Sprengja dagsins

Er yfirlýsing Dofra í Silfrinu að hætt yrði við Helguvíkur framkvæmdir. Þá er fátt annað fyrir okkur félagmenn í VM en að yfirgefa skerið. Það góða fyrir okkur er að vinnuframlagi okkar er vel tekið allstaðar annarstaðar en í Íslenska Alþýðulýðveldinu. En einhvern tíma er komið nóg og verði hætt við allar þær framkvæmdir sem nú eru í pípunum er sjálfshætt hér. Hvernig eigum við annars að halda uppi hinni stórmerkilegu elítu sem að alt veit nema það hvernig er að framfleyta sér af vinnu sem krefst líknalegs atgervis. Nei það er best að fara að huga að brottför og skilja fræðinga eftir á skerinu þeir þurfa þá kannski að fara að setja upp fræðasetur um hvernig eigi að afla sér matar.

Ég tel það stórmerkilegt ef að það verður ekki kafað dýpar ofan í þessi orð sem að mínu mati eru með því ábyrgðarlausasta sem að ég hef lengi heyrt sé engin fótur fyrir þeim. En það alvarlegasta sem ég hef heyrt í langan tíma séu þau sönn.

 


mbl.is Telja ákvörðun Svandísar ólögmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er engu líkara en dýrin í Hálsaskógi séu búin að ákveða að hanga í stjórn á tönnunum þar til þau hafa eyðilagt allt eða orðin tannlaus. Spurning hvort ekki þurfi að flykkjast með tangir á stjórnarheimilið. Þegar þetta blessaða fólk loksins gefst upp verður ekkert eftir til þess að bjarga.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.10.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband