2.9.2009 | 13:00
Ólafur velur sér stað í sögunni.
Þá hefur forseti vor undirritað þrælasamninginn.
Persónulega hefði ég óskað þess að hann hefði sleppt réttlætingunni sem fylgir því hljómur hennar er rammfalskur í mínu eyra sé miðað við störf hans og aðgerðir undanfarin ár.
En Ólafur Ragnar valdi sér sinn stað í sögunni sjálfur einn og óstuttur og sú staðreynd að hann með aðgerðum sínum nú og á síðustu árum taki sér stöðu í huga þjóðarinnar við hlið fólks eins og Hallgerðar Langbrókar og Marðar Valgarðssonar úr Njálsssögu er hans val.
Ég mun aftur á móti leifa mér að nota sömu orð og Rannveig móðir Gunnars á Hlíðarenda mælti við Hallgerði
Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.
Síðan skora ég á forseta vorn að gefa kost á sér í eitt kjörtímabil til viðbótar svo að þjóðin geti sagt honum álit sitt á honum
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orð við hæfi... Fæ þau lánuð þar sem skömm mín á "sameiningartákni" þjóðarinnar er fullkomnuð með þessum gerningi Ólafs!
Alfred Styrkarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:19
Ekki tala illa um Hallgerði langbrók. Hún var misskilinn húmoristi.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.9.2009 kl. 13:28
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.9.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.