Þetta er alrangt.

Þetta er alrangt að mínu mati.
Verði álverið í Straumsvík ekki stækkað og Helguvík ekki byggð þá dregst losun gróurhúsaloftegunda á Íslandi saman um 100% vegna þess að það verða allir farnir á hausinn og fluttir burt. Það er alveg ótrúlegt hvað raunveruleika tenging fólks nú á dögum hefur brostið. Tengingin við að það þarf að skapa verðmæti til útflutnings til að ná okkur upp úr Iceasave skuldunum.
Sömu aðilar og ætla sennilega að samþykkja skuldaklafann ætla líka að sjá til þess að það verði vonlaust að borga hann.
Áður en menn segja að ferðaþjónusta bjargi þessu athugið þá losun sem verður í flugi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verðum við að byggja hér upp mannfrekann iðnað ef við ætlum að ná okkur uppúr kreppunni.
Ég mæli með að ríkisstjórnin snúi sér að því að bjarga fólkinu í landinu og hætti að gera lif þess verra endalaust það er nógu slæmt samt nú um stundir.
mbl.is Samdráttur um 52% mögulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Og hvað ertu tilbúinn að gera til að svo megi verða?

Héðinn Björnsson, 13.6.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvernig væri bara að byggja og byggja stóriðnað samkvæmt tímatali Maya spádómum Merlins og einhverar breskrar kellingar og síðan en ekki síst opinberunarbókinni fer allt til helvítis 2012 svo að þetta skiptir ekki máli.

En sem svar Héðinn þá tel ég nauðsynlegt að byggja Helguvík algjörlega nauðsynlegt að halda kvótum okkar í losun þeir eru jú verðmætir hversvegna heldurðu að Al Gore hafi stofnað verslunar fyrirtæki með þá. Hann bjó til eftirspurnina og nýtir sér hana síðan að mínu mati. S
íðan yfir lengri tíma þurfum við að huga að öðrum iðnaði þá sérstaklega tengdum orku það eru lausnir á orkumálum heimsins það þarf bara að vinna í þeim. Það eru ekki 200 ár síðan að drulla sem að við köllum olíu var talin til skemmda á jörðum þar sem hana var að finna. Hverir felldu verð á þeim jörðum sem að þá höfðu og svo framvegis.
Við verðum að farmleiða það er engin spurning vandamálið er að heimurinn er allur í kreppu svo að framleiðsla og sala er ekkert auðvelt mál.
En án sköpunar gjaldeyris og í meira magni en áður hefur þekkst tekst ekki að halda sjoppunni opinni. Sorglegt en satt og með því að skera heimildir okkar til framleiðslu niður við trog og jafnvel án þess að þurfa þess sérstaklega þá erum við í raun að hengja upp eigin snöru.

Það fyndna í þessu er síðan að við kannski neitum verksmiðju hér um starfsleyfi, hún yrði knúin umhverfisvænni orku hér en sama verksmiðja er því byggð annarstaðar knúin af kolum sem leiðir til meiri mengunar hnattrænt og meiri niðurskurðar hjá okkur því útblásturinn er jú hnattrænn ekki satt.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.6.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Sæll Jón.  Mér þykir þú þröngsýnn með meiru.  Ef þín rök væru rétt, þá væri ekki byggð á Íslandi því iðnbyltingin og álver á Íslandi eru ný af nálinni og eru ekki undirstaða byggðar þó Sjálfstæðismenn hafi látið þann áróður dynja á landsmönnum eins og heilagan sannleik.  Reynslan hefur líka sýnt okkur að þegar lokast hurð, þá opnast gluggar sem myndi þýða fjölbreyttara atvinnulíf og samfélag fyrir Íslendinga að lifa í auk þess sem einstaklingarnir fengju meiri ítök í þeirri uppbyggingu. 

Það sem mér mislíkar mest er þegar sjálfstæði Íslendinga er bundið á klafa með stóriðju eins og engin önnur leið sé fær.  Við þurfum að átta okkur á því að íslenska ríkisstjórnin hefur haft fjölda manns í fullri vinnu við að selja Ísland undir stóriðju í á annan áratug að því er ég hef heimildir fyrir.  Ef slíkt hið sama væri gert fyrir íslenskt hugvit eða listir er ég nokkuð viss um að einhver myndi rísa uppá afturlappirnar en árangurinn yrði ekki lakari ef ekki betri fyrir íslenskt þjóðarbú. 

Auk þess er sjálfstæði okkar ekki betur borgið með öll eggin í sömu körfunni.  Ég minnist orða fyrrverandi samstarfsfélaga míns í kjölfar bankahrunsins í október s.l. um að við ættum að byggja álver eins og við mest mættum til að bjarga okkur út úr kreppunni.  Ég spurði hann hvort hann hefði ekki áhyggjur af áhrifum kreppunnar á þróun álverðs í heiminum.  Hann fussaði og sveiaði og sagði að það væri bara vitleysa en viti menn, daginn eftir var fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins "Álverð hrynur".  Svo er spurningin líka þessi: ætlum við að taka þátt í framtíðinni eða fortíðinni?  Stóriðjan veldur gríðarlegri mengun í okkar landi og hefur bein áhrif á gæði búsetu í landinu og þ.m.t. náttúruna og afurðir hennar sem við getum ekki lengur sagt að sé hrein og falleg ef fer sem horfir.  Á meðan aðrar vestrænar þjóðir leita nýrra leiða og losa sig við stóriðju til vanþróaðri landa, þá erum við að falbjóða okkar dýrmætustu eign í öfugum tilgangi.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 13.6.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður þú tekur kannski eftir því að ég mæli með Helguvík vegna þess að hún er það sem hægt er að koma af stað fyrst til að rjúfa kyrrstöðuna. Síðan segi ég að það þurfi að huga að öðru. Jú iðnbyltingin er ný hér en það er líka nýtt hér að við höfum komist úr þeirri þröng sem við vorum í og nú er búið að skemma með verkum fárra það skildi þó eki hafa eitthvað að gera með svokallaða iðnbyltingu.
Við skulum ekki gleyma því hver lyftistöng álverið í Straumsvík var fyrir okkur og nú malar Búrfellsvirkjun gull alla daga greidd með peningum frá álverinu í Straumsvík. Það er oft talað um lágt rafmagnsverð til stóriðju en hvert væri rafmagnsverð til alþýðu ef ekki væri stóriðjan. Jú álver hefur lækkað en það fer ekki mikið fyrir fréttum um að það hefur hækkað aftur enda sennilega ekki frétt sem er hentug til að segja fyrir þá sem eru á móti álverum.

Ég hnýt um eftirfarandi "á meðan aðrar vestrænar þjóðir leita nýrra leiða og losa sig við stóriðju til vanþróaðri landa" Þetta tel ég einmitt allt að því glæpsamlegt við þurfum stóriðju því við þurfum þá vöru sem að hún framleiðir. Með því að flytja hana til vanþróaðri landa þar sem varan er framleidd með minni kröfum til mengunar og orkan fengin með jarðefna eldsneyti þá erum við í raun að auka útblástur. Ég sé ekkert vit í því að leysa málið með því að slá sér á brjóst og segja ja hér var ekki byggð verksmiðja sem hefði dælt segjum 1000 000 tonnum upp í loftið ef sú hin sama verksmiðja var byggð annarstaðar og dælir þar 10 000 000 tonna upp í loftið. Því sé hlýnun raunin sem að ég efast jú um þá er hún hnattræn og mengun þessarar verksmiðju lendir á okkur þó að hún sé byggð í vanþróuðum ríkjum. Svo er það frekar lélegt til afspurnar af okkur sem teljum okkur þróuð að okkar mati að senda bara ruslið yfir til þeirra sem minna mega sín. Þetta er nú mín þröngsýna skoðun á þessu. Ég hef ekkert á móti hugviti eða listum og það er nú bara all nokkuð hugvit sem þarf til að reka eitt álver svo hafa álver líka styrkt listir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.6.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband