Hættum að drekka Coke. strax

Það sló mig fréttin í sjónvarpinu að útrásarvíkingar okkar njóti verndar umboðana sem að þeir eru fulltrúar fyrir. Ég get ekki skilið annað af fréttinni en að Coca Cola krefjist þess að all nokkurar skuldir falli á Íslenskan almúga annars taki þeir burtu leyfið til að selja Coca Cola. er nú ekki tækifæri fyrir Boð og Banna ríkisstjórnina að banna bara vörur frá þessum aðila. Ég hef svo sem ekki trú á því að þeir geri það frekar en aðra góða hluti sem að þessi stjórn lætur vera, en við getum sýnt samstöðu og hætt að versla við þennan framleiðanda.

Og í dag er ég sammála Agli úr Sífrinu sem að ekki er nú mjög oft. Stöndum nú saman og sýnum hvað í okkur er spunnið og hættum að drekka Coke.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Eigum við þá að pína í okkur Pepsí?  Ég er reyndar samál þér að þetta er móðgun við svona frmkoma erledra aðila er afskiptasemi af verst sort og ég trúi því ekki að bankinn láti undan slíkum hótunum. Mér er orðið skítt sama þótt landið verði kóklaust.

Offari, 4.10.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Skiptum bara í Íslenskt lindarvatn beint úr krananum. Mér er líka sama um kókleysið en hér er komin ágætis flötur til að sína vanþóknun okkar það myndi vekja heimsathygli ef að við myndum gera coca cola apparatið burtrækt úr landinu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.10.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband