7.8.2009 | 20:50
Lýst er eftir.
Ég lýsi enn og aftur eftir hækkun á gengi Íslensku krónunnar sem að okkur var lofað af flokknum sem ekki er til eða ekki má nefna og ég mun hér eftir kalla nafnlausa flokkinn því að þessi flokkur hefur ekki komið nálægt neinu í Íslenskri pólitík síðustu árin samkvæmt endurskrifaðri sögu landsins
Nafnlausi flokkurinn komst nefnilega til valda hér í vor og hverju lofaði þessi flokkur jú að gengi Íslensku krónunnar myndi hækka þegar að þau hefðu komið hugðarefnum sínum á koppinn. Nú er svo komið að flest hugðarefni þeirra hafa orðið að veruleika og ekkert bólar á styrkingu Íslensku krónunnar. Því er mér næst að álíta svo að allt sem að nafnlausi flokkurinn hafi fram að færa sé skrökulýgi eins og börnin segja.
Mitt álit er að krónan fari fyrst að hressast þegar séð er að hér hafi komist til valda fólk með hreðjar það er fólk sem að leggur áherslu á að það er Íslendingar og skammast sín ekki fyrir að vera það. Þá fer fólk að treysta okkur og þá rís krónan hvernig á eitthvað að rísa hér ef fólk hefur ekki trú á þjóð og landi. Það er með krónuna eins og önnur risvandamál að til að lenda ekki í þeim verður fólk að hafa trú á að það valdi verkefninu og þurfi ekki að leita aðstoðar hjá þriðja aðila til að klára verkið.
Gengi krónunnar veikist um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dabbi hafði rétt fyrir sér í október, eftir allt saman...við þurfum ekki erlendu lánin. Við bara borgum ekki Icesave og brosum svo framan í myndavélina
Haraldur Baldursson, 7.8.2009 kl. 21:12
Ég er eiginlega farin að hallast að því að það sé rétt
Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.8.2009 kl. 22:07
Allt tóm lygi hjá kommúnistaríkisstjórninni.
Við þurfum virkilega aftur á Davíð Oddssyni að halda í stjórnmálin. Hann er greinilega sá eini sem hefur einhverja framtíðarsýn og í raun VIT á því sem er að gerast.
Virkilega sorglegt, en satt.
Sigurður Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.