4.5.2009 | 21:39
Framtíðarsýn Íslendings
Hún er ekki fögur sú framtíðarsýn sem að blasir við okkur í hinu nýja Alþýðulýðveldi. Við getum fengið greiðsluaðlögun ja sko það er að segja ef við búum í hóflegu húsnæði. Hvað er hóflegt húsnæði verður sett reglugerð um stærð herbergja á hvern einstakling og getur þá fermetri í geymslu ráðið lífi og dauða.
Síðan kemur tilsjónarmaður sem sér um að fjölskyldan fari nú ekki hamförum og fái sér læri í helgarmat því að þá verður greiðsluaðlögunin felld niður. Eftir það verður stutt í netlöggu eins tíðkað er í öðrum komoniskum ríkjum og að stór hluti þjóðarinnar vinni hjá ríkinu í að njósna um nágrannan.
Eitt þykir mér þó mjög athyglisvert og það er þjónkun hins íslenska stjórnmálamanns við fjármagnið það skiptir ekki máli hvort að það eru kratarnir sem að kenna síg við hægri stefnu eða kratarnir sem vilja í ESB eða þá þeir sem segjast vera vinstrisinnaðir. Þeir eiga allir eitt sameiginlegt það er að verja fjármagnið út yfir gröf og dauða. Síðan taka þeir hina verst settu á hátíðisdögum og dytta að þeim svo að þeir geispi nú ekki alveg golunni það myndi myndi vera slæm auglýsing fyrir gæðin.
Það er öllum að verða ljóst að ef ekki verður fljótlega fundin lausn sem að eitthvað réttlæti er í munu hér blása vindar sem ei nokkur maður hefur séð áður. Því svo má brýna deigt járn að það bíti Íslensk alþýða er þekkt fyrir þolinmæði en henni er alvarlega misboðið þessa dagana.
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður skilur ekki hvernig stendur á því að stjórnvöld velja í ANNAÐ SINN að hlusta ekki á raddir ÞJÓÐARINNAR og líta framhjá vandamálum. Samspilling stígur vægast sagt ekki í vitið, það virðist skela á annað bankahrun á þeirra vakt, því þeir eru að reyna að "tala upp samfélagið..." - þessir fábjánar munu upplifa gríðarlega REIÐI og stríð við sýna eigin þjóð eftir sumarið, fólk mun gefast upp eftir sumarið - þá verður allt brjálað, hugsanlega fyrr - það er auðvitað afreka að vera ávalt SOFANDI í vinnunni....!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.