25.7.2009 | 11:51
Raungóð þjóð Íslendingar
Það er að koma betur og betur í ljós að það er gott að eiga vinaþjóð. Bretar munu loksins skilja hve mikil vinaþjóð Íslendingar eru við ætlum meira að segja að gefa þeim afganginn sem sýnir að við lítum á Breta sem börnin okkar við höfum jú flest sagt þú mátt svo eiga afganginn þegar við höfum verið að biðja börn og barnabörn um að skottast fyrir okkur.
Enda veitir Bretum ekki af núna þegar þeir fara í gegnum harða tíma og eiga ekki einu sinni rúm fyrir þá sem þurfa sérstaka aðhlynningu og verða að senda þá í önnur lönd eins og kom fram í fréttum.
Ég mæli með því að við hefjum landssöfnun fyrir vini okkar hinum megin hafsins og sýnum það í verki að okkur nægir ekki að senda þeim fiskinn okkar óunninn og skapa þar vinnu heldur nær vinarþel okkar svo miklu miklu lengra.
Enda veitir Bretum ekki af núna þegar þeir fara í gegnum harða tíma og eiga ekki einu sinni rúm fyrir þá sem þurfa sérstaka aðhlynningu og verða að senda þá í önnur lönd eins og kom fram í fréttum.
Ég mæli með því að við hefjum landssöfnun fyrir vini okkar hinum megin hafsins og sýnum það í verki að okkur nægir ekki að senda þeim fiskinn okkar óunninn og skapa þar vinnu heldur nær vinarþel okkar svo miklu miklu lengra.
Niðurlægjandi ákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Icesave klúðrið er arfleið frá því að Davíð Oddson gaf útvöldum óreiðumönnum LÍ.
Raunsær (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 11:55
Um leið og við erum komin inn í ESB, hættum við að senda fiskinn hálfunninn út, því tollar á unnar fiskvöru leggst af! Verðmætasköpunin flyst til Íslands.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.7.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.