23.7.2009 | 18:28
Orsök fjármálakreppunar fundin.
Ég fann hana í frétt í Rúv á leið heim úr vinnu.
Norræni Fjárfestingabankinn lánar Íslandi ekki meiri pening vegna þess að þeir eru hræddir um að við stöndum ekki í skilum jafnvel fyrirtæki sem hafa alltaf staðið í skilum við þá fá ekki lán í dag.
Ennn það var haft eftir sérfræðing að ef við skrifuðum undir Iceslave myndu þeir jafnvel lána okkur meira. Hvernig banki er það sem að hefur ekki trú á að viðskiptavinur geti borgað lán sín og neitar honum um lán vegna þess en segir honum jafnframt að ef hann skrifi undir raðgreiðslusamning upp á einhverstaðar milli 700 000 000 000 til 1200 000 000 þá muni hann jafnvel endurskoða afstöðu sína því að þá sé hann orðin betri skuldari.
Er ekki allt í lagi hér á jörð lengur hvað á að ganga langt í áróðri til að fá þjóðina til að kaupa Iceslave samninginn. Halda hinir hámenntuðu að við sem vinnum með höndum og fótum séum algjör fífl. Undirskrift Iceslave myndi ef bankakerfi virkar rétt gera okkur geislavirka í augum þess. Ef þetta er sú hagfræði sem iðkuð var og er í þessum stofnunum er ég ekki hissa á að allt hafi farið norður og niður.
Og það versta er að svona fréttum er hellt yfir okkur án nokkra gagnrýnna spurninga af fölmiðlafólki mér er orðið það til efs að RÚV gangi erinda á fjórðahundrað þúsund eiganda sína ég held að það sé nær að þeir gangi erinda milli 30 og 40 þeirra og það þeirra eiganda sem að sitja á Alþingi.
Það minnir mig á það fá ekki alþingismenn aðgang að fjölmiðlum frítt væri gott ef einhver segði mér hvort að það er rétt eða rangt. Ef rétt er þá væri það skoplegt í ljósi þess að blindir þurfa að greiða af sjónvarpi og heyrnalausir af útvarpi hér á tímum velferðarstjórnarinnar.
Ég vil líka mótmæla því sem að ég heyrði haft eftir Össuri að innganga í ESB efli sjálfsvitund eða sjálfsmat þjóðarinnar alla vega ekki þess hluta sem að ég tilheyri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.