7.5.2009 | 21:32
Fjölmiðlafulltrúi ESB
Gylfi bregst ekki frekar en fyrri daginn í að boða Evrópu trúboðið. Þar sé hiti og þar sé eilíft vor. Ég ítreka enn skoðun mína á því að það sé algjörlega óþolandi að formaður ASI hafi tekið að sér að útbreiða fagnaðarerindi einnar hreyfingar að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar er á móti þessu og þar með stór hluti þeirra sem Gylfi tekur umboð sitt frá.
Ég er þeirrar skoðunar að ASI eigi frekar að styðja meðlimi sína batteríið gæti til dæmis komið að reglugerðinni um hóflega lífshætti og húsnæði eða finnst okkar ágætlega launuðu forustumönnum allt í lagi að til að fá hjálp þá þurfi að taka upp eitthvað óskýrt hófsermis líf. Þetta er svona svipað og var á 16 og 17 öld fyrir daga iðnbyltingar þegar landeigendur stjórnuðu lífi leiguliða sinna.
Gylfi: Það sem ég óttaðist en ekki það sem ég vonaðist eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.