Íslenski kerruklárinn (þjóðin)

Á uppvaxtar árum mínum var hestur einn til brúkunar á heimilinu spikfeitur og lúin og kallaður Bollu jarpur. Hann hafði haft það að starfi sínu um ævina að draga vagna sláttuvélar og önnur tæki og naut nú elliáranna. Við fengum að skrölta á honum til að reka beljurnar og annað smálegt enda var hann gæfur og hrekklaus og bakið á honum var svo breitt að maður gat sofið þversum á því. Mikið langlundargeð hafði þessi skepna sem að rölti dag eftir dag með byrðarnar á bakinu þá leið sem að við þurftum að fara. Þangað til einn daginn að hann fékk nóg og stoppaði hann hreyfðist ekki þó að fótastokkurinn væri barin ótt og títt og sama hvað gert var hann haggaðist ekki stóð bara við girðinguna og horfði út í loftið. Það var meira að segja prufað að ýta á afturendann á honum með ámoksturstækjum á traktor en nei hann hafði fengið nóg og mig minnir að eftir þetta hafi beljur á heimili mínu verið reknar á tveim jafnfljótum og Bollujarpur hafi ekki tekið frekar þátt í því. 

Ég held að þjóðin sé að komast á sama stig það er einn daginn fær hún nóg og þá verður ekki aftur snúið hvort að það verður 10 Kr hækkun á mjólk eða bara rigningardagur sem að kveikir neistann veit ég ekki en hitt tel ég mig vita að örstutt er í það að þjóð mín og forustumenn hennar eiga enga samleið og þjóðin gerist stöð og láti ekki teyma sig lengur. Þá er hætt við að forustan verði að klára verkin á tveimur jafnfljótum eða að hverfa frá starfinu. 

Ég skil vel að bændur þurfi að fá upp í kostnaðar hækkanir en það þurfa launamenn líka það er ekki endalaust hægt að seilast i sama veskið til að sækja pening. 


mbl.is Mjólkin hækkar um 10 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þarft að ljúka við að lesa greinina , bændur fá ekki neitt af þessum 10 kr. Lestu betur.

Hulda (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 18:35

2 identicon

Stórkostleg samlíking hjá þér Jón Aðalsteinn , og svo rétt að öllu leiti. Ég held að þjóðin okkar sé alveg á barmi þess að fá nóg og eins og þú segir, þegar við fáum nóg þá verður okkur ekki ýtt áfram, þrátt fyrir að öll landsins ámoksturstæki verði sótt til verksins. 

Við íslenska þjóðin erum yfirleitt hæglát og vinnum okkar vinnu, þrátt fyrir skatta þjakanir og oft á tíðum erfitt líf á blessuðu fróninu okkar, sérstaklega á árum áður. Það er í blóðinu hjá okkur að ganga til verks af æðruleysi og bjartsýni um að betri tímar komi hjá okkur.

 Eins og staðan er núna erum við all flest orðin bara svo langþreytt. Mjólkurlítrar, bensínlítrar, skattar, körfulán, útsvar  og allt hitt eru bara dropar í þolinmæðisblöðruna okkar sem á endanum síðan springur.  Eins og þú bendir réttilega á, skiptir það ekki máli mjólkurverð eða rigningardagur þegar það gerist.  Ef við sæjum fram á betri tíma, ég er ekki einu sinni að tala um góða tíma, bara sæjum fram á að eitthvað af þessu streði okkar þessa dagana myndi grynnka á skuldunum okkar og færa okkur mat á borðið hjá fjölskyldunum, þá myndu flestir þrauka með trú á betri tíð, en það er EKKI í spilunum, því miður.  Eins bjartsýn og mig langar til að vera þá tekur raunsýnin völdin og ég sé svo ekki verður um villst að með þessu áframhaldi er ekkert að fara að gerast næstu árin og eins veit ég líka bara af lífsreynslu að það er ekkert allt komið í ljós fjármálalega séð hjá okkar blessaða landi.  

Því miður eiga eftir að reisa sína miður fallegu hausa annars konar IceSave , af alls kyns stærðargráðum og við ásamt börnum og barnabörnum verðum hlekkjuð í gúllagið.  Bollujarpur fékk nóg og ég í raun óska okkur að fá nóg fyrr en seinna meðan einhverju verður borgið.

Eva Lára (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka athugasemdir
Hulda ég las alla greinina og hugleiðing mín er ekki um hvort að bændur eru ofsælir af sínu ég er úr sveit og þekki vel þá lífsbaráttu sem er þar. Hugleiðing mín er um það að það hækkar allt og hækkar nema launin og á ákveðnum tímapúnkti síður upp úr og það jafnvel vegna atriða sem að koma málinu ekkert við. Franska byltingin er of talin hafa hafist þegar að múgur réðist á Bastiluna til að frelsa fanga sem þar voru. Þegar upp var staðið voru þeir ekki þar en það skipti ekki máli login hafði verið kveiktur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.7.2009 kl. 22:04

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eva það er lítið við þitt að bæta mér líður nákvæmlega eins og sennilega meirihluta þjóðarinnar líka. Ég er hræddur um að örlög okkar verði jafnvel svipuð örlögum kerruklársins sem að skrölti áfram með okkur krakkana á  bakinu bara ekki á eftir beljunum á sínum hraða hvað sem lappirnar gengu á síðunni á honum. Hann var nefnilega étin fyrir rest og hafði þá gagnast heimilinu allan hring fæðukeðjunnar sem vinnudýr afþreying og síðan næring. Sömu örlög bíða okkar sennilega þegar við höfum verið vinnudýr stjórnvalda og afþreying fjármálafursta þá endum við sem næring fyrir Evrópusambandið . Ekki björt framtíðasýn fyrir afkomendur okkar en í augnablikinu sú sýn sem að líklegust er.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.7.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband