Að vera eða vera ekki

Að vera eða vera ekki í ESB hvort er nú betra vera sjálfstæður og geta ráðið sér sjálfur eða vera í bandinu og njóta innri markaðarins Allavega sýnist mér að Noregur plummi sig betur en Svíar þó þeir séu gildir limir í Evrópska stórríkinu og njóti alls hins besta sem að það býður upp á
mbl.is Norska hagkerfið stærra en það sænska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ef Svíar segði sig úr ESB myndi að sjálfsögðu finnast olía í Svíþjóð daginn eftir!

Gulli (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 09:27

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Já, það er lán Norðmanna að vera utan ESB. Það er mikil sorgar saga að sjá þá útreið sem litlu ESB löndin austan Eystrasalts eru að fá. Sem betur fer eru þau sum ennþá með eigin gjaldmiðil og geta því fellt gengið til að komast upp úr hörmungunum.

Vilhelmina af Ugglas, 31.5.2009 kl. 18:02

3 identicon

Ótrúlegt að lesa svona vitleysu, Svíþjóð er innan ESB og með eigin gjaldmiðil sem hefur fallið um 25% á árinu en fallið hefur ekki hjálpað Svíþjóð neitt. Útflutningur hefur ekkert aukist einfaldlega vegna þess að það er enginn til að kaupa meira. Svíar eru núna aftur farnir að hugleiða alvarlega að taka upp evruna og stuðningur við evruna hefur aldrei verið meiri en akkúrat núna.

Lönd sem eru með evruna hafa hvorki komið betur eða verr út úr fjármálahruninu en önnur. Algjört hrun íslensku krónunnar hefur ekki hjálpað til hið minnsta, þvert á móti komið landinu sem heild í tæknilegt gjaldþrot. Svíar með sænsku krónuna hafa ekki plummað sig neitt betur en lönd þar sem evran er, t.d. hefur Danmörk komið mun betur út úr fjármálahruninu en Svíþjóð með dönsku krónuna fastbundna evrunni.

Það að Noregur er utan ESB hefur ekkert með sterka stöðu landsins núna að gera, það er hækkandi olíuverð sem hefur haldið Noregi á floti og mun gera eitthvað áfram.

Gulli (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 09:28

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það berast nú fréttir frá Svíþjóð um hið gagnstæða líka Þeir Danir sem að ég þekki eru ekki allt of þanægðir með stöðu mála þar og svo einfaldlega að mínu áliti þá er betra að stjórna sínum málum sjálfir og það álit mitt breytist ekkert. Það aftur á móti þarf stjórnvöld með hreðjar og umhyggju fyrir landi og þjóð það er það sem að okkur vantar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.6.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband