Mér finnst þau góð

Ég var einn af þeim sem hafði ekki nokkuð álit á þingmönnum Borgarahreyfingarinnar í vor en mér finnst þau hafa vaxið með hverri raun. Þingmaður er nefnilega bara bundin samvisku sinni og það að gagnrýna þau fyrir að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni segir meira um Borgaraflokkinn en þingmenn hans.

Og gagnrýni Þráins segir líka meira um hann en félaga hans. Á að skilja það svo að hann rétti upp hendi eftir skipunum flokksins eða þá Samfylkingarinnar. Ég skil það ekki öðruvísi. Nei mér finnst þau Birgitta Þór og Margrét hafa sýnt af sér sjálfstæði því að það má reikna með að þeim verði hengt fyrir það í næstu nefnda kosningum. En þau hafa látið hagsmuni þjóðarinnar ganga fyrir hagsmunum flokksins. Hafi þau þökk fyrir og kannski leiðir það til lengri líftíma flokksins.

Mér finnst síðan krafan um að kalla inn varamenn alveg frámunalega vitlaus hvað erum við að gera við svona marga þingmenn ef að þeir mega ekki greiða atkvæði eftir sinni samvisku. Þá þarf bara einn fyrir hvern flokk og hann greiðir atkvæði fyrir flokkinn vægi atkvæðisins er síðan í hlutfalli við kjörfylgi. kannski bara ekkert vitlaust.


mbl.is Enginn þingmaður mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já, þau hafa vaxið í sínu starfi

Sigurður Þórðarson, 6.8.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband