16.8.2009 | 12:14
Slysagildra á leiksvæðum borgarinnar.
Ég set þetta hér á bloggið mitt til varnaðar. Ég var á ferðinni með dóttur dóttur minni um leikvelli hverfisins sem er ekki í frásögur færandi á einum þeirra vildi hún fá að skella hliðinu þegar hún gerði það þá brotnaði hlið lokan hentist upp í loftið og stefndi á höfuð barnsins. Til allrar hamingju gat afinn sett hendina undir sem að er nú skreytt marblett. Ég get eiginlega varla hugsað það til enda ef að ég hefði ekki verið svona heppin og náð að bera höggið af höfði barnsins. Þegar brotið er skoðað þá er alveg ljóst að hliðlokun af þessari tegund hlýtur að brotna fyrir rest það er búið að veikja jarnið það ryðgar í boruninni og þegar það hreyfist aftur og aftur þá endar það með því að það fer sundur. Svo endilega skoða málið ef að þið eruð með þessa tegund af hliðlokum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.