Reglulega skrítin frétt.

Mér finnst þetta skrítin frétt hvað þýðir eftirfarandi.

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að yfirlýsingar stjórnvalda frá því í haust, þess efnis að innstæður í íslensku bönkunum séu tryggðar til fulls, séu í fullu gildi þar til annað verður boðað"

Ætlar ríkið að afturkalla neyðarlögin eru bankarnir að hrynja aftur er þetta hluti af aðgerðaráætlun VG um að skipta upp verðmætum landsmanna. Ég veit það ekki en mér finnst þetta athyglisvert.
Sérstaklega orðin  "þar til annað verður boðað"  Sem að mér finnst fela í sér hálf ónotalegan blæ. En kannski er þetta bara frétt til að fylla pláss því ekki er plássið í fjölmiðlum landsins notað til að styrkja þjóð og land það verður Financial Times að taka að sér.


mbl.is Tryggðar þar til annað verður boðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Sigvaldason

Ég er þér innilega sammála.

Þegar svona orðalag frétta fer í loftið vekur það ótta fólks, nógur er hann fyrir. Hætt er við að fólk hópist í bankana og taki sitt út áður en því verði stolið af stjórnvöldum.

Er ekki kominn tími til að okkar ástkæru útrásarstórglæpamenn standi sína plikt. Ég held að það sé kominn tími til að þessir vesalingar skili því til þjóðarinnar sem þeir hafa stolið frá henni.

Kannski grátbroslegt að nefna það í sama skiptið að starfstúlka hjá N1 var gripin við að stela svo miklu sem einni milljón. Það vantaði ekki að það voru snögg viðbrögð við þessum stuldi. Væri ekki verra að taka líka á stórlöxunum.

Hilmar Sigvaldason, 23.7.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Þetta allaveganna hljómar ekki vel fyrir þá sem ennþá  eiga einhvern pening í banka, ég myndi túlka þetta þannig að innistæður séu EKKI lengur tryggðar umfram lögbundna upphæð.

Sigurður Ingi Kjartansson, 23.7.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki á ég neina peninga í banka en mér varð all verulega illa við þegar ég heyrði menn innan fjármálageirans tala um að "annað bankahrun" væri yfirvofandi.  Kannski er það það sem Steingrímur Joð á við?

Jóhann Elíasson, 23.7.2009 kl. 13:02

4 identicon

Sigurður: Það stendur orðrétt í fréttinni að innistæður séu ennþá tryggðar til fulls, skil ekki hvernig þú túlkar það á annan hátt.

Fréttin segir bara að innistæður verða ekki tryggðar til fulls að eilífu, en þegar þessi aukatrygging stjórnvalda hættir að gilda (sem hlýtur að gerast fyrr eða síðar) þá verður það tilkynnt sérstaklega. 

Karma (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:12

5 identicon

Hvaða "aukatryggingu yfirvalda " er Karma að tala um?    ERU innistæður tryggðar að fullu í dag?

Tryggðar að fullu þangað til annað verður boðað hljómar eins og fyrrverandi forsætisráðherra eða seðlabankastjóri hefði verið að tjá sig. Hvaða mark er takandi á svoleiðis yfirlýsingum?

Agla (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 17:07

6 identicon

Yfirvöldum er skylt skv. EES samningum að tryggja ákv lágmarksinnistæðu innlána (um 20.000 evrur) . Íslensk stjórnvöld ákváðu að tryggja allar innistæður að fullu, það kalla ég aukatryggingu.

Sú trygging, þ.e. allar innistæður allra innlána yfir lögbundinni upphæð, er enn í gildi þar til annað verður ákveðið.

Fréttin er einfaldlega að segja það. Sem sagt "fréttin" fjallar ekki um neitt. 

Reyndar eru margir sem vilja meina að íslenska ríkið beri enga skyldu til að tryggja neinar innistæður þrátt fyrir EES samninginn. 

Karma (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband