19.11.2009 | 16:33
Ríkið á undan með góðu fordæmi
Það er nú aldeilis flott hjá alþýðlegum stjórnvöldum vorum að þau kreisti svo fram sparnað í löggæslu vorri að nú sé hægt að fjölga í liðinu þetta er kannski vinstri lausnin á atvinnuleysinu að
spara og segja upp fólki til að geta ráðið fólk aftur.
Það kemur fram í fréttinni að "Breytingar hafi verið gerðar á vaktkerfum, deildir lagðar niður og laun lækkuð hjá starfsmönnum, svo nokkur dæmi séu nefnd." (feitletrun er mín)
Það er því ljóst að ríkið gengur á undan með góðu fordæmi fyrir aðra atvinnurekendur og er þeim sönn fyrirmynd við að jafna út laun Íslenskrar alþýðu þannig að allir nái jafnvægi og samstöðu á botninum nema náttúrulega rúmlega 60 einstaklingar og vinir þeirra og vandamenn sem að skammta sér af borðinu eftir sjálfdæmi.
Það kom mér því ekki á óvart er ég heyrði fullyrt í mín eyru í dag að eitt af þeim fyrirtækjum sem að þrýsti hart á launþega sína núna um að falla frá samnings og lögbundnum launahækkunum sínum er í raun ríkisfyrirtæki það er fyrirtæki í skjóli ríkisbanka, ormahreinsað í boði og á kostnað alþýðunnar of getur síðan flækst fyrir öðrum fyrirtækjum á frjálsum markaði.
Ég er svo sem ekki hissa á þessu enda varla við öðru að búast að framkoma fyrirtækja í eigu velferðarstjórnarinnar við landsmenn sé eins og stjórnin sjálf kemur fram við þegna sína.
Ég fer fram á að ASI birti nöfn þeirra eða þess fyrirtækis sem að uppvíst var að því að þrýsta á starfsmenn sína að falla frá lögbundnum launahækkunum.
Þetta á ASI að gera svo að aðrir launamenn geti beint viðskiptum sínum til fyrirtækja sem virða starfsfólk sitt og hafa ekki þurft á afskriftum að halda. Og til þess að þeir launamenn sem það vilja geti fært fé sitt úr þeim stofnunum sem reka viðkomandi fyrirtæki til að sína vanþóknun sína.
Ég velti því stundum fyrir mér hvað Steingrímur og Jóhanna myndu segja ef að þessi ógæfuspor væru stigin af hægri stjórn
Auglýst eftir lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á mesta niðurskurðatíma Lýðveldisins þá er lögreglumönnum fjölgað.
Þetta vekur upp ótal spurningar.
Þetta hefur ekkert með þessa opinberu skýringu að gera að sparnaður hafi náðst með hagræðingu hjá lögreglunni. Ef það væri tilfellið þá hefðu þessir þessir peningar verið sendir beint inn í sjúkrahúsin.
Nei, málið er að það er tekin köld yfirveguð ákvörðun um að fjölga lögreglumönnum.
Það eru einhverjir sem setja það í forgang að fjölga lögreglumönnum.
Af hverju þarf að fjölga lögreglumönnum á þessari stundu?
Hvað eru stjórnvöld að búa sig undir?
Af hverju þarf að styrkja lögregluna?
Er búist við miklum mótmælum og átökum í vetur þegar búið er að samþykkja Icesave og segja upp fullt af ríkisstarfsmönnum?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 17:01
Blessaður Friðrik
Ég tel að það sé margt til í orðum þinum. Held að það sé ljóst að það verði engin friður hér á nýju ári
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2009 kl. 17:13
Fyrir þá sem ekki vita: Löggæslan er í algjöru lágmarki. Þessar stöður sem verið er að auglýsa eru 80 - 90 % þegar mannaðar og er því aðeins um 9 mánaða framlengingu að ræða. Það er alls ekki eins og verið sé að ráða 40 nýja menn/konur heldur aðeins að koma í veg fyrir að það þurfi að segja þessu fólki upp en þá væri ekki hægt að halda uppi lágmarksþjónustu.
Sveinn (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 18:02
Auðvitað verða mótmæli og aðgerðir.
Annað væri aumingjaskapur " leigu-þýja " , sem þykjast vera ánægð , en eru að koma sér áfram, í þægð . Jafnvel þeir sem eru aldir upp í fátækt og hafa þurft að leggjast lágt , til að vera með .
SMJAÐRA ! ! !
Kristín (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:54
en þá vona ég að þessi mótmæli verði á þeim tíma sem að við sem enn höfum vinnu getum notað til að sækja þau. Við erum háð því að halda vinnunni svo að það þarf að miða við það eigi að nást upp fjöldi meðan verið er að fá steinin til að rúlla
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2009 kl. 22:00
Ég vil svara þeim orðum hérna að ofan af hverju þarf að fjölga í lögreglunni? það er löngu sannað mál hérna að lögreglan er of fámenn til að ráða við öll þau verkefni sem er að dynja yfir því. Hér á landi er inbrotum að fjölga gífurlega og er sífellt meiri verkefni að berast inn á borð hjá lögreglunni um allt landið. Eins og er fólk farið að stunda ólöglega athæfi eins og brugg og fleira.. Með því að fjögla í lögreglunni erum við að styðja það að við fólkið í landinu og börnin ykkar eru öruggari og eiga ekki að lifa við þann ótta sem myndi vera í samfélaginu ef við ætlum til dæmis að fækka í lögreglunni.
Sigurþór (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:19
Sigurþór það er engin að finna að því að fjölgað sé í lögreglunni hún vinnur gott og þarft starf en það sem stingur mig er það að það er gefið í skyn að það sé mögulegt að fjölga í henni vegna samdráttar og lækkunar launa. Síðan er það dagljóst að eftir því sem stjórnvöld leggja vitlausari og þyngri byrðar á þegna sína gera þegnarnir það sem í þeirra valdi er til að komast hjá þeim sé vín of dýrt eykst smygl og brugg hafi fólk ekki efni á að kaupa í matinn eða framfærslu aukast þjófnaðir. Önnur hlið á peningnum er því að gæta hófs í álögum á þegnana.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2009 kl. 22:31
Sæll Jón, ég geri mig vel grein fyrir því að þú sért ekki að mótmæla því og ég skil vel þínar áhyggur. Einungis var ég að reyna að svara fyrsta kommentinu hér að ofan. Verð líka að segja að ég er mjög sammála þér með það að aukin álög og skattar á allt er ekki að hjálpa heimilunum eða neinum. Get einnig sagt það að ég hef ekkert traust á ríkistjórninni sem er við völd núna og viðurkenni það fúslega að vera framsóknar maður og með þær skoðanir sem því fylgja. En auðvitað væri frábært ef hægt væri að leggja meiri pening í menntamál, spítalana, lögregluna, æskulýðsstarfið og íþróttirnar. En því miður þá stöndum við frammi fyrir þeim mikla vanda og mistökum sem icesve deilan er, þess vegna er lítið hægt að gera í neinu nú orðið og er ég sjálfur orðinn skíthræddur um hvenrig maður á að geta lifað á þessu landi þar sem ég er einungis að byrja mitt líf 18 ára að aldri. Þetta er hreinilega orðið skeflielgt og ómögulegt að ætla sér að kaupa íbúð eða bíl þó maður þurfi þess ekki strax en það er fullt af fólki sem er í þeim vandræðum að hafa varla húsaskjól lengur þökk sé okkar frábæru bönkum. Annars er margt sem maður væri til í að væri gert en er bra því miður ómögulegt
Sigurþór (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:10
Skil þig vel Sigurþór en þessu lýkur fyrr en varir og þú og þin kynslóð eigið vonandi betra líf hér þetta hefur nefnilega verið svipað þessu áður ekko svona slæmt en svipað og við rifum okkur upp úr því. Vandamálið núna er getuleysi eða viljaleysi stjórnvalda til að þjappa þjóðinni saman ég hef í raun meiri trú á að Jón Gnarr gæti það en stjórnvöld. Það má líka velta því upp að það virðist vera til nógur peningur forseti Alþingis ásamt fleirum er nú í opinberri heimsókn til Albaní hefði ekki mátt setja þann pening í heimili fyrir langveik börn.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2009 kl. 08:06
Samskonar vinnubrögð ætti að vera hægt að framkvæma í heilbrigðiskerfinu þ.e. þrátt fyrir niðurskurð að hagræða til unnt sé að halda fólki í vinnu. Það er löngu viðurkennt að innan Landspítalans sé gríðarlegt bruðl og óráðsía varðandi mannahald og launamál og mörg dæmi um að starfsmenn séu settir sem deildarstjórar eða sviðsstjórar en eru í raun bara yfir sjálfum sér, eingöngu til að hækka laun, og þegar komið er í slíkar stöður hefur verið hægt að setja á fasta yfirtíð sem aldrei er unnin. Þá eru einnig mörg dæmi um að fólk komist upp með að vera t.d. í 50% starfi en vinna 100% starf og fá mismuninn í yfirtíð. Þetta telur allt og það svakalega. Ég hélt að nýi forstjórinn hefði ætlað að taka ærlega til en svo er hún kominn leyfi frá störfum.
En að öðru leyti þá er gott að hægt sé að fjölga í lögreglunni, ekki veitir af, hvort sem fólk er að óttast aðra byltingu, sem ég hef reyndar ekki trú á að verði. Þó ég sé ekki stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar þá verður að viðurkennast að hún tók við skelfilegu búi og ríkisstjórnin er ekki öfundsverð af þeirri vinnu sem hún er í en ég tel þó að það sé eitthvað að gerast þar þó svo að ég sé ekki sáttur við allt. Ég efast um að hægri stjórn hefði geta sloppið við skattahækkanir og niðurskurð. Það eina sem sjálfstæðismenn benda t.d. á í dag er að taka skatt af séreignarlífeyri en það dugar bara fyrir eitt ár. Eftir það hafa þeir engar lausnir.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 09:17
Bendi ykkur, Guðmundur, Jón og Sigurþór á færslu nr.3 hún segir það sem segja þarf
Bylgja (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:06
Það sem ég var aðallega að hugsa Bylgja þegar ég skrifaði þetta var setninginn um launalækkunina vegna þess að mér barst það til eyrna í gær frá einstaklingi sem að ég tel öruggan heimildarmann að eitt af þeim fyrirtækjum sem fjallað var um varðandi þrýsting á starfsmenn að afsala sér launahækkun sé í raun fyrirtæki í eigu ríkisins það er í eigu ríkisbanka. Sú staðreynd að ríkið sé í farabroddi við að berja niður laun meðan hér rikir þykjustu jafnræðisstjórn er það sem vekur athygli mína.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2009 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.