Það á að fella þetta.

Nú hefur allt sumarið farið í tvö mest áríðandi málefni endurreisnar Íslands að mati stjórnarflokkanna. Það er að þröngva í gegn gæluverkefni huldumannaflokksins, umsókn að aðgöngulykli í glæsisali Evrópusambandsins þar sem gleði ríkir allan sólarhringinn og kappar fara svo mikinn að lýsingin á unaðssemdunum minnir mann mest á fornar sögur úr Valhöll þar sem æsir sátu að sumbli. Það skildi þó ekki vera að huldumenn og konur dreymi um veru í sölum Valhallar.

Hitt málið er löngun þeirra Nafnlausu og Veðurvitanna  en í dag er varla hægt að komast hjá því að líkja VG við veðurvita því stefnan virðis fara eftir því hvernig vindurinn blæs dag hvern, þeim sem kusu þá til mikilla vonbrigða Það er áberandi löngun þeirra til að borga Icesave það er að láta aðra okkur hina, þjóðina borga skuldir fallins einkabanka sem kunni fótum sínum ekki forráð. Ef þeim langar mikið til að borga þá mega þeir það mér langar hins vegar ekkert til þess og áskil mér rétt til að neita því.

Til þess að koma þessu máli í gegn er öllum brögðum beitt svo að allt að því má líkja aðförunum við aðferðir sem beitt var á hunda hreinsunar dögum sem áttu sér stað í sveitum landsins fyrir löngu þá voru hundar sveitarinnar færðir á ákveðin stað og gefið lyf til þeir losnuðu við orma.

Til hreinsunarinnar var notuð ólyfjan sem margir hundarnir vildu ekki kyngja frekar en stór hluti þjóðarinnar vill ekki kyngja  Icesave.
Óólyfjaninni var pakkað í alskyns hnossgæti til að plata þá og ef barnsminnið bregst mér ekki þá voru þeir sem baldnastir voru einfaldlega teknir og ólyfjaninni troðið ofan í þá. Þær aðfarir sem notaðar eru til að fá þjóðina til að gleypa þessa Íslensku Versalasamninga finnst mér um margt minna á þessar aðferðir það eru notuð blíðu hót fallega matreiddar niðurstöður oft með frekar bragðlausu innihaldi og hótanir þegar annað bregst. En éta skulum við ólyfjanina hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Fyrir okkur þjóðina verður niðurstaðan að lokum eins og í hundakofanum við liggjum emjandi í forinni með iðraverki meðan að detoxun á sér stað.  Hundahreinsunin tók þó bara einn dag en sú hundahreinsun sem á að bjóða þjóðinni kemur til með að taka áratugi og ekki gefið að allir munu ganga uppréttir á eftir

Þórbergur Þórðarson skrifaði
" Í þjóðfélagi því sem að vér eigum við að búa er hinu meira fórnað fyrir hið minna, sálinni fyrir líkamann,þekkingunni fyrir fáfræðinni, vitinu fyrir vitleysuna, gáfunum fyrir heimskuna, kærleikanum fyrir grimmdina, siðferðinu fyrir spillinguna, réttlætinu fyrir ranglætið, mannorðinu fyrir peningana, sannleikanum fyrir lygina, andanum fyrir andleysið, himnaríki fyrir helvíti" . 
Mér finnast þessi orð eiga við í dag þó rituð séu af Þórbergi á síðustu öld.

Fellum Icesave og ESB og byggjum hér okkar þjóðfélag þar sem frelsi einstaklingsins verður áfram sá drifkraftur sem knýr þjóðfélagið áfram.
Lifi gamla Ísland það dugði mér og forfeðrum mínum ágætlega þangað til reynt var að klæða Fjallkonuna í Gucci.
Skautbúningurinn fer Fjallkonunni best og er ekki klæðnaður til að skammast sín fyrir.


mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð grein og lýsir því vel hvernig "skötuhjúin" ætla að "valta" yfir þjóðin á meirihluta sem þau fengu með lygum og undirferli.

Jóhann Elíasson, 23.8.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þið eruð ansi svartir á því strákar. Er Sigmundur Davíð hinn endurborni frelsari vor frá hverri þraut? Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.8.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það býr örugglega ekki verri frelsari í Sigmundi heldur enn öðrum Gunnlaugur .

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.8.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband