Einfalt svar

Nú er spurning hvað við Íslenskir neytendur gerum reynist þetta satt sem að ég hef fulla trú á þessar sögusagnir hafa verið í gangi ansi lengi. Svar okkar neytenda séum við ekki algjörir bjöllusauðir hlýtur að vera að sniðganga vörur þessara framleiðanda. Skora á Íslendinga að sýna samstöðu og sleppa Ora baununum með hangikjötinu til að sýna að við séum menn en ekki mýs sem hægt er að fara með eins og sauðahjörð.
mbl.is Vill betra verð frá birgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki verið neinn jámaður Jóns Sullenberger í baráttu hans við Baug. Helst hef ég fundið honum það til foráttu að hann virðist vera Sjálfstæðismaður en ég er vinstrisinni!

En ég styð hann heilshugar í þessarri baráttu hans við fákeppni á matvörumarkaði. Það er ljóst að Baugur hefur heljartök á matvörubirgjum og misnotar stöðu sína miskunnarlaust gagnvart þeim sem voga sér að fara í samkeppni við þá. Þessi misnotkun mun alltaf, til lengdar stuðla að hækkuðu vöruverði.

Mér finnst að Jón Sullenberger eigi það inni hjá almenningi að fá fullan stuðning, í þessarri tilraun, og til að reyna að koma í veg fyrir að Baugur beiti bolabrögðum til að brjóta niður þetta þarfa skref.

Áfram Jón Sullenberger!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 19:55

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ekki ætla ég mér að sýna samstöðu með það að hætta að borða grænar baunir, þó að einhver Sullenberger verslun fái þær ekki á því verði sem hann óskar sér. Ég ætla mér að halda áfram að styðja íslenskt, hvort sem það er frá Ora, Kjarnafæði, Goða eða öðru ísl. fyrirtæki.

Hjörtur Herbertsson, 20.11.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Flott hjá þér Hjörtur það er um að gera að stuðla að samþjöppun á markaði svo að við fáum að borga sem hæst verð fyrir vörur okkar. Ekkert nema gott um það að segja

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband