7.6.2009 | 23:46
Láta hjólin snúast á ný
Þær framkvæmdir verða að vera gjaldeyrisskapandi til að flýta för okkar upp úr kreppunni. Eða þá gjaldeyrissparandi. Sem dæmi um gjaldeyrissparandi verkefni er bygging áburðarverksmiðju og gjaldeyrisskapandi verkefni er bygging Helguvíkur. Eftir Helguvík er mín skoðun að það eigi að setja fleiri stoðir undir framleiðslu í landinu aðrar stoðir en Álver. Áburðarverksmiðjan gæti farið á Bakka til dæmis.
Bygging tónlistarhús og hátækni sjúkrahús geta hvorki talist gjaldeyrisskapandi eða sparandi ekki í þeim mæli sem að við þurfum á að halda núna. Það er til lítils að vera að byggja sjúkrahús þegar við höfum ekki getu til að reka lágtækni sjúkrahúsin sem fyrir eru.
Síðan þarf að gæta að því að framkvæmdirnar vinni á atvinnuleysinu en séu ekki framkvæmdar með aðfluttu ódýru vinnuafli.
Við verðum einfaldlega að gera okkur grein fyrir því að í nánustu framtíð og sennilega um allnokkra framtíð verður mun minni eftirspurn eftir svokölluðum hvítflibba störfum. Það væri því gæfu spor hjá stjórnvöldum að leggja nú meiri áherslu á iðn og tæknimenntun og mennta fólk í framleiðslu sem síðan skapar gjaldeyri. Við erum búnir að reyna framleiðslu peninga úr lofti og það gekk ekki upp.
Því er ég ekki fylgjandi fleiri Háskólum ég tel að sá fjöldi sem er hér þegar geti vel annað 300 000 manna þjóð. Ég athugaði það á síðasta ári og fannst það nokkuð sláandi að hlutfall milli þeirra sem stunduðu nám í bifvélavirkjun og viðskiptafræði eða lögfræði á því ári sem að ég skoðaði var 1/40 og 1/50. Miðað við fjölda bíla á landinu myndi maður halda að þetta væri óeðlilegt hlutfall. Ég er þeirrar skoðunar að alltof lítil áhersla hafi verið lögð á iðnnám undanfarið en of mikil á hið bóklega nám. Það er nefnilega ekkert síðri möguleiki á að framfleyta sér með höndunum þó að þær verði skítugar.
Bygging tónlistarhús og hátækni sjúkrahús geta hvorki talist gjaldeyrisskapandi eða sparandi ekki í þeim mæli sem að við þurfum á að halda núna. Það er til lítils að vera að byggja sjúkrahús þegar við höfum ekki getu til að reka lágtækni sjúkrahúsin sem fyrir eru.
Síðan þarf að gæta að því að framkvæmdirnar vinni á atvinnuleysinu en séu ekki framkvæmdar með aðfluttu ódýru vinnuafli.
Við verðum einfaldlega að gera okkur grein fyrir því að í nánustu framtíð og sennilega um allnokkra framtíð verður mun minni eftirspurn eftir svokölluðum hvítflibba störfum. Það væri því gæfu spor hjá stjórnvöldum að leggja nú meiri áherslu á iðn og tæknimenntun og mennta fólk í framleiðslu sem síðan skapar gjaldeyri. Við erum búnir að reyna framleiðslu peninga úr lofti og það gekk ekki upp.
Því er ég ekki fylgjandi fleiri Háskólum ég tel að sá fjöldi sem er hér þegar geti vel annað 300 000 manna þjóð. Ég athugaði það á síðasta ári og fannst það nokkuð sláandi að hlutfall milli þeirra sem stunduðu nám í bifvélavirkjun og viðskiptafræði eða lögfræði á því ári sem að ég skoðaði var 1/40 og 1/50. Miðað við fjölda bíla á landinu myndi maður halda að þetta væri óeðlilegt hlutfall. Ég er þeirrar skoðunar að alltof lítil áhersla hafi verið lögð á iðnnám undanfarið en of mikil á hið bóklega nám. Það er nefnilega ekkert síðri möguleiki á að framfleyta sér með höndunum þó að þær verði skítugar.
Stór verk í einkaframkvæmd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.