1.12.2009 | 13:53
Að hámarka eignirnar.
Þetta vekur hjá mér smá hroll
"Í tilkynningunni segir, að skilanefndin telji að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008"
Ég legg þann skilning í orðið að hámarka að viðkomandi nefnd ætli sér að ganga hart fram í að leysa til sín fé og lausa muni fólks sem að fyrirrennari bankans lánaði pening áður en að hann hóf leik sinn að gengi krónunnar og tók þátt í því að fella Íslenskt hagkerfi
Það er svona svolítið eins og að vera staddur í endurgerð á Alien mynd að líta yfir þjóðfélagið nú um stundir.
Finnur Sveinbjörnsson hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já maður hefur á tilfinningunni að bankakerfið sé geðklofa sjúklingur í samfélaginu.
Svo á að fara að tala um traust?
Sif Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:38
Já, mér lízt heldur ekki á blikuna, Jón Aðalsteinn.
Verður það ekki eins í Íslandsbanka?
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 15:17
Sú var tíðin að eignarrétturinn væri friðhelgur og enginn mætti svipta eigandann eign sinni.
Þúsundir Íslerndinga létu glepjast og keyptu hlutabréf þ. á m. í Búnaðarbankanum og ýmsum fyrirtækjum eins og fjárfestingarfélaginu Auðlind sem síðar rann inn í þessa svikamyllu.
Allt þetta hlutafé þúsunda Íslendinga, sparifé 20 ára, virðist vera glatað en ýmsir erlendir aðilar þ. á m. vogunarsjóðir fá núna þetta góss á silfurfati.
Það mætti afnema þessa stjórnarskrárgrein um friðhelgi eignarréttarins fyrst þetta heldur ekki betur en raunin er.
Eiga þeir að stela sem ekki kunna að fela? Þjófnaðurinn á sparifé okkar er svo augljós.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2009 kl. 16:14
Já ég held að nú hefijust upptakan fyrir alvöru þó að ég voni að ég hafi rangt fyrir mér
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.12.2009 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.