Laun of há?

Ég er nú orðin eins gamall og af grönum má sjá og farin að kalka en eitt man ég þó vel og það er að ég hef aldrei heyrt SA segja annað en að launahækkanir ríði þeim að fullu og breytir engu hvort að góðæri ríkir eða harðæri launahækkanir munu alltaf setja atvinnurekstur í landinu á hausinn, sérstaklega hækkanir á þá sem að lægstu launin hafa.

Ef að þessi söngur væri eitthvað öðruvísi nú þegar að raunveruleg ástæða er fyrir þessum söng, þá myndi mér bregða illilega. Ég vil þó minna atvinnurekendur á eitt að án launafólks eru þeir ekki lengur atvinnurekendur og ríkistjórninni er líka holt að muna að án skattgreiðenda og þjóðar er hún engin ríkisstjórn.

Það má kalla það sem er verið að gera núna ýmsum nöfnum en á Íslensku heitir það skipulögð kaupmáttarminnkun gerð í þeim tilgangi einum að skerða það fé sem fólk hefur milli handanna til að það eyði minna og hægt sé að taka stærri hluta í skatta.
Við skulum heldur ekki halda að stjórnvöld séu ekki skynsöm þau eru það eða hvers vegna haldið þið að virðisauki á svokölluðum sykri sé hækkaður með betri heilsu sem  afsökun til að fá fólk til að gleypa bitann.

Þessi skattur er hækkaður vegna þess að hann fer í vísitöluna og það vilja stjórnvöld vegna þess að sú hækkun hækkar skuldir okkar og greiðslubyrði þannig að við höfum enn minna fé milli handana til að eyða í það sem þau telja vitleysu. Þessi skattur hækkar lánin og þá sína fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir betri eignastöðu. Ímyndaða að mínu mati.  Þetta er einföld millifærsla frá okkur til Kaspers Jespers og Jónatans.

Stjórnvöld toppuðu samt sjálfan sig þegar þau reyndu að setja það í étanlegar umbúðir að hætt yrði að borga vexti af kröfum í ábyrgðasjóð launa. Sá biti var fegraður með því að þetta kæmi verr niður á körlum en konum ég held nú bara að það sé ekki allt í lagi hjá stjórnvöldum. Það er hámark lágkúrunnar að etja kynjunum saman til að afsaka gerðir sínar.

Í stuttu máli skammast stjórnvöld sín fyrir aðgerðir sínar og reyna að færa þær í kyngjanlegan búning svo að fólk gleypi þær hljóðalaust. Þetta var alþekkt aðferð í hundahreinsun í sveitinni í gamla daga en þá var niðurgangs meðalinu komið fyrir í kjötbita sem var svo troðið ofan í hundinn til að fá hann til að éta ósköpin. Niðurstaðan var sú sama hverjar sem umbúðirnar voru það er niðurgangur og uppsala og hræddur er ég um að niðurstaðan af efnahagsaðgerðum ríkisvaldsins verði svipuð fyrir þjóðina það er heiftarlegir iðraverkir með miklum vindgangi.


mbl.is Vond áhrif af uppsögn samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband