Jafnrétti fyrir alla.

Ég er a móti ofbeldi en ég vil ráðast gegn öllu ofbeldi líka ofbeldi gegn körlum en þeirra staða virðist oft gleymast.

Má ekki hafa dag gegn ofbeldi á körlum kannski er hann til en ég hef ekki heyrt um hann. Hvernig væri dagur til styrktar feðrum um jafnan rétt til umgengni við börn sín ekki hef ég heyrt um hann. Eða þá dag fyrir karlmenn sem beittir eru heimilisofbeldi þeir eru jú til.

Þangað til að ég sé dag sem helgaður er baráttu gegn öllu ofbeldi, dag sem helgaður er rétti barna til begggja foreldra án tillits til kynferðis einfaldlega dag sem helgaður er fólki án þess að greina það í undirhópa eftir kyni litarraft eða þjóðerni.

Þangað til ég sé svona dag haldin hátíðlegan lít ég á þessar samkomur sem þarfar en að hluta til með þann eina tilgang að slá keilur fyrir almenningsálitið.


mbl.is Jóhanna leiðir ljósagöngu á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek heilshugar undir með þér..Ég var undir andlegu ofbeldi í mínu sambandi td....Og hef ekki náð mér enn...Ekkert hugsað um okkur karlpeninginn...Kveðja.

Halldór Jóh.. (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitið Halldór þetta er því miður rétt hjá þér og að hluta til vegna þeirrar ástæðu að mínu mati að karlmenn hafa ekki verið nógu duglegir að halda þeim málum á lofti sem snúa að þeim í jafnréttis umræðunni. Stundum og kannski ekki að ástæðulausu finnst mér eins og kynbræður vorir sú hræddir við að nálgast hana á jafnréttisgrundvelli vegna þess að þeir verði álitnir einhverjar karlrembur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.11.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Jón

Ég var einmitt að hugsa þetta sama, eftir að ég komst yfir það að Jóhanna væri að fara leiða göngu gegn ofbeldi þegar að hún er jú einmitt þessa stundina með hendurnar vel klemmdar utanum háls íslensku þjóðarinnar. En ég er amk. alveg 100% sammála þér og mér finnst réttur karlmanna þegar það kemur að umgengni við börn sín eftir sambandsslit vera til skammar og þar ríkir ekki ein ögn af jafnrétti. Það liggur við að móðirin geti verið fíkill og samt eigi faðirinn engan rétt til að sjá um börnin sín.

Jón, 24.11.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband