Sparnaðar aðgerðir eða eðlileg þjónusta.

Mér finnst vanta í fréttina hvers vegna Vegagerðin gerir ekkert í málinu er það ekki í hennar verkahring að sjá um að vegirnir séu færir það á ekki að kalla út björgunarsveitir til þess. Við styrkjum björgunarsveitirnar til leitar og hjálparstarfa með frjálsum framlögum. Vegagerðin er með höndina í veskinu okkar í boði stjórnvalda. Það er óþolandi sé hér um sparnaðaraðgerðir að ræða ef ríkið leyfir sér það að láta okkur landsmenn halda uppi því þjónustu stigi sem að því er lögboðið að gera í gegnum skattheimtu af bifreiðum landmanns.

Leiðið síðan huga að því að verði þarna slys banaslys eða slys sem að leiða af sér örkuml verða þau þjóðinni dýrari þegar upp er staðið en héluvörn til að koma í veg fyrir þau.

En eins og ég segi þá kemur ekki fram hvers vegna Vegargerðin aðhefst ekkert og hvort það er eðlileg þjónusta þegar klukkan er ekki orðin tíu að kveldi.


mbl.is Mikil hálka á Öxnadalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei auðvitað það er búið að skerða svo mikið niður að þeir bíða bara eftir því að einhverjum detti í hug að fara af stað með SÖFNUN til STYRKTAR Vegagerðinni og helst verður sú söfnun að hljóta náð fyrir augum stjórnenda sjónvarpsstöðvanna.  Þetta virðist vera það sem er í gangi hjá hinu opinbera að draga svo saman fjárframlög til hinna ýmsu stofnanna að eina leiðin sem menn hafa til þess að fá mannsæmandi þjónustu er að fara af stað með söfnun.  Þetta er sorgleg þróun og þarna er ég alls ekki að gera lítið úr því fólki sem stendur fyrir svona söfnunum heldur er ég að tala um það að í rauninn er verið að leggja á okkur auka skatta með þessu.

Jóhann Elíasson, 26.9.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Anna Guðný

Mér finnst það nú nokkuð augljóst að ef veður er eins og það er í dag að þú farir ekki af stað á illa útbúnum bíl upp á heiðar.

Anna Guðný , 26.9.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kæra Anna ég veit ekki betur en að það sé bannað að aka á nagladekkjum í dag hvað myndu borgaryfirvöld gera ef ég skelti þeim undir ef ég man rétt þá er það 2500 kall fyrir stykkið.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.9.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Og annað sem að ég vildi að kæmi framm það er að björgunarsveitirnar hafi verið kallaðar út hefði ekki verið rökréttara að kalla út Vegargerðina sem er jú hluti af eiganda vegarinns í stað þess að nota björgunarsveitir sem að mestu eru reknar af almenningi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.9.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband