28.8.2009 | 12:55
Jákvætt hvað?
Í féttinni er haft eftir Steingrími að.
"Jákvæðar fréttir af afgreiðslu Alþingis á Icesave-frumvarpinu auki líkur á að málið fari á fulla ferð"
Ég tel þessar fréttir ekki jákvæðar eftirgjöf, gunguháttur og sú undalátsemi sem að kjörnir fulltrúar okkar hafa nú sýnt erlendum valhöfum sem fara með offorsi gegn þjóðinni, já og til viðbótar sú ást og umhyggja sem að þeir hinir sömu fulltrúar vorir hafa sýnt fjármálaöflunum að létta byrðarnar af þeim og varpa á þjóðina. Þetta get ég ekki talið á neinn máta jákvæðar fréttir og ég er sannfærður um að ég á marga skoðanabræður og systur.
Meira síðar þegar ég er ekki umhverfi mínu hættulegur lengur vegna vonsku yfir þessum svikum við þjóðina
Mál fari á fulla ferð hjá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll meistari.
ég vill votta þér mína dýpstu samúð. Ef einhverntíman á að flagga þjóðfána okkar í hálfa stöng er þetta einmitt dagurinn til þess.
þjóðarkrabbameinið sigraði að lokum og tók stutt af. Einnig hjálpaði lítt króniska sjálfsofnæmið og tók það á sálartetur manns að horfa uppá þjóð deyja eins sársaukafullum dauðdaga og Ísland hlaut. Blessuð sé minning þess.
En þar sem við erum eins og ósjálfráða munaðarleisingjar verður okkur komið fyrir á munaðarleysingjahæli ESB.
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 16:32
Ekki sjá ALLIR þetta sem jákvæðar fréttir. Síðan hvenær eru LANDRÁÐ jákvæð? 28 Ágúst 2009 verður ekki bjartasti dagurinn í sögu landsins. Þá hefur "ríkisstjórn fólksins" talað og endanlega "spilað rassinn úr buxunum". Hvernig stendur eiginlega á því að Alþingi fer svona gjörsamlega þvert á vilja þjóðarinnar, eingöngu til að þjóna vilja Landráðafylkingarinnar í þeirri aumkunarverða hlutverki hennar (Landráðafylkingarinnar) að aðildarumsóknin í ESB verði ekki fyrir "truflun"? Nú er búið að samþykkja að setja þjóðina í skuldafen eingöngu til þess að þjóna þessum hagsmunum. Nú getum við lítið annað gert en að "flagga í hálfa stöng" og einhverjir huga sjálfsagt að brottflutningi af landinu því ekki er hægt að segja að framtíðin sé björt eftir þetta. Það að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna ber vott um algjöran AUMINGJASKAP og óviðbjargandi HEIGULSHÁTT, að mínu mati eru menn annað hvort MEÐ eða á MÓTI, það er ekki flókið. En nú er EINN möguleiki eftir, hann er sá, að forsetinn NEITI að skrifa undir þessa ósvinnu á þeirri forsendu að í þessu máli hafi myndast djúp gjá milli þins og þjóðar eins og hann sagði með "fjölmiðlalögin" ég held nú að flestir líti nú á þetta sem stærra mál og skipti meiru fyrir þjóðina en fjölmiðlalögin.
Jóhann Elíasson, 29.8.2009 kl. 09:26
En forsetinn er handlama völdum axlarbrots og býst ég ekki við kraftaverkum af nokkrum toga frá Bessastöðum. En hann getur sennilega hellt upp á tekönnu ef þú villt líta við!!!
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:47
Ekki getur axlabrotinn maðurinn skrifað neitt ef hann gerði það væri það sennilega kraftaverk Gunnar. Dorrit yrði að sjá um teið ef ég kæmi á Bessastaði ætli ég sleppi því ekki ég vil ekki hafa það á samviskunni að hún þurfi mikið að vera að þræla sér út.
Jóhann Elíasson, 29.8.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.