Hin áhyggjulausi Steingrímur.

Steingrímur sér þörfina fyrir að taka á málum af þessu tagi stendur þá líka til að afnema aukagreiðslur til formanna stjórnmálaflokka sem að ég veit ekki betur en að Steingrímur hafi notið.

Afnemum þær og afnemum síðan stjórnmálaflokka á meðan meðlimir þeirra skera niður hjá öllum öðrum passa þeir glóðarlampann undir eigin rassgati.

Sem fyrr um sjómaður skora ég á sjómen að standa fastir fyrir og verða fyrsta stéttin sem stoppar þessa jörvagleði skattheimtumanns ríkisins áður en hann verður þess valdur að stór hluti þjóðarinnar yfirgefi landið.


mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Móri ætlar að færa skattakjör sjómanna nær kjörum annarra stétta eins og hann er að tala um, þá hlýtur það að ganga yfir línuna. T.d. verður þá ekki sett lög á verkfall sjómanna næst þegar samningar eru lausir. Það er 100% öruggt að sjómenn gefa ekkert eftir í samningum. Síðustu verkföll hafa verið leyst upp af hinu opinbera með lögum. Núna getur ríkið ekki gert það. Með því að fella niður sjómannaafsláttinn er verið að slá blautum hanska beint í andlitið á sjómönnum. Ríkið getur ekki í dessert rekið þá eins og rakka á haf út eftir stutt verkfall eins og reyndin hefur verið í undanförnum kjaradeilum. Nú láta sjómenn sverfa til stáls. Þeir hljóta að miða sínar aukasporslur og kjör við það sem best gerist hjá t.d. ráðuneytum og öðrum slíkum. Greiðslur v. vinnufatnaðar, dagpeningar v. fæðis, internets og slíks verður reiknað í botn ásamt öðru sem sjómenn hafa ekki verið stífir á fram til þessa. Yfirmenn munu heldur ekki samþykkja lengur að bera ábyrgð á milljarða fiskiskipum um hátíðir kauplaust eins og nú er.

Ríkisstjornin fór þarna gróflega yfir línuna. Held þarna sé bæði vanþekking og reynsluleysi sem spilar inn í hjá stjórnvöldum, auk þess sem Jóhanna og Steingrímur gera allt til að halda í afdankað embættismannakerfi, á kostnað þeirra sem eru að framleiða og búa til gjaldeyrisskapandi vörur.

Hvar er Gylfi klappstýra ríkisstjórnarinnar Arnbjörnsson núna? Hvar er verkalýðshreyfingin? Ef þetta eru viðbrögðin hjá verkalýðshreyfingunni í þessu máli, þá er ekki von á góðu hjá stétt hinni vinnandi fólks á næstunni. Gylfi og co. munu ganga með ríkisstjórninni í þessari marseringu. Skjaldborg heimilanna var þá bara enn eitt grínið frá Samfylkingunni.

joi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:54

2 identicon

Heyr Heyr..mikið er ég sammála þér. Þetta er orðið of langt gengið.

Jón Karl Ágústsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:54

3 identicon

Það eru engin rök fyrir því að sjómenn fái skattaafslátt lengur. Þeir þéna eins og forstjórar og skipin eru innréttuð eins og hótel. Það er fáránlegt að þeir eigi að borga minni skattar enn við hin.

Víðir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:57

4 identicon

þessir flokkar sama hvað þeir eru kallaðir hafa aldei staðið við neitt nema að kækka sín laun og pota sínum í góðar stöður og hvað með eftirlaunin þeirra þessara hunda

gishj (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:04

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Þið megið ekki gleyma því að sjómannaafslátrin hefur alltaf verið reiknaður sem hluti af tekjum sjómanna, verði hann afnumin þá er verið að skerða kjör þeirra sem því nemur. Gylfi Arnbjörnsson og ASÍ getur ekki varið slíkar gerðir ríkisstjórnarinnar. Það kæmi mér ekkert á óvart að sjómen sigli í land rétt eins og áður þegar þetta var á takteinum stjórnvalda. Vilji stjórnvöld ófrið á vinnumarkaði þá er þetta rétta leiðin til þess.

Rafn Gíslason, 27.11.2009 kl. 13:13

6 identicon

Vilji stjórnvöld stríð við verkalýðinn, þá fá þau stríð. Kannski ekki við ASÍ. Þau samtök myndu steinhalda kjafti þó grár fugl í terelín buxum kæmi og migi yfir þau!!!

Sjómannaforystan lætur ekki vaða svona yfir sig. Hún getur það ekki. Ef það gerist, þá er óhætt að pakka hér saman og flytja burtu. Ríkisstjornin ætlar að gefa Hollendingum og Bretum einhverja tugi, hugsanlega hundruði milljarða að óþörfu, ok. það er þeirra mál. Þetta er aftur á móti prinsipp.

Hugsanlega gætu Jóhanna og steingrímur leyst þennan vanda, og notað skúffufé ráðherra í að greiða sjómönnum tekjutap sem þeir verða fyrir út af þessu? Þá kemur þetta út á jöfnu.

Fólk má heldur ekki halda að þessar ráðstafanir komi við útgerðarmenn. Þetta er mál sem snýr að sjómönnum annars vegar, og ríkinu hins vegar.

Á meðan auðglæpamenn ganga hér lausir, og eru aftur að sölsa undir sig fyrirtæki sem þeir og þær settu á hausinn með þusunda milljarða tapi, sem almenningur þarf að borga, þá er verið að kroppa í hluti eins og þennan sjómannaafslátt.

'Eg skora á fólk að skoða betur aðstæður sjómanna. Menn mega ekki halda að allir séu á frystitogurum við top aðbúnað, þó lífið þar sé oft einhæft, og launin 190 þús á mánuði. Margir eru að sækja sjóinn á smærri bátum. Það er líkamlega erfitt starf. Menn endast ekki eins lengi þar. Nú hafa fáir lífeyrissjóðir verið skertir meira en lífeyrissjóður sjómanna. Það bætir ekki ástandið hjá sjómönnum. Óvissa í sjávarútvegsstefnu ríkisstjornarinnar gerir það að verkum að þeir sem vilja hasla sér völl í greininni setja ekki peninga í að byrja. Það er glapræði. Kvóti í dag, þjóðnýting á morgun. Kannski verður það fimm ára áætlun og Gúlag eftir áramótin?

Þegar "vitringar" á borð við Ólínu Þorvarðardóttur eru farnir að stjórna sjávarútvegnum á Íslandi, þá er stutt í að þetta sigli allt í strand.

joi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:38

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála flestu hér en langar til að spyrja Viðir

þú segir
"Það eru engin rök fyrir því að sjómenn fái skattaafslátt lengur. Þeir þéna eins og forstjórar og skipin eru innréttuð eins og hótel. Það er fáránlegt að þeir eigi að borga minni skattar enn við hin"
Hvaða máli skiptir hvernig skipin eru innréttuð og eiga þá laun að lækka í hlutfalli við íburð á skrifstofum forstjóra eða launamanna almennt?

Málið er að hér er ekki um afnám skatts að ræða í raun heldur lækkun tekna og brot gegn kjarasamningi. Þetta er umsamið við sjómenn svo ef Steingrímur vill vera trúanlegur flytur hann í kvöld frumvarp um afnám aukagreiðslna til formanna stjórnmálaflokka og afnám allra greiðslna til stjórnmálaflokka yfirleitt og afnám aukagreiðslna fyrir að sinna lögbundinni vinnu sinni eins og þar á ég við aukagreiðslur fyrir setu þingmanna í nefndum og ráðum.

Síðan mættu mörg okkar líta í spegil og spyrja okkur sjálf þeirrar spurningar hvers konar manneskjur við erum ef að við fögnum því og mælum með að lög séu brotin á öðrum heldur en okkur sjálfum Hvar vorum við þegar gengið var í hæðstu hæðum og laun sjómanna lág vorum við að mælast til þess að stjórnvöld hækkuðu þau. Nei við gerðum það ekki.

Mér finnst ekki stórmannlegt af okkur ef að barátta okkar gegn arfavitlausum stjórnvöldum á að felast í því að leiða aðra fram til aftöku. Losum okkur heldur við óhæfa stjórn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.11.2009 kl. 13:57

8 identicon

Þessi umræða á eftir að skiptast í 2 hópa eins og venjulega - Þeir sem eru á móti sem eru sjómenn og þeirra fólk og svo hinir í landinu sem sjá þetta bara með augum mismununar þegnanna. Eitt vil ég benda á - Það er alltaf rætt um sjómenn í þessu samhengi sem FISKIMENN. En það eru fleiri sjómenn á Íslandi, bæði farmenn og svo eru sjómenn í starfi hjá hinu opinbera þ.e. Landhelgisgæslunni og Hafró. Ekki veit ég til þess að gengi krónunnar hafi hækkað launin þar á bæ heldur þvert á móti. Ekki er til rekstrarfé til að reka skipin þar sem fjárveitingar hafa staðið í stað og olía og önnur aðföng hafa hækkað. Þar með er dregið úr rekstri viðkomandi skipa og störfum fækkar og launin lækka. Ekki er aðsóknin í störf sjómanna hvort heldur er fiskimanna eða annarra svo mikil að það verði að stemma stigum við það. Aðsóknin í menntun skipstjórnar og vélstjórnar er lítil og erfitt er orðið að manna skipin því að aðstæður í landinu eru orðnar þannig að fáir vilja/meiga vera á sjó. Konur þessa lands vilja nefnilega hafa kallana sína heima. Það að fella niður sjómannaafsláttinn er ekki til að auka aðsóknina að störfum sjómanna. En ef svo fer þá hlítur Steingrímur að ríða á vaðið og hækka laun þeirra sjómanna sem starfa hjá honum (ríkinu) sem nemur þessum skattahlunnindum. Því stendur útgerðin ekki svo vel að hún getur alveg bætt þessu á sig. Með sjómannakveðju

Einar (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:06

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvað um ferðastyrki þingmanna og búsetu styrki landsbygðarþingmanna mega þeir ekki fjúka ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.11.2009 kl. 14:19

10 identicon

Jón,

Það að skipin séu innréttuð eins og Hótel kemur því við að ég veit ekki betur en að ein af rökunum fyrir sjómannaafslættinum væru að sjómenn ynnu við hrikalegar aðstæður í þágu þjóðar.

Það meikar engan sens að ríkið sé að taka þátt í að auka kjör lítils hóps umfram aðra í samskonar stöðu. Ríkið á ekki að niðurgreiða laun fólks til fyrirtækja. T.d. er persónuafsláttur í raun fáránlegur, það eina sem hann gerir er að niðurgreiða lægst launuðu störfin fyrir fyrirtækin, í stað þess að við séum eins og t.d. Svíar þar sem allir borga alla veganna  30% skatt og launin eru hlutfalslega hærri í samræmi við framfærslukostnað. Þá borgar skilst mér 30% af þjóðinni enga skatta.

Þetta er eitthvað sem t.d. ASÍ virðist ekki átta sig á. Þeir eru í raun að viðhalda vítahring hinna lægst launuðu með því að berjast fyrir persónuafslætti og skattaívilinum fyrir hina lægst launuðu í stað þess að krefjast hærri lámarkslauna sem fyrirtækin þurfa þá eðlilega að standa undir. Þau nb. borga miklu lægri skatta en almenningur.

Þess vegna meikar engan sens að einhver einn hópur sé tekin út og fái enn frekari kjaraaukningu og það án þess að tekið sé tillit til tekna. Það er nóg að vera á sjó og þá færðu hvað 20-30 þús. aukalega á mánuði frá ríkinu þó þú sért t.d. með 1 000 000 í mánaðarlaun. Nú hlaupa einhverjir til og fara að tala um þá sem eru ekki með 1000 000 og að þeirra kjör lækki. Þá spyr ég afhverju eiga menn sem vinna á sjó með lág laun að fá launauppbót frá ríkinu umfram þá sem hafa jafn lág laun á land?

Víðir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:26

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Viðar Það breytir ekki því að þessi hlutur er hluti af kjarasamningi og verði hann tekin af þá er það brot á samningi. Mér finnst dálítið skelfilegt hve auðvelt það er GRÍMI að láta fólk vinna skíttverkin  á félögum sínum í baráttunni en það er svo sem þekkt aðferð í gegnum söguna stjórnvöldum hefur meira að segja tekist að láta fólk velja úr sínum eigin röðum hverjir eigi að leggja í móðuna miklu þann daginn.

Öryrkjar í síðustu viku fæðingarorlof í gær sjómenn í dag hvað á morgun.

Víðir ég var í vel á annan tug ára á sjó frá því að vera í klefa sem kallaður var gasklefinn þar sem að voru 3 kojur ca 175 á lengd engin loftræsting sex menn sváfu þarna í örrými og vöknuðu stundum með blóðnasir, í það að vera með mína eigin káetu með svefnrými baði og setustofu. Ég varð aldrei var við það að það væri neitt léttara að standa af sér ölduna þó að búnaðurinn væri betri og hrikaleiki Norður Atlantshafsins hefur ekkert minkað þó að það sé komin sauna í skipin.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.11.2009 kl. 15:43

12 identicon

Punkturinn í þessu máli öllu saman er hvernig getur það verið réttlátt að ríkið gefi einum hópi meiri skattaafslátt en öðrum óháð tekjum. Ef það eru lög sem segja að sjómenn eigi að fá meiri skattaafslátt en aðrir þá vona ég að þeim lögum verði breytt hið snarasta. Sjómenn fari svo að heiga sína kjarabaráttu við sína vinnuveitendur, en hlaupi ekki til ríkisins ef illa gengur að semja.

Ég veit að ég mun styðja sjómenn í kjarabaráttu við réttan aðila, sinn vinnuveitanda, fullum hálsi. En að sjómenn fái einhvern auka skattaafslátt fram yfir aðra það er einfaldlega ósanngjarnt alveg sama hvernig er litið á málið og þá skiptir engu að hlutirnir hafi verið einhvernvegin í fortíðinni og að það sé erfitt að vera á sjó. Ef það er erfitt að vera á sjó þá ættu launin að vera hærri þar en þar sem það er auðveldara vinna og þá á sá sem gerir út sjófarirnar að bera þann kostnað og þá skiptir máli að sjóferðirnar séu arðbærar annars er engin tilgangur með því að fara á sjó eða hvað.

Víðir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband