Samkvæmt lögum.

Það getur vel verið rétt að þetta hafi ekki stangast á við lög en hvað um góða stjórnunarhætti áhættumeðvitund eða bara siðferði.
En sé þetta rétt með lögin þarf að breyta þeim strax. Ég er ansi hræddur um að í mörgum tilfellum hafi skipulega verið leitað að glufum í réttarkerfinu til þess að stunda þau viðskipti sem voru stunduð hér. Það er sorglegt að þau vinnubrögð hafi verið stunduð og ég hræðist þann tíma þegar kemur í ljós að flestir munu sleppa frá þeim verkum sem að þeir gerðu vegna formgalla eða lagakróka.

Ég óttast það vegna þeirra sjálfra  hér er ekki um hótun að ræða heldur ábendingu á þá atburði sem hafa orðið í sögunni þegar að hin fjölmenna alþýða hefur fengið nóg þá verða því miður oft atburðir sem að þegar til baka er litið hefði verið hægt að forðast. Ég held að ástandið hér sé orðið mun eldfimara en nokkrum dettur í hug og að í raun sé það eins og stífla sem er að bresta undan þunga sífelldra vatnavaxta það þarf bara einn steinn en að  bresta og þá tortímir flóðið öllu í dalnum.

Það er því lífsnauðsyn að núverandi stjórnvöld fari að berja í brestina, stinga á kýlunum og viðra óhreina tauið.
mbl.is Hreiðar Már segir lánin lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hittirðu naglann heldur betur beint á höfuðið, gamli skólabróðir og vinur.  Þessar lánveitingar eru klárlega lögbrot en "útsmoginn" lögfræðingur getur örugglega, með tölfræðikúnstum og annarri hugarleikfimi sýnt fram á hið gagnstæða en eftir stendur að fólki með réttlætiskennd í lagi kemur til með að ofbjóða.

Jóhann Elíasson, 2.8.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband