12.11.2009 | 13:34
Mikilvægi manna
Mér finnst stjórnmálamenn 21 aldarinnar vera að ná nýjum hæðum í sjálfbirgingshætti það er ljóst eftir lestur þessarar fréttar er almenningur í hinum Norrænu velferðar kerfum ekkert annað en skattamaskínur sem gott er að selja bóluefnið þegar búið er að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og síðan fólk sem gegnir mikilvægum hlutverkum í samfélaginu. Hverjir ákveða hvað er mikilvægt og hvað er ekki í þjóðfélagi okkar mér finnast stjórnmálamenn 21 aldarinnar vera farnir að teygja sig nálægt Guði ég vona bara að vængirnir brenni ekki eins og hjá Íkarus.
Í ríkjum sem að kenna sig við jafnræði er nefnilega öllum þegnum boðið upp á sömu þjónustu að mínu mati. Það má skipta fólki niður í hópa eftir því hvað liggur á en að láta einn hóp hafa þessa þjónustu á kostnað annars sem síðan þarf að borga fyrir að fá hana um leið og hann borgar fyrir þá sem að nutu hennar án borgunar. Það á ekkert skilt við jafnræði að mínu mati.
Hyggjast bjóða bóluefni til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér þarna. Þessi frétt er með því fáránlegra sem ég hef augum litið!
Jóhann Elíasson, 12.11.2009 kl. 14:09
Þegar talað er um mikilvæg hlutverk í samfélaginu er væntanlega verið að meina fólk sem sinnir starfi sem má alls ekki falla niður fari allt á versta veg. Til dæmis flugumferðarstjóra, fjölmiðlafólk og lögregluþjóna.
Jón Alfreð Olgeirsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.