17.6.2009 | 01:32
Bandamenn hvað?
I Dv segir
"Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fengu bandamenn í sinn hóp þegar norrænir forsætisráðherrar sögðu að þeir hefðu ekki viljað skrifa upp á lánafyrirgreiðslu til Íslands fyrr en eftir að gengið væri frá samkomulagi um Icesave" Tilvitnun endar.
Mér finnst það skondið þegar talað er um bandamenn í þessu sambandi það er allavega ekki um að ræða bandamenn Íslensku þjóðarinnar og þá þýðir það líka að Jóhanna og Steingrímur eru ekki bandamenn þjóðarinnar að mínu mati.
Það er greinilegt að fullveldisdagurinn verður hálf hráslagalegur í dag vitandi það að í raun eigum við fáa bandamenn Kaninn var hér meðan það hentaði honum Evrópusambandið vill aðgang að Norðurslóðum. Og nábúum okkar í Skandinaviu er slétt sama nema í orði það er einna helst að Færeyingar hafi sýnt vinareðli.
En þess heldur eigum við að heiðra fullveldi þjóðarinnar í dag með því að standa vörð um það þó að það þýði að forustumönnum okkar verði ekki boðið í kokteil boð á erlendri grundu um stund. Það er mun betra að einangrast um stund heldur en að hlýta afarkostum.
Þeir geta jú bara verið heima eins og þjóðin..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.