30.8.2009 | 21:31
"Náhirð SJálfstæðisflokksins"
Sennilega er ég partur af náhirð þó ekki náhirð Sjálfstæðisflokksins en ég er partur af þeirri svokölluðu náhirð sem að vill fella Icesave samninganna og geri kröfu um að forseti vor sé samkvæmur sjálfum sér og neiti að skrifa undir þá. Eitthvað virðumst við sem erum á móti þessu fara í taugarnar á Dv samkvæmt þessum pistli
http://www.dv.is/sandkorn/2009/8/30/nahird-treystir-forsetann/
En þar stendur "Meðal þeirra sem leggjast harkalega gegn lögunum og leggja traust sitt á forsetann er náhirð Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíð Oddssonar." Ég legg þann skilning í þetta að það sé ljóst að eigendur DV vilja endilega að þjóðin borgi þetta.
Hverjir eiga aftur DV?
Hvet ykkur til að lesa þetta þó að það þurfi að gera það í biðröð í búð ef þið kaupið ekki blaðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.