smjagalls'', yfirsamningamanns Icesave.
Heyrst hefur að Smjagall (alias Indriði Þorláksson) hafi brugðið sér til Rúmeníu á dögunum, þ.e. eftir að hann var búinn að sýna Skattgrími hvernig mætti ná nokkrum milljónum af lýðnum með því að setja aukaskatt á heitavatnið.
Erindi ferðalags Smjagalls var ekki að leyta ráða hjá kommúnistum í Rúmeníu, enda búið að drepa þá flest alla sem eitthvað áttu undir sér, þar með talið Causescu heitinn, sem ,,nota bene'' núverandi bóndi á Bessastöðum mærði í ræðu og riti fyrir margt löngu, eða nokkrum misserum áður hann (þ.e. Causescu) var drepinn. Nei, erindið var einfaldlega að kaupa upp hitamælana sem Causescu lét framleiða (áður en hann var drepinn) og dreifði á meðal lýðsins. Þessir mælar eru þeim kostum gæddir að sýna ávallt +10°C hærra hitastig en er í raun. Þegar við, aumur íslandslýður, verðum orðin það aðþrengd að við höfum ekki lengur efni á að greiða fyrir heitavatnið og hýrumst í köldum húskofum og berjum okkur til hita á milli þess sem þrælað verður fyrir ríkissjóð (þ.e. þeir sem hafa launaða vinnu) svo hægt sé að greiða laun ört fjölgandi ríkisstarfsmanna og einhverjar örlitlar bætur til þeirra sem eru án atvinnu, þá verður gripið til þess ráðs að banna alla hitamæla á landinu nema hina rúmensku ríkishitamæla! Hinum ,,nýju'' rúmönsku mælum verður síðan dreift meðal lýðsins, líkt og gert var í upprunalandinu, og öllum sagt að hætta að kveinka sér, hér sé fínn hiti, þökk sé gróðurhúsaáhrifum kapítalismans!
Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.